9.11.2017 | 09:18
Sannleikurinn um sósíalismann
í Reykjavíkurborg undir forystu Dags B. Eggertssonar og Hjálmars Sveinssonar kemur vel fram í frábærri grein kollega Jóhannesar Loftssonar, formann frjálshyggjufélagsins, í Morgunblaðinu í dag.
Grípum niður í greininni:
"....Ofbeldi og óráðsía er eina svar valdaelítunnar. Banna á ný gistiheimili í miðbænum, kaupa á rándýr friðþægingarfátæktarúrræði sem kosta 30 milljónir á hverja félagslega íbúð og byggja á borgarlínu með stofnkostnað upp á hátt í milljón á hverja íbúð á höfuðborgarsvæðinu.
Til að fjármagna óráðsíuna á að selja Vatnsmýrarlandið en þar sem byggja þarf rándýran nýjan flugvöll í staðinn munu skattgreiðendur stórtapa. Gróði fasteignafélaganna sem græða verður því að fullu fjármagnaður með skattfé.
Ef innanlandsflug flyst frá Reykjavík mun það leggjast af í nú- verandi mynd og miðast við þarfir útlendinga en ekki íslenskra höfuðborgarbúa. Þróun sífellt hljóðlátari flugvéla og lægri flugfargjalda mun aldrei ná til Reykjavíkur og ferðahagræðið mun aldrei verða samt aftur.
Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 er stefnt að því að almenningssamgöngur þrefaldist og að hlutur gangandi, hjólandi og almenningssamgangna verði a.m.k. 42% allra ferða. Það eru ekki bara feitir, fótalúnir og kulvísir sem ættu að hafa áhyggjur, heldur líka skattgreiðendur.
Stórfellt markaðssókn í úreltar samgöngulausnir frá miðri síðustu öld er galin hugmynd. Alla daga aka niðurgreiddir hálftómir risavagnar eftir sömu föstu leiðunum á föstum tímaáætlunum. Ef Strætó yrði lokað á morgun myndu einkaaðilar strax taka við. Í samkeppnisumhverfi gæti þjónustan þróast á heilbrigðan hátt þar sem besta lausnin yrði brátt ofan á. Uber-strætóútfærsla gæti t.d. haft endalausan sveigjanleika með allar stærðir vagna og stýringu verðs og ferða með símaöppum sem gæti stytt ferðir og bið- tíma og lækkað kostnað. Uber er hins vegar bannað á Íslandi.
Í krafti pólitísks valds eru nú eingöngu byggðar strætóreinar og hjólastígar í borginni. Götur eru þrengdar og til stendur að lækka hámarkshraða helstu stofnbrauta. Ríki og borg hafa meira að segja samið um að taka árlega milljarð af skattfé bílaeigenda og nota í rekstur strætó en bílaeigendur fá ekkert.
Árið 2003 stóð til að gera alla Miklubraut og Kringlumýrarbraut að hraðbrautum án umferðarljósa en 14 árum síðar hefur ekkert gerst. Nýlega var samþykkt að byggja háhýsi við Kringluna og þar með byrja að takmarka til frambúðar mögulegar útfærslur á að gera mikilvægustu gatnamótin mislæg. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem deiluskipulaginu er beitt til að hindra samgöngur því bæði Sundabrautin og Neyðarbrautin urðu að víkja eftir svipaðar æfingar.
Breytinga er þörf
Þegar viðskipti eru óhindruð þá græða báðir aðilar. En þegar viðskipti eru þvinguð þá græðir bara annar. Í höfuðborginni er fasteignaverð komið í yfirverð, úreltar samgöngulausnir munu þvælast fyrir betri lausnum og flugsamgöngur frá höfuðborginni munu leggjast af. Því munu höfuðborgarbúar framtíðarinnar verða skuldsettari, skattpíndari, hafa minni frítíma og minna ferðafrelsi en nú er. Allt er þetta afleiðing af skilningsleysi á mikilvægi frjáls markaðar. Þessari valdníðslu og óráðsíu verður að linna. Það er kominn tími fyrir nýja iðnbyltingu frjálshyggjunnar."
Hjálmar Sveinsson kom nýlega fram í sjónvarpi og lýsti nýjum skýjaborgum meirihlutans í Reykjavík þar sem byggja á fjölda íbúða við Kringluna ofan á fyrri framtíðarsýnir þeirra kumpána sem svar þeirra við íbúðaskortinum.
Eins og Jóhannes bendir á er þetta skipulag fyrst og fremst unnið til að eyðileggja möguleika á byggingu mislægra gatnamóta á Kringlumýrarbraut þar sem tími slíkra gatnamóta er liðinn í Reykjavík samkvæmt opinberri yfirlýsingu Dags B. Eggertssonar.
Sama er að gerast við Reykjavíkurflugvöll. Þar er einbeittur skipulagslegur brotavilji þessara kumpána notaður til að eyðileggja framtíðarvöxt flugvallarins með því að kakka niður íbúðum þvert fyrir lengingarmöguleika hans út í sjó. Sama gerðu þeir með því að nota deiliskipulagið til að gera Sundabraut milljörðum dýrari með því að útiloka hagkvæmustu legu hennar með gerð þess..
Þessar gerðir allar eru þvílíkt tilræði við framtíðina af hálfu þessara afturhaldspilta og fortíðardýrkenda Hjálmars og Dags að ekki verður til jafnað. Sem betur fer eru að koma kosningar og þá gefst Reykvíkingum kostur á að koma þessum öflum út á ruslahaug stjórnmálasögunnar og kjósa nútímafólk til valda í Borginni áður en þeim tekst að fullkomna ætlunarverk sín og skemmdarverk.
Meira óhappafólk í skipulagsmálum en meirihlutaflokkur þeirra Dags B. og Hjálmars Sveinssonar er í Reykjavíkurborg er vandfundið svo sem grein Jóhannesar og dæmin sanna.
Sannleikurinn um sósíalismann kemur allstaðar í ljós fyrr en síðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 3420587
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.