Leita í fréttum mbl.is

N4 og Sky News

eru sjónvarpsstöðvar sem ég sé.

Á N4 var einstaklega vel heppnaður kveðjuflutningur með tónlistaratriðum inn á milli. Þar heyrði ég meðal annars Gissur Pál syngja Ó helga nótt. Mér fannst þetta svo vel gert að ég tel að varla verði gert betur. Fleiri listamenn komu þarna fram og voru frábærir.

Svo dett ég áðan inn á Sky News sem sýnir hörmungar sýslenskra barna. Brennd og bækluð eftir styrjöldina þurfa þau að horfast í augu við óvissa framtíð. Þau eiga sér vonir um betra líf og skólagöngu. En hvernig það fer veit maður ekki. En sjónvarpsstöðin hvetur fólk til að láta eitthvað af hendi rakna til hjálpar. Ekki gera trúbræðurnir í Sádí Arabiu það svo mikið er víst heldur nota sitt fé til að meiða og drepa fleiri börn í Jemen.

Skelfilegt er hversu bófaflokkar heimsins geta farið fram og velt afleiðingunum yfir á aðra. Hörmungarnar eru allstaðar og skelfilegar. Og svo getur lífið í listinni verið eins fagurt og það birtist á N4. Lífið er eiginlega óskiljanlega flókið, fagurt og skelfilegt,  eins og það birtist á N4 og Sky News.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband