Leita í fréttum mbl.is

Vont ástand vega

blasir víða við.

Ég var að koma að austan til Kópavogs. Illa líst mér á malbikið víða á þeirri leið. eitthvað mun kosta að gera þetta almennilegt. Ég tala nú ekki um að tvöfalda veginn og útrýma banaslysunum sem verða af framan á ákeyrslum.

Við getum aldrei ráðið við þetta nema með veggjöldum. Við þurfum að taka stórlán í útlöndum og framkvæma þetta strax með útlendum verktökum til að byggja ekki upp innanlandsspennu alveg eins og þegar við byggðum Búrfell og Kárahnjúka. Veggjöldin naga þetta niður eins og Hvalfjarðargöngin sem við þurfum að tvöfalda núna alveg á sama hátt.

Það er alveg nóg til af peningum í heiminum sem við getum tekið í þjónustu okkar. Það er óþarfi að vera með vandræðagang út af tímabundinni skuldaaukningu ríkisins frekar en við Búrfell í þá daga. 

Gerum eitthvað verklegt í vondu ástandi vega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Hvers vegna ekki, Halldór, að sækja peninga í þetta  til lífeyrissjóðanna. Í þá flæðir svo mikið af peningum að þeir vita ekkert hvernig þeir eiga að koma þeim fyrir. Fjárfesta í allskonar fyrirtækjum sem mörg hver skila engri afkomu eða fara jafnvel lóðbeint á hausinn. Þetta er bara lottó hjá þeim og mjög óheilbrigt hvað sjóðirnir eru orðnir fyrirferðarmiklir í atvinnulífinu. Það ætti að vera nokkuð örugg fjárfesting að lána ríkinu til vegerðar og hagstætt fyrir alla. Svo á ríkissjóður líklega allt að þúsund milljörðum í frestuðum skattagreiðslum hjá sjóðunum. Með hverju tapi sjóðanna er ríkissjóður líka að tapa þessum sköttum. Um það er alger þögn. Kannski ætti að skoða að fara smátt og smátt að sækja þessa peninga og nota í vegakerfið og fleiri lífsnauðsynleg verkefni. 

Þórir Kjartansson, 15.4.2018 kl. 18:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

É held að þeir sætti segi ekki við alþjóðlega vexti

Halldór Jónsson, 15.4.2018 kl. 19:33

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að lífeyrissjóðir sætti sig ekki við alÞjóðlega vexti. 3.5 % plús verðtrygging þekkist hvergi annarsstaðar

Halldór Jónsson, 15.4.2018 kl. 19:34

4 identicon

  " Við getum aldrei ráðið við þetta nema með veggjöldum " segja aðdáendur Skattmanns.

  Því miður eru finnanlegir aðilar sem stöðugt eru að biðja um enn nýja skattlagningu á bifreiðaeigendur. Vegskatta.  Þeir sem eru að biðja um vegskatta vilja stækka "Báknið". Í dag eru ekki margir sem segja  " Báknið burt" Nú þegar er inn heimt af bifreiðaeigendum yfir 40  miljaraðar í sköttum og gjöldum, en aðeins er notað helmingur af því fjármagni til viðhalds vega.       Skattheimtumenn innheimta yfir 20 miljarða af skattfénu til að auka "Báknið"

Þeir sem eru komnir til vits og ára eins og sagt er, muna  þá tíma þegar stöðugt var verið að leggja vegi, byggja brýr, leggja á slitlag á þjóðvegina nánast um allt Ísland. Á Íslandi nú ríkir einkavinarvæðing sem leiðir af sér spillingu og stoðkerfi samfélagsins að hrynja. Vegakerfi, skólakerfi, löggæslan heilsugæsla landsins.  Hvaða stoðir landsins eru ekki að hruni komnar ?

Eðvarð L. Árnason (IP-tala skráð) 15.4.2018 kl. 21:06

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hinn venjulegi lífeyrisþegi sem skrimtir varla af strípuðum greiðslum má hlusta á sífelldan söng um að það eigi að nota sjóðina, sem búið er að borga í, í nánast allt annað en að borga eigendum lífeyri. 

Ómar Ragnarsson, 16.4.2018 kl. 00:10

6 identicon

Einn af stóru tekjuliðum ríkissjóðs eru skattar á bifreiðaeigendur. Einn af stóru útgjaldaliðum ríkissjóðs eru bótagreiðslur til aldraðra. Lækkum útgjöldin og tekjurnar duga vel fyrir öllum lagfæringum á vegakerfinu. Óþarfi að taka lán eða auka skattlagningu þegar lausnin blasir við.

Forgangsröðum fyrir framtíðina en ekki fortíðina. Hlustum ekki á elliæra bótaþega sem kvarta yfir að fá ekki bestu flugsæti í Flórídaferð og heimta bara aukna skatta á vinnandi fólk sem ekki hefur efni á Flórídaferðum.

Gústi (IP-tala skráð) 16.4.2018 kl. 01:09

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ekki réttast að afnema sem flesta opinbera framfærslustyrki, bæði fyrir aldraða og langveika og svo til dópista á uppdiktaðri örorku? Eða láta sjúklinga borga meira svo framfærsluliðið geti fengið meira?

Eðvarð, þú ert að misskilja þetta með veggjöldin. Við erum að tala um að byggja næytt og borga það niður með veggjöldum í stað þess aðbyggja það alls ekki. Sem dæmi eru Hvalfjarðargöngin. hefðu þau ekki verið byggð og borguð værum við enn að stoppa í Botnsskála.

Af hvrju á 17 ára unglingur að fá frítt í göngin af því að ég og þú erum búnir að borga þau núna?

Halldór Jónsson, 18.4.2018 kl. 10:24

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Ómar, það er legíó sem Lífeyrissjóðirnir eiga að gera að dómi margra spekinga þannig að það er skiljanlegt að þeir verði stöðugt að niðurreikna lífeyrinn okkar ellivesalinganna.Töpuðu þeir ekki þúsund milljörðum í útlöndum þegar " hér varð hrun"  eins og einhver sagð. Nú ríður lífið á að flytja inngreiðslurnar úr landi segja þeir. 

Halldór Jónsson, 18.4.2018 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband