Leita í fréttum mbl.is

Morgunblaðið í dag

held ég að slái öll þykktarmet. Fréttablaðið sem er að eigin sögn mest lesna dag blað landsins og byggir þarf líklega þeim fjölda sem fær það inn um lúguna er eins og Dagskráin eða Kópavogspósturinn sem varla tekur því að opna. maður getur ekki almennilega gert sér í hugarlund framtíð prentmiðla í þessum heimi en gæti dottið í hug að sérstökum prentsmiðjum muni fækka en sérstakir prentarar á heimilum manna muni taka við? En varla á minni tíð.

Þetta þykka Morgunblað kom í veg fyrir að ég gæti farið í Laugarnar á tilsettum tíma. Það sem  vakti athygli mína  var að blaðið prentar þýðingar upp úr hatursblaði demókrata New York Times. Ég þrælaðist til að lesa sumt af þessum venjulegu ófrægingargreinum á Trompinu án þess að það breytti mér. Samt verð ég að viðurkenna að grein Bill Clintons er um margt sérstök. Hún opnar augu mín fyrir því hversu Bandaríkjamenn eiga við svipuð vandamál að stríða og Íslendingar þegar kemur að innviðum landsins. Clinton hefur öðlast þá yfirsýn sem gömlum manni  veitist stundum og gerir honum kleyft að bera saman fornt og nýtt.

Greinin er svohljóðandi:

"Margt geng­ur Banda­ríkj­un­um í hag­inn.

Annað árið í röð hækka tekj­ur í öll­um tekju­hóp­um. Meðal­ald­ur þeirra sem eru á vinnu­markaði er til­tölu­lega lág­ur, fólk legg­ur hart að sér og fram­leiðni er mik­il. Banda­rísk­ir há­skól­ar og aðrar rann­sókna­stofn­an­ir eru öfl­ug­ar á sviðum á borð við efn­is­vís­indi, hug­búnaðarþróun, ör­tækni, líf­tækni, erfðavís­indi og mörg­um öðrum, sem eru mik­il­væg fyr­ir hag­vöxt framtíðar og hátt at­vinnu­stig. Sjálf­stæði okk­ar í orku­mál­um fer áfram vax­andi og við not­um hreinni orku en áður. Fram­far­ir hafa orðið í að hlaða niður sól­ar- og vindorku og báðir þess­ir orku­gjaf­ar eru að miklu leyti óbeislaðir.

Við okk­ur blas­ir líka vandi í efna­hags­mál­um: mik­il mis­skipt­ing er í tekj­um og auði; at­vinnuþátt­taka full­orðinna manna án há­skóla­gráðu er lít­il, sér­stak­lega hjá hvít­um körl­um; af­ger­andi mun­ur er á vexti vel­meg­andi borga og út­borga og strjál­býlla sýslna með litl­um bæj­um; gapandi mis­brest­ur hef­ur orðið á upp­bygg­ingu innviða lands­ins, allt frá ófull­nægj­andi veg­um og brúm til ryðgaðra og hættu­legra vatns­leiðslna, raf­veitu­kerf­is sem hef­ur ekki bol­magn til að flytja orku frá stöðum þar sem ódýr­ast og hrein­leg­ast er að fram­leiða hana þangað sem þörf­in mest og skorts­ins á hag­stæðu, hraðvirku breiðbandsneti á svæðum, sem brýn þörf er að verði með í efna­hags­lífi þjóðar­inn­ar.

Það eru einnig áskor­an­ir í mannauðsmá­l­um. Í skóla­kerfi okk­ar sem er með tólf ára skóla­skyldu eru ein­hverj­ir bestu skól­ar heims, en erfiðlega hef­ur geng­ist að yf­ir­færa ágæti þeirra og kosti yfir á skóla í öðrum um­dæm­um og ríkj­um þar sem skil­yrði geta verið mjög frá­brugðin. Æðra mennta­kerfi okk­ar er enn það besta í heimi, en kostnaður og skuld­ir stúd­enta eru al­var­legt vanda­mál. Um­bæt­ur í heil­brigðis­kerf­inu hafa fært millj­ón­um manna hag­stæða gæðasjúkra­trygg­ingu í fyrsta skipti, en við höf­um sóað of mikl­um tíma í til­raun­ir til að þurrka þær fram­far­ir út í stað þess að laga vanda­mál­in, sem enn eru til staðar, og und­ir­búa okk­ur und­ir það að þjóðin eld­ist. Framtíð inn­flytj­enda án leyf­is – þar á meðal er ungt fólk und­ir 18 ára aldri og millj­ón­ir vinnu­samra manna, sem borga skatta – er óviss þótt ljóst sé að ekki mun fjölga á vinnu­markaði án þeirra. Fæðing­artíðni í Banda­ríkj­un­um er varla nóg til að halda í horf­inu. Frá Char­lest­on til Char­lottesville erum við minnt á kynþátta­gjána. Hún er bölv­un og það gæti haft hræðileg­ar af­leiðing­ar að end­ur­vekja hana. Og ópíóðaneyðin og af­sprengi henn­ar, heróín og fenta­nýl, eru að drepa og örkumla slá­andi fjölda Banda­ríkja­manna. Í nokk­ur ár höf­um við vitað að þetta væri gríðarlegt heil­brigðis­vanda­mál, en þó höf­um við nán­ast hvergi bol­magn eða skipu­lag til að snúa þró­un­inni við.

Loks blasa við erfið og al­var­leg verk­efni í ör­ygg­is­mál­um, allt frá út­breiðslu kjarn­orku­vopna til hryðju­verka, lofts­lags­breyt­inga og netör­ygg­is. Síðasti þátt­ur­inn gæti orðið erfiðast­ur viður­eign­ar þar sem hann set­ur í hættu öll þau kerfi, sem við þurf­um til að taka á hinum vanda­mál­un­um og lýðræðið að auki.

Þrátt fyr­ir al­menna framþróun í efna­hags­mál­um eft­ir hrunið 2008 hafa all­ar þess­ar áskor­an­ir átt þátt í því að dregið hef­ur úr efna­hags­leg­um hreyf­an­leika, póli­tísk og fé­lags­leg úti­lok­un hef­ur farið vax­andi og millj­ón­ir sam­borg­ara okk­ar búa við meira óör­yggi en áður. Þessi öfl hafa aukið klofn­ing­inn meðal okk­ar og gert jafn­vel enn erfiðara að end­ur­heimta til­finn­ingu okk­ar fyr­ir sam­eig­in­leg­um til­gangi.

Góðu frétt­irn­ar eru að kröft­ug til­raun til að taka á vanda­mál­um okk­ar með þekkt­um aðgerðum með viðráðan­leg­um kostnaði myndi efla efna­hags­líf okk­ar og byggðir lands­ins með hærri tekj­um, aukn­um hreyf­an­leika upp á við í sam­fé­lag­inu og auknu ör­yggi. Marg­ar borg­ir og fjöldi ríkja sanna það dag­lega.

En sem þjóð erum við á gjör­ólíkri leið. Allt of oft á það við að ætt­bálka­hyggja byggð á kynþætti, trú, af­stöðu til kyn­ferðismála og fæðing­arstað hafi tekið við af þjóðahyggju grund­vallaðri á þeirri hug­mynd að hægt sé að vera stolt­ur af sín­um ætt­bálki og taka samt fjöl­breyttu banda­rísku sam­fé­lagi opn­um örm­um. Of oft verður gremj­an skyn­sem­inni yf­ir­sterk­ari, blind­ar reiðin okk­ur fyr­ir svör­un­um og er sá skin­heil­agi tal­inn ær­leg­ur. Þess­ar til­hneig­ing­ar magn­ast í heimi Snapchat, Twitter og Face­book þar sem mál tek­in fyr­ir í sjón­varps­frétt­um halda aðeins at­hygli í nokkr­ar sek­únd­ur og af­koma dag­blaða velt­ur á því hvort net­verj­ar end­ur­tísta fyr­ir­sögn­um af síðum vef­miðla þeirra. Of marg­ar fé­lagsvefsíður eru gróðrar­stía öfga­fullra er­lendra og inn­lendra inn­rás­ar­manna. Þess­ar staðföstu til­raun­ir til að þurrka út mörk staðreynda og til­bún­ings, sann­leika og lyga, geta yf­ir­skyggt alla kosti okk­ar tengda heims. Þegar traust hverf­ur og þekk­ing er geng­is­felld sem vörn kerf­is­ins til að koma í veg fyr­ir breyt­ing­ar get­ur allt gerst. Nú þegar sjá­um við að borg­ar­ar eru millj­ón­um sam­an svipt­ir kosn­inga­rétti á grund­velli kynþátt­ar og upp­runa, ekki vegna þess að ættu ekki að fá að kjósa, held­ur af því að vilja vera þjóðern­is­sinn­ar sem opna faðminn, frek­ar en að fara inn í ætt­bálk­inn.

Hver ber sig­ur úr být­um við þess­ar aðstæður? Þeir sem þegar hafa komið ár sinni fyr­ir borð munu auðgast meira; óá­byrg­ustu radd­ir fjöl­miðla, sem fjalla um stjórn­mál, munu dafna á því að fjalla um hverja nýja deilu og hneyksli. Og óvin­ir lýðræðis, sem ala á óein­ingu og þeirri von að Banda­ríkja­menn gang­ist loks við því að upp­lýst rík­is­vald virk­ar ekki leng­ur – og er jafn­vel ekki mögu­legt leng­ur – í heimi nú­tím­ans.

Fyr­ir tutt­ugu og fimm árum þegar ég var kos­inn for­seti sagði ég að hver og einn Banda­ríkjamaður ætti að fylgja skip­un höf­unda stjórn­ar­skrár­inn­ar um að gera ríkja­sam­bandið full­komn­ara, að þenja stöðugt út skil­grein­ing­una á orðinu „við“ og láta skil­grein­ing­una á „þeir“ skreppa sam­an. Ég er enn þess­ar­ar skoðunar. Fyr­ir vikið er ég hlynnt­ur stefnu, sem ýtir und­ir sam­starf frek­ar en ágrein­ing og stuðlar að byggja upp efna­hag, sam­fé­lag og stjórn­mál sem snú­ast um að leggja sam­an, ekki draga frá, marg­föld­un, ekki deil­ingu. Því miður virðast of marg­ir vald­haf­ar víða um heim staðráðnir í að gera hið gagn­stæða. Ef við ger­um það hér mun­um við glutra niður þessu tæki­færi til að upp­skera okk­ar björt­ustu daga. Því er okk­ar mik­il­væg­asta áskor­un að ákveða hverj­ir við Banda­ríkja­menn erum í raun – sem borg­ar­ar, sam­fé­lög og þjóð. Allt annað velt­ur á því.

© Bill Cl­int­on. Á veg­um The New York Times Syndica­te"

Ég hvet menn til að lesa þetta með opnum huga með "Trompfilterinn" á að sjálfsögðu. En Clinton er yfirvegaður í orðavali sem við er að búast. Það sem hann segir á líka margt erindi til okkar Íslendinga. Ekki hvað síst þetta:

"Þeir sem þegar hafa komið ár sinni fyr­ir borð munu auðgast meira; óá­byrg­ustu radd­ir fjöl­miðla, sem fjalla um stjórn­mál, munu dafna á því að fjalla um hverja nýja deilu og hneyksli. Og óvin­ir lýðræðis, sem ala á óein­ingu og þeirri von að Banda­ríkja­menn gang­ist loks við því að upp­lýst rík­is­vald virk­ar ekki leng­ur – og er jafn­vel ekki mögu­legt leng­ur – í heimi nú­tím­ans."

 Menn mega hugleiða þetta nú þegar ofvöxtur lífeyrissjóðanna er að slasa íslenskt efnahagslíf svo erfitt verður að stíga það til baka og enginn stjórnmálamaður sér leið út ú ríkissjóðsvandanum með því að sækja skattféð sem lífeyrissjóðirnir liggja með. Þegar dægurþras poppmiðlanna yfirskyggir rökræður og pólitískur slagorðavaðall smáflokkakraðaksins á Alþingi og dagleg birting innihaldslauss vaðals þessa fólks miðopnu Morgunblaðsins gerir aðeins að þyrla upp moldviðri sem dregur athygli fólksins frá aðalatriðum.

Þegar fyrsta setning í tilvitnaðri málsgrein Clintons er skoðuð út frá boðaðri einkavæðingu bankanna á stefnuskrá íslensku ríkisstjórnarinnar þá læðast að manni efasemdir um að einkavæðing íslensku bankanna sé yfirleitt möguleg, hvað þá skynsamleg,  á þessum tímapunkti með því ástandi á íslenskum fjármálamarkaði sem þar ríkir núna, þar sem ekkert er mögulegt án velvilja og tenginga við lífeyrissjóðafurstana, sem eru meira eða minna sjálfkjörnir án nokkurrar aðildar eigenda sjóðanna vegna yfirþyrmandi og sívaxandi stærðar sjóðanna. Allt í ljósi þess þegar stórfé skortir að hálfu ríkisins til hjúkrunarheimila, spítala, innviða samgöngumála, þeim mun óskiljanlegra er það hversvegna ríkið sækir ekki þá þúsund milljarða af skattfé sem það á sannarlega hjá lífeyrissjóðunum og hættir að láta þá skálka með slíkt fé um alla framtíð.

Morgunblaðið er sannarlega að sækja sig í hlutfalli við Fréttablaðið sem færði mér fátt bitastætt utan leiðara Harðar Ægissonar sem er skynsamlegur að vanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband