Leita í fréttum mbl.is

Sjálfdæmi

í launaleiðréttingum til BHM,Kennarasambandsins,Umönnunarstétta annarra en lækna,flugumferðarstjóra, flugmanna og ASÍ er leiðin út úr ógninni sem framundan er. Þessir aðilar raði sjálfir upp dóminum sem nái aðeins til taxta en einskis annars svo sem vinnuaðstæðna, sem verði bara óbreyttar til að flækja ekki málið. 

Ekkert verkfall, langt eða stutt. Ríkið segi fyrirfram hversu hátt megi fara áður en skattkerfið og gengi krónunnar verður virkjað. Þá verður ekki deilt um hverjir bera ábyrgðina ef boginn verður spenntur yfir þolmörkin og allt springur í loft upp.

Sem fyrsta útspil gæti ríkið lækkað ákvarðanir kjararáðs til æðstu stjórnenda ríkisins yfir línuna til að slá á gremjuna.

Eða viljum við keðjuverkföll þessara aðila?

Mánaðar verkfall með 20 % kauphækkun skilar reikningslegum 10 % hagnaði yfir árið . Tveggja mánaða verkfall  með sömu kauphækkun skilar engu yfir árið. Þriggja mánaða verkfall skilar mínus 10%. Keðjuverkföll eyðileggja hagkerfið með tilheyrandi afleiðingum.

Gengisstyrking upp á 10 % væri ígíldi sömu launhækkunar til allra þegna, líka aldraðra og öryrkja.Það fengist með 0 % "launaleiðréttingu" til allra stétta. 

Guðríðarnar, Þórunnarnar og Gylfarnir hafa raunverulega framtíðina í höndum sér hvað sem stjórnmálamenn skrifa fallegt í blöðin um áramótin.

Ef ekki er hægt að leysa kjaramálin af skynsemi áður en til verkfalla kemur , sem væri pólitísk launalækkun þeirra hæstu og örlítil hækkun til hinna væri sjálfdæmi hinna "vinnandi stétta" ein leiðin út úr vandanum en líklega óframkvæmanleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband