29.12.2017 | 10:51
Morgunblaðið í dag
held ég að slái öll þykktarmet. Fréttablaðið sem er að eigin sögn mest lesna dag blað landsins og byggir þarf líklega þeim fjölda sem fær það inn um lúguna er eins og Dagskráin eða Kópavogspósturinn sem varla tekur því að opna. maður getur ekki almennilega gert sér í hugarlund framtíð prentmiðla í þessum heimi en gæti dottið í hug að sérstökum prentsmiðjum muni fækka en sérstakir prentarar á heimilum manna muni taka við? En varla á minni tíð.
Þetta þykka Morgunblað kom í veg fyrir að ég gæti farið í Laugarnar á tilsettum tíma. Það sem vakti athygli mína var að blaðið prentar þýðingar upp úr hatursblaði demókrata New York Times. Ég þrælaðist til að lesa sumt af þessum venjulegu ófrægingargreinum á Trompinu án þess að það breytti mér. Samt verð ég að viðurkenna að grein Bill Clintons er um margt sérstök. Hún opnar augu mín fyrir því hversu Bandaríkjamenn eiga við svipuð vandamál að stríða og Íslendingar þegar kemur að innviðum landsins. Clinton hefur öðlast þá yfirsýn sem gömlum manni veitist stundum og gerir honum kleyft að bera saman fornt og nýtt.
Greinin er svohljóðandi:
"Margt gengur Bandaríkjunum í haginn.
Annað árið í röð hækka tekjur í öllum tekjuhópum. Meðalaldur þeirra sem eru á vinnumarkaði er tiltölulega lágur, fólk leggur hart að sér og framleiðni er mikil. Bandarískir háskólar og aðrar rannsóknastofnanir eru öflugar á sviðum á borð við efnisvísindi, hugbúnaðarþróun, örtækni, líftækni, erfðavísindi og mörgum öðrum, sem eru mikilvæg fyrir hagvöxt framtíðar og hátt atvinnustig. Sjálfstæði okkar í orkumálum fer áfram vaxandi og við notum hreinni orku en áður. Framfarir hafa orðið í að hlaða niður sólar- og vindorku og báðir þessir orkugjafar eru að miklu leyti óbeislaðir.
Við okkur blasir líka vandi í efnahagsmálum: mikil misskipting er í tekjum og auði; atvinnuþátttaka fullorðinna manna án háskólagráðu er lítil, sérstaklega hjá hvítum körlum; afgerandi munur er á vexti velmegandi borga og útborga og strjálbýlla sýslna með litlum bæjum; gapandi misbrestur hefur orðið á uppbyggingu innviða landsins, allt frá ófullnægjandi vegum og brúm til ryðgaðra og hættulegra vatnsleiðslna, rafveitukerfis sem hefur ekki bolmagn til að flytja orku frá stöðum þar sem ódýrast og hreinlegast er að framleiða hana þangað sem þörfin mest og skortsins á hagstæðu, hraðvirku breiðbandsneti á svæðum, sem brýn þörf er að verði með í efnahagslífi þjóðarinnar.
Það eru einnig áskoranir í mannauðsmálum. Í skólakerfi okkar sem er með tólf ára skólaskyldu eru einhverjir bestu skólar heims, en erfiðlega hefur gengist að yfirfæra ágæti þeirra og kosti yfir á skóla í öðrum umdæmum og ríkjum þar sem skilyrði geta verið mjög frábrugðin. Æðra menntakerfi okkar er enn það besta í heimi, en kostnaður og skuldir stúdenta eru alvarlegt vandamál. Umbætur í heilbrigðiskerfinu hafa fært milljónum manna hagstæða gæðasjúkratryggingu í fyrsta skipti, en við höfum sóað of miklum tíma í tilraunir til að þurrka þær framfarir út í stað þess að laga vandamálin, sem enn eru til staðar, og undirbúa okkur undir það að þjóðin eldist. Framtíð innflytjenda án leyfis þar á meðal er ungt fólk undir 18 ára aldri og milljónir vinnusamra manna, sem borga skatta er óviss þótt ljóst sé að ekki mun fjölga á vinnumarkaði án þeirra. Fæðingartíðni í Bandaríkjunum er varla nóg til að halda í horfinu. Frá Charleston til Charlottesville erum við minnt á kynþáttagjána. Hún er bölvun og það gæti haft hræðilegar afleiðingar að endurvekja hana. Og ópíóðaneyðin og afsprengi hennar, heróín og fentanýl, eru að drepa og örkumla sláandi fjölda Bandaríkjamanna. Í nokkur ár höfum við vitað að þetta væri gríðarlegt heilbrigðisvandamál, en þó höfum við nánast hvergi bolmagn eða skipulag til að snúa þróuninni við.
Loks blasa við erfið og alvarleg verkefni í öryggismálum, allt frá útbreiðslu kjarnorkuvopna til hryðjuverka, loftslagsbreytinga og netöryggis. Síðasti þátturinn gæti orðið erfiðastur viðureignar þar sem hann setur í hættu öll þau kerfi, sem við þurfum til að taka á hinum vandamálunum og lýðræðið að auki.
Þrátt fyrir almenna framþróun í efnahagsmálum eftir hrunið 2008 hafa allar þessar áskoranir átt þátt í því að dregið hefur úr efnahagslegum hreyfanleika, pólitísk og félagsleg útilokun hefur farið vaxandi og milljónir samborgara okkar búa við meira óöryggi en áður. Þessi öfl hafa aukið klofninginn meðal okkar og gert jafnvel enn erfiðara að endurheimta tilfinningu okkar fyrir sameiginlegum tilgangi.
Góðu fréttirnar eru að kröftug tilraun til að taka á vandamálum okkar með þekktum aðgerðum með viðráðanlegum kostnaði myndi efla efnahagslíf okkar og byggðir landsins með hærri tekjum, auknum hreyfanleika upp á við í samfélaginu og auknu öryggi. Margar borgir og fjöldi ríkja sanna það daglega.
En sem þjóð erum við á gjörólíkri leið. Allt of oft á það við að ættbálkahyggja byggð á kynþætti, trú, afstöðu til kynferðismála og fæðingarstað hafi tekið við af þjóðahyggju grundvallaðri á þeirri hugmynd að hægt sé að vera stoltur af sínum ættbálki og taka samt fjölbreyttu bandarísku samfélagi opnum örmum. Of oft verður gremjan skynseminni yfirsterkari, blindar reiðin okkur fyrir svörunum og er sá skinheilagi talinn ærlegur. Þessar tilhneigingar magnast í heimi Snapchat, Twitter og Facebook þar sem mál tekin fyrir í sjónvarpsfréttum halda aðeins athygli í nokkrar sekúndur og afkoma dagblaða veltur á því hvort netverjar endurtísta fyrirsögnum af síðum vefmiðla þeirra. Of margar félagsvefsíður eru gróðrarstía öfgafullra erlendra og innlendra innrásarmanna. Þessar staðföstu tilraunir til að þurrka út mörk staðreynda og tilbúnings, sannleika og lyga, geta yfirskyggt alla kosti okkar tengda heims. Þegar traust hverfur og þekking er gengisfelld sem vörn kerfisins til að koma í veg fyrir breytingar getur allt gerst. Nú þegar sjáum við að borgarar eru milljónum saman sviptir kosningarétti á grundvelli kynþáttar og uppruna, ekki vegna þess að ættu ekki að fá að kjósa, heldur af því að vilja vera þjóðernissinnar sem opna faðminn, frekar en að fara inn í ættbálkinn.
Hver ber sigur úr býtum við þessar aðstæður? Þeir sem þegar hafa komið ár sinni fyrir borð munu auðgast meira; óábyrgustu raddir fjölmiðla, sem fjalla um stjórnmál, munu dafna á því að fjalla um hverja nýja deilu og hneyksli. Og óvinir lýðræðis, sem ala á óeiningu og þeirri von að Bandaríkjamenn gangist loks við því að upplýst ríkisvald virkar ekki lengur og er jafnvel ekki mögulegt lengur í heimi nútímans.
Fyrir tuttugu og fimm árum þegar ég var kosinn forseti sagði ég að hver og einn Bandaríkjamaður ætti að fylgja skipun höfunda stjórnarskrárinnar um að gera ríkjasambandið fullkomnara, að þenja stöðugt út skilgreininguna á orðinu við og láta skilgreininguna á þeir skreppa saman. Ég er enn þessarar skoðunar. Fyrir vikið er ég hlynntur stefnu, sem ýtir undir samstarf frekar en ágreining og stuðlar að byggja upp efnahag, samfélag og stjórnmál sem snúast um að leggja saman, ekki draga frá, margföldun, ekki deilingu. Því miður virðast of margir valdhafar víða um heim staðráðnir í að gera hið gagnstæða. Ef við gerum það hér munum við glutra niður þessu tækifæri til að uppskera okkar björtustu daga. Því er okkar mikilvægasta áskorun að ákveða hverjir við Bandaríkjamenn erum í raun sem borgarar, samfélög og þjóð. Allt annað veltur á því.
© Bill Clinton. Á vegum The New York Times Syndicate"
Ég hvet menn til að lesa þetta með opnum huga með "Trompfilterinn" á að sjálfsögðu. En Clinton er yfirvegaður í orðavali sem við er að búast. Það sem hann segir á líka margt erindi til okkar Íslendinga. Ekki hvað síst þetta:
"Þeir sem þegar hafa komið ár sinni fyrir borð munu auðgast meira; óábyrgustu raddir fjölmiðla, sem fjalla um stjórnmál, munu dafna á því að fjalla um hverja nýja deilu og hneyksli. Og óvinir lýðræðis, sem ala á óeiningu og þeirri von að Bandaríkjamenn gangist loks við því að upplýst ríkisvald virkar ekki lengur og er jafnvel ekki mögulegt lengur í heimi nútímans."
Menn mega hugleiða þetta nú þegar ofvöxtur lífeyrissjóðanna er að slasa íslenskt efnahagslíf svo erfitt verður að stíga það til baka og enginn stjórnmálamaður sér leið út ú ríkissjóðsvandanum með því að sækja skattféð sem lífeyrissjóðirnir liggja með. Þegar dægurþras poppmiðlanna yfirskyggir rökræður og pólitískur slagorðavaðall smáflokkakraðaksins á Alþingi og dagleg birting innihaldslauss vaðals þessa fólks miðopnu Morgunblaðsins gerir aðeins að þyrla upp moldviðri sem dregur athygli fólksins frá aðalatriðum.
Þegar fyrsta setning í tilvitnaðri málsgrein Clintons er skoðuð út frá boðaðri einkavæðingu bankanna á stefnuskrá íslensku ríkisstjórnarinnar þá læðast að manni efasemdir um að einkavæðing íslensku bankanna sé yfirleitt möguleg, hvað þá skynsamleg, á þessum tímapunkti með því ástandi á íslenskum fjármálamarkaði sem þar ríkir núna, þar sem ekkert er mögulegt án velvilja og tenginga við lífeyrissjóðafurstana, sem eru meira eða minna sjálfkjörnir án nokkurrar aðildar eigenda sjóðanna vegna yfirþyrmandi og sívaxandi stærðar sjóðanna. Allt í ljósi þess þegar stórfé skortir að hálfu ríkisins til hjúkrunarheimila, spítala, innviða samgöngumála, þeim mun óskiljanlegra er það hversvegna ríkið sækir ekki þá þúsund milljarða af skattfé sem það á sannarlega hjá lífeyrissjóðunum og hættir að láta þá skálka með slíkt fé um alla framtíð.
Morgunblaðið er sannarlega að sækja sig í hlutfalli við Fréttablaðið sem færði mér fátt bitastætt utan leiðara Harðar Ægissonar sem er skynsamlegur að vanda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.