Leita í fréttum mbl.is

Óuppdreginn Pírati

er Halldóra Mogensen.

Svo segir bloggkóngur Íslands Páll Vilhjálmsson:

"Það er ekki í lagi að gera fjölskylduharmleik að pólitískum leðjuslag. Það er ekki í lagi einkalíf fólks fari í beina útsendingu frá alþingi. Það er ekki í lagi að þingmenn gaspri um viðkvæm trúnaðarmál í fjölmiðlum.

Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar er í valdastöðu. Hún misnotar opinbert vald til að klekkja á pólitískum andstæðingum. Misnotkunin felst í því að Halldóra notar aðgengi sitt að persónulegum málefnum hjóna í illvígri forræðisdeilu til að ata embættismenn auri og krefjast afsagnar ráðherra.

Halldóra og þingflokkur Pírata eiga sér engar málsbætur fyrir kaldrifjaða og miskunnarlausa aðför að einkalífi fólks í því skyni að ná fram pólitískum ávinningi.

Hvort segir Halldóra af sér þingmennsku fyrir eða eftir hádegi? "

Ég hef verið að hlusta á fundinn í nefndinni. Dónaskapur og mannasiðaleysi formannsins Halldóru Mogensen var hinsvegar algert í inngangi þar sem hún gargaði ítrekað fram í prúðan málflutning ráðherrans Ásmundar Einars. Aðrir fundarmenn stóðu sig all-vel og voru málefnalegir andstætt við formanninn.

Þetta mál er sérstætt að því leyti að það byggist að verulegu leyti á ósönnuðum ásökunum og dylgjum um kunningsskap sem ekki er fyrir hendi. Staðreyndavillur  hafa verið notaðar af Pírötum til að magna upp ófrið í viðkvæmu máli sem er hreint ekki boðlegt. Ráðherrann kom hinsvegar vel frá sinu máli sem hann skýrði á prúðmannlegan hátt.

Halldór Mogensen gæti virst sækja sér fyrirmynd í óamerísku nefndina hans Joseph McCarthy sáluga og þá viðburði sem hann stóð fyrir á sinni tíð.

Útkoman var óuppdregin sýning Pírata sem hefur ekki  hæfileika né siðfágun til að stýra þingnefnd Alþingis og skilaði akkúrat ekki neinu að mínu viti nema því að Ásmundur Einar er greinilega ærlegur og trúverðugur maður. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Nú er aldeilis gósentíð fyrir populistana á Alþingi, þar skartar hver silkihúfan upp af annari.

Hrossabrestur, 30.4.2018 kl. 18:31

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Viltu ekki gefa okkur vefslóð á þennan málflutning í velferðarnefndinni, Halldór, svo að hver geti dæmt um hann fyrir sjálfan sig?

Jón Valur Jensson, 30.4.2018 kl. 23:52

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nafna þín er mæt og fín í mestum sínum

Guðsgjöfum sem gefast, Dóri.

Gjarnan láttu af þessu klóri.

Jón Valur Jensson, 1.5.2018 kl. 06:49

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hún afsannar það sem ljótt er sagt um ljóskur.

Andlegt fjörið augljóst þar

eins og hinar gjafirnar.

Sjálfur geturðu heitið harla þrjózkur,

nuddar við það sem ekkert er,

engin skömm þar, sýnist mér.

Jón Valur Jensson, 1.5.2018 kl. 07:16

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Valur

ég rambaði á þetta fljótt á Althingi.is

http://www.althingi.is/altext/upptokur/nefndafundur/?faerslunr=57

Það er tímasóun að hluta á þetta allt, það er eiginlega nóg að hlutsa á gargið í "frú MacCarthy" í innganginum.

Halldór Jónsson, 1.5.2018 kl. 09:25

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki varð ég var við neitt "garg" í formanni nefndarinnar í inngangi hennar, Halldór, en heyrn manna er jú misjöfn. Minnir þetta kannski (með hliðsjón af ólíku Moggabloggi Sæmundar Bjarnasonar um málið) á lýsingu blindu mannanna þriggja, sem fengu að snerta á fíl, á mismunandi líkamspörtum hans, og áttu að upplýsa um það, hvaða fyrirbæri þetta væri, og komust að mjög svo ólíkum niðurstöðum. En ég þarf kannski að panta tíma hjá eyrnalækni.

Jón Valur Jensson, 1.5.2018 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband