Leita í fréttum mbl.is

Öfugur endi

er það sem Moggi segir frá í dag um fyrirætlanir Landhelgisgæslunnar:

"Land­helg­is­gæsl­an hef­ur til skoðunar að leigja þyrluna TF-SYN í verk­efni er­lend­is í að minnsta kosti tvo mánuði á þessu ári.

Með þessu hyggst Gæsl­an loka gati sem myndaðist við lækk­un fjár­heim­ilda í fyrra, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um fjár­hag Gæsl­unn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Sam­kvæmt fjár­auka­lög­um sem Alþingi samþykkti und­ir lok nýliðins árs voru fram­lög til Land­helg­is­gæsl­unn­ar lækkuð um 61,4 millj­ón­ir fyr­ir árið 2017 vegna breyttra geng­is­for­sendna. Og sam­kvæmt fjár­lög­um árs­ins 2018 lækka fram­lög til rekstr­ar LHG um 20,2 millj­ón­ir króna á milli ára."

 

Jafnframt er sagt að auka eigi útgerð varðskipanna sem mér sýnist þjóna aðallega einkaútgerðinni. En þyrlan er líftrygging ferðamanna og landsmanna þegar slys bera að höndum svo sem nýlegt dæmi sannar. Má ekki frekar leigja varðskipin til útlanda?

Er þetta hægt frú Katrín? Er þetta ekki öfugur endi?

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir lestur hér að ofan, Sýnir þetta þá ekki að misskiptingu auðæfa landsins þegar landið er orðið  illa sjálfbært.  Sýnir þetta ekki að búið er að eyðileggja  rekstrargrunn landsins.  Arður sem auðlindir landsins gefa af sér fer til gróðaafla, fárra fjöldskyldna. Í dag er ekki hægt að reka Landhelgisgæsluns vegna fjárskorts.  Það er ekki hægt að reka löggæsluna vegna fjárskorts.Það er ekki hægt að viðhalda vegakerfinu vegna frárskorts.  Heilbrigðiskerfi á landsbyggðinni er í lamasessi, og fleyra mætti telja.

Stjórn fjórflokksins og fyrst og fremst Sjálfstæðis og Framsóknarflokks hafa stuðlað að því að svona er komið fyrir landinu. Þessir flokkar hafa búið þetta ástand til sem nú er að sliga Ísland og gera það ósjálfsbært.  Ídag er tæpast  hægt að halda uppi lágmarks grunnþjónustu.

Áður þegar gjaldeyristekjur landsmanna voru aðeins frá sjávarútvegi var Ísland vel sjálfbært.  Hægt var að byggja og reka varðskip og flugvélar.  Hægt var að halda uppi eðlilegri löggæslu.  Vegir voru lagðir byggðar brýr.  Heilsugæsla og sjúkrahús voru byggð, nánast allt umhverfis landið.

  Grunnþjónusta var  í eðllegu ástandi. Þetta var allt hægt að gera áður en gróðaöflin yfirtóku auðlindir landsins.

Hvað segja gróðaöflin sem hafa í dag yfirráð yfir auðlindum landsins.  "Þetta var hræðilegur tími, endalausar gengifellingar".

Þrátt fyrir gengisfellingar var ágætis ástand á íslandi. 

Ídag stýrir Steingrímur Sigfússon og Svavar Gestsson Íslandi.  Bjarni Ben. er vafinn í vafninga getulaus.  Framsókn galopinn og er að skoða, en kommaKata fær að sitja í forsæti.  Svona er illa komið fyrir Íslandi í dag.

 

r

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 6.1.2018 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 3418288

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband