Leita í fréttum mbl.is

Sementsverksmiðjan

á Akranesi var eitt sinn stórveldi á Íslandi.Vestdal forstjóri og Ásgeir stjórnarformaður voru stórmenni sem við blánkir úr steypunni umgengumst með ærufrugt og töluðum um í hálfum hljóðum. Þvílíkt stórveldi og flotterí sem þessi verksmiðja var með sér mötuneyti meira að segja sem við þekktum ekki einu sinni af afspurn.

Sementið var alkalískt í byrjun og ekki vinsælt en með íslenskum rannsóknum og ráðstöfunum  tókst að gera það með árunum þannig að það varð afbragðsgott.

Nú er helst talað um að rífa verksmiðjuna. Allt ónýtt og einskis virði? Þó komin séu göng undir Hvalfjörð meira að segja.

Það sem ég ekki skil núna hversvegna er ekki hægt að framleiða sement í afskrifuðum græjum og heillegum byggingum þegar allt hráefni er fáanlegt eins og áður og ódýrara en þá? Öll þessi síló, tankar og maskínerí.  Af hverju er ekkert hægt núna sem var hægt áður? Eða var það bara aldrei hægt? Var logið að okkur allan tímann? Eða féll þetta allt í ræningjahendur, fjármálabófa og spellvirkja?

Sú var tíðin að íslenskir stúdentar fóru á Akranes og fengu brennivín og snittur hjá Vestdal. Þá var æpt í þjóðlegri hrifningu  "Handritin heim og meira sement!" Nú er öll þjóðremba orðin ófín og skal vera fjölmenningarleg.

Þarna á Akranesi voru framleidd milljónir tonna af sementi sem byggðu upp auðlegð þjóðarinnar um  land allt í áratugi. Nú er bara allt búið og ekkert hægt? Hvernig stendur á því að engir ungir menn sjá neina möguleika lengur á þessum stað?

Okkur gamla steypujúða sker í hjartað að sjá okkar gömlu Sementsverksmiðju þjóðarinnar vera orðna að stekk  eða ræningjabæli í stað þess að vera Snorrabúð stoltrar þjóðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Heyr heyr.

Þetta er allt orðið að aumingjum Halldór. Meira að segja er þeim orðið ofviða að bera 50 kg sementspokann sem kom úr verksmiðjunni.

Vesalingar!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.12.2017 kl. 21:36

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og þetta lið er orðið svo forheimsk að það kann ekki einu sinni að nota hið góða byggingarefni sem heitir íslenskar vikurplötur. Það sprautar bara upp handónýtum húsum úr albasti, lími og kámi.

Það verður ekki byggt mikið hér á landi þegar skipaferðir stoppa næst. En samt mun hin íslenskt hannaða og byggða Andakílsárvirkjun þá virka enn, anno 1947: þ.e. mala gullið áfram. 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.12.2017 kl. 21:48

3 identicon

Gott væri ef einhver rannsóknarblaðamaður færi í gegnum feril þeirra Víglundsfeðga eftir að þeir "eignuðust" verksmiðjuna.

Þorvaldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 22:13

4 identicon

Min skoðun er að það koma inn sterkir og frekir, gráðugir, karlar sem hafa fengið umboð erlendis , boðið niður verðið á meðan verið var að kyrkja framleiðsluna og sanna hvað væri hægt að lækka gyggingarkostnað her.  Þessir sömu menn tengjast alltaf pólitískum öflum og beita afli þar. Þá menn er oft auðvelt að blekkja.

svo þegar búið er að drepa samkeppnina , hækkar verð þeirra. Sama er að gerast hjá þeim sem vilja flytja inn hratt kjöt og fl.

Sjáið hvað gerist hjá Castco.

Hafsteinn Reykjalín (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 23:17

5 Smámynd: Haukur Árnason

  "Sementið var alkalískt í byrjun og ekki vinsælt" Halldór, ertu að vísa til þess sem voru kallaðar alkalí skemmdir ? Var ekki allt í lagi með sementið ?  Það var bara ekki nóg að nota 180 kg. sement í rúmmeter eins og var gert um tíma.

Núna held ég að 300 kg. sé lámark.



Haukur Árnason, 10.12.2017 kl. 23:39

6 Smámynd: Halldór Jónsson

 Það voru aldrei notað svo lítið sement eikns og þú nefnir Haukur það er bara kjaftæði. Oftast notuð svona 250 kg í veggi og 300 kg. í loftasteypur. Oft meira þar sem meira lá við. Steypa var seld eftir stöðlum undir ströngu gæðaeftirliti sem þú veist líklega lítið um.

Sandurinn úr Hvalfirði, sem var alkalíreaktívur,  reageraði við sementið af því að hann var alkalívirkur bergfræðilega, sementið var í lagi með óalkalívirku fylliefni, Eftir að kísilryki var blandað í sementið reageraði það ekki eða lítið  við Hvalfjarðarsandinn. Með Holtaefni eins og úr Rauðamel, Fífuhvammi og svo besta efninu Esjubergsefninu  varð engin reaktion og steypan var topp góð. Það var aldrei nein alkalískemmd í steypu frá Steypustöðinni hf úr Esjubergsefninu sem var topp vara, hvítskúruð möl og sandur. Steypa var hinsvegar stundum eyðilögð með sóðaskap og vatnssulli, of litlu innblönduðu lofti etc.  

Halldór Jónsson, 11.12.2017 kl. 06:59

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Skoðaðu Vesturlandsveginn í Kollafirði úr Esjubergsefninu. Ég framleiddi það Hann er að verða hálfrar aldar gamall og hann mun endast mörg ár í viðbót og eftir alla þessa umferð nagladekkja þá er bara smáslt í yfirborðinu  en grjótið er lítið slitið. Nú eru ekki steyptir vegir lengur heldur malbikað til eins árs og svo  malbikað árið á eftir aftur af því að þá er komin ný fjárhagsáætlun. Svona er nútíminn og hvergi Ingólfur Jónsson í stétt stj´ronmálamanna sem hugsa fram í tímann.

Halldór Jónsson, 11.12.2017 kl. 07:04

8 Smámynd: Haukur Árnason

Halldór, þegar Hraubærin var að byggjast upp, þá gaf verkfræðingurinn upp styrkleika steypunnar, veggjasteypa 180 kg. pr. rúmmeter, man ekki hvað loftasteypan átti að vera, en hún var alltaf sterkari. Hvort viðkomandi múrarameistari hafi bætt við veit ég ekki.
Í Logalandi í Fossvogi voru byggðar tvær raðhúsalengjur, önnur var árum saman í vandræðum útaf alklískemmdum en hin aldrei.
Þetta vakti athygli hjá þeim sem voru í baslinu, því húsin foru byggð sama sumarið, steypan frá sömu steypustöðinni. Þeir fóru að spyrjast fyrir hvað geti verið öðruvísi Fólk byggði þetta sjálft, en það varð að vera sömu meistarar á allri lengunni. það kom í ljós að þeir sem aldrei fengju skemmdir höfðu samþyggt að múrarameistarinn réði styrkleika steypunna, en notaði ekki þá steypu sem var gefin upp á teikningum. Þetta var samþykkt þó að hún væri dýrari.
Ég hef ekki styrkleikatölur á steypunni í þessum húsum.

Sjálfsagt eru margir þættir sem koma til greina, stöðvarnar verða sálfvirkar á svipuðum tíma, allt mælt uppá kíló.

Sammála þér um vegaframkvæmdir og litla framsýni

Haukur Árnason, 11.12.2017 kl. 12:14

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Það var verið að steypa Hraunbæinn þegar ég byrjaði 1964, Þá voru frost mikil og það var kynt undir plötum og inní uppslættinum fyrir veggina. Ég kannast ekki við þessar tölur 180 kg, þær voru frekar 250 og 300 í veggi og loft.

Halldór Jónsson, 11.12.2017 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3418223

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband