4.4.2018 | 16:04
Ísland og EES
er mál sem hver íslendingur verður að taka afstöðu til.
Margir hafa talað um það að Alþingi Íslendinga sem hefur síðasta orðið varðandi upptöku ákvæða vegna samningsins hafi ekki staðið sig sem skyldi og samþykkt atriði sem engin nauðsyn bar til vegna sérstöðu Íslands. Má nefna uppskiptingu raforkumarkaðsins þar sem Orkusalan var þá klofin út úr RARIK sem einungis kallaði á meiri útgjöld heimilanna í landinu með margföldun skriffinsku og flotterís.
Óli Björn skrifar merka grein í Morgunblaðið í dag um þessi mál. Menn verða að átta sig á grunnatriðum ACER, sem er orkunýtingarstefna Evrópusambandsins. Með innleiðingu ákvæðanna yrðum við Íslendingar valdalausir og viljalausir nýtingaraðilar orkulinda Íslands eftir að Sambandið tekur yfirstjórn orkumála Íslands að sér.
Grein Óla Björns er svohljóðandi:
"Þegar um svona mál er að ræða á Alþingi síðasta orðið. Það er sá fyrirvari sem menn gera í Evrópusamvinnunni, að þeir hafa ekki að stjórnskipunarlögum heimild til að skuldbinda Ísland við samningaborðið úti í Brussel án aðkomu Alþingis.Það er nú aðalatriðið varðandi fyrirvarana.
Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, þegar hann svaraði 22. mars sl. óundirbúinni fyrirspurn um þriðju orkutilskipun Evrópusambandsins.
Tilefnið var samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem segir:
Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.
Ummæli sem norskir fjölmiðlar höfðu eftir þeim er hér heldur um penna að loknum landsfundi urðu ekki til að róa þá sem leita lausna á öllum verkefnum okkar Íslendinga úti í Brussel.
Ég benti á hið augljósa:
Á Alþingi og ekki síst innan stjórnarflokkanna þriggja séu vaxandi efasemdir um orkutilskipunina.
Orkumál á Íslandi og innri markaður
Í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins, nokkrum dögum síðar, spurði ég einfaldrar spurningar: Af hverju þurfa orkumál á Ísland að vera hluti af einhverjum innri markaðsmálum Evrópusambandsins? Það er ekkert sem segir það með svipuðum hætti að það á örugglega við um fjármálamarkaðinn.
Spurningin er eðlileg og í takt við efasemdir formanns Sjálfstæðisflokksins um fyrirkomulag orkumála á EESsvæðinu.
Veltum því fyrir okkur hvað við höfum með það að gera á innri markaði Evrópu að vera að ræða raforkumál sem eru í einangruðu mengi á Íslandi úti í Brussel, sagði Bjarni Benediktsson þegar hann svaraði áðurnefndri fyrirspurn.
Hann velti því fyrir sér hvað Íslendingar hefðu með það að gera að vera að ræða við önnur ríki Evrópusambandsins raforkumál af eyjunni Íslandi: Er það mál sem varðar innri markaðinn með beinum hætti, þegar engin er tengingin? Eða treystum við okkur til þess að skipa endanlega þeim málum sem varða íslenskan raforkumarkað til lykta á okkar forsendum eins og Alþingi kýs?
Þetta er kjarni málsins og spurningar formanns Sjálfstæðisflokksins eru mjög verðugar mikillar umræðu hér í þinginu, eins og hann komst að orði.
Í viðtali við Ríkisútvarpið hélt ég því fram að það væri fullkomlega eðlilegt og það væri ábyrgðarlaust af okkur sem þingmönnum að taka ekki umræðuna, annars vegar þriðju tilskipunina um orkumál en líka að ræða það hvort hagsmunum okkar er betur borgið utan hins sameiginlega orkumarkaðar eða innan.
Hæpin fullyrðing í besta falli
Í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins í síðustu viku er fullyrt að þriðja orkutilskipun Evrópusambandsins hafi lítil áhrif hér á landi mikilsverðir orkuhagsmunir séu ekki í húfi. Vitnað er í svör utanríkisráðuneytisins þessu til stuðnings.
Hér er ekki rúm til að draga fram hversu hæpin (í besta falli) fullyrðingin er. Skipulag orkumála skiptir okkur Íslendinga miklu, hefur veruleg áhrif á samkeppnishæfni atvinnulífsins og bein áhrif á lífskjör almennings. Verði af lagningu sæstrengs líkt og margir vonast til mun íslenski orkumarkaðurinn falla undir valdsvið ACER (Agency for the Cooperation of Energy Regulators), eftirlitsstofnunar Evrópusambandsins.
ACER fær meðal annars vald til að úrskurða í ágreiningsmálum. (Sæstrengur milli Íslands og Bretlands er á lista Evrópusambandsins yfir mikilvæg innviðaverkefni í orkumálum.)
Hrein orka er ein dýrmætasta auðlind okkar Íslendinga. Raforkuvinnsla á íbúa er hvergi meiri en hér á landi og yfir helmingi meiri en í Noregi. Í skýrslu ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um raforkumál, sem lögð var fram í mars, koma þessar upplýsingar fram. Kanada og Finnland eru í þriðja og fjórða sæti, langt á eftir okkur Íslendingum.
Að fullyrða að skipulag orkumála, hvernig og hvort við aðlögum íslenskt regluverk að orkutilskipunum Evrópusambandsins, hafi ekki mikil áhrif hér á landi, er í besta falli sérkennilegt og í versta falli hættulegt.
Ófyrirséðar afleiðingar?
Innan skamms verður Alþingi að taka afstöðu til þess hvort falla eigi frá stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðju orkutilskipunarinnar.
Stilli Alþingi sér á móti pakkanum gæti það þó haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir EES-samstarfið, að sögn utanríkisráðuneytisins, segir Viðskiptablaðið.
Samkvæmt EES-samningnum er stjórnskipulegur fyrirvari gagnvart ákvörðunum sameiginlegu EES nefndarinnar þegar lagabreytingar eru nauðsynlegar. Fyrirvarinn þýðir að þjóðþing EFTA-ríkjanna þurfa að samþykkja tilskipanir aflétta stjórnskipulegum fyrirvörum.
Ef rétt er að það hafi ófyrirséðar afleiðingar ef Alþingi aflétti ekki fyrirvara gagnvart tilskipunum Evrópusambandsins (í þessu tilfelli vegna þriðju orkutilskipunarinnar) þýðir það í raun að stjórnskipulegur fyrirvari er merkingarlaus.
Þjóðþing EFTA ríkjanna eru áhrifalaus neydd til að skrifa undir tilskipanir því annað hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar á EES-samninginn.
Þannig er ákvæði 103 gr. EES-samningsins dauður bókstafur. Þessi túlkun á ákvæðum samnings EFTA og ESB getur varla verið rétt enda um leið verið að halda því fram að þjóðþing Noregs, Liechtenstein og Íslands séu aðeins viljalaus verkfæri sem neydd eru til að fara eftir forskrift embættismanna.
Sem þingmaður get ég aldrei tekið undir slíkan skilning á eðli EES-samningsins.
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur bent á að í raun hafi aldrei tekist að hrinda nægilega vel í framkvæmd sjálfstæðri stefnu í samskiptum við ESB á grundvelli EES-samningsins.Í dagbókarfærslu í febrúar hélt Björn því fram að verði viðurkennt meira svigrúm til að hafna innleiðingu ESB-reglna fellur það að helstu gagnrýninni á EES fyrirkomulagið eins og það er nú þetta svigrúm er þó einskis virði sé aldrei gerð tilraun til að nýta það og henni fylgt eftir á skipulegan hátt.
Þegar Alþingi fær það verkefni að fjalla um þriðju orkutilskipunina verða þingmenn að vega og meta hagsmuni Íslands. Þeir verða að svara þeirri spurningu hvernig hagsmunir lands og þjóðar séu best tryggðir.
Þjónar það hagsmunum okkar að samþykkja þriðju tilskipunina?"
Sérhver kjósandi verður að fylgjast vel með afgreiðslu málsins á Alþingi.
Það snýst um fullveldi Íslands.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.