Leita í fréttum mbl.is

Robotic Parking

er það hugsanlega sem vantar við Hringbraut og Háskólasjúkrahúsið til þess að bægja burt fyrirsjáanlegum umferðarvanda?

Parksmart 2314  Myndin hér til hliðar er frá Kuwait. Þar hefur Robotic Parking reist þessa fallegu byggingu. Hún hýsir 2314 bíla. Það tekur 177 sekúndur að sækja bíl og  hún afgreiðir 425 bíla á klukkustund.Það eru 12  afgreiðslustaðir alls. 

Byggingin uppfyllir eldvarnarstaðla NFPA 88A. 

Grunnflötur fótspors er 100 m x 51 m eða 5000 m2. Hæðir eru 11 og heildarhæð byggingar er 35 m.

Þessi bygging er úr steinsteypu með Robotic Parking System ofan á gólfunum. Þessi lausn leggur 3.5 sinnum fleiri bílum á fermetra en venjuleg bílastæðabygging.

Byggingin getur verið sjálfbær með stæðagjöldum.En auðvitað  er þetta dýrt, kannski mörg hundruð krónur á klukkustund. Hleðslustöð fyrir rafbíla getur fylgt hverju stæði.

Ég hef reynt að vekja athygli byggingarstjórnar nýja Landspítalans á þessari lausn en ekki fengið neinar undirtektir enda ekki tengdur málinu. Og kannski er þetta of dýrt í byrjun. 

Til viðbótar virðist yfirleitt vera álitið að nægt land sé allsstaðar undir bílastæði. En 2314 bílastæði taka aðeins eina 51.000  m2,  af landi í í stað tíunda hluta af fótspori byggingarinnar. En tíminn sem það tekur að finna bílastæðið á fletinum  og ganga til og frá hvernig sem viðrar ætti líka að skipta máli í þessu sambandi. Kannski 200 metrar í slagveðri gætu glatt einhvern? 

Robotic parking 2314

Það er auðvitað gott til þess að vita að við Íslendingar skulum vera svo landríkir við Hringbraut að 5 ha. af Vatnsmýrarlandi skipti ekki máli. 

En skaðar virkilega nokkuð að kanna svona mál.

Mr. Royce Monteverdi er stofnandi Robotic Parking Systems sem hefur aðsetur í Clearwater í Florda. Af honum þekki ég ekki haus né sporð nema að hann er úr sama skóla í Stuttgart og ég. Hann hefur langa sögu að baki í hönnun og byggingu slíkra húsa og kerfa og hefur mörg einkaleyfi í því sambandi. Kannski að bygginganefndin ætti að hafa samband við hann og heyra hvað hann leggur til varðandi umferðarmálin við Hringbraut?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Halldór minn kæri.

Reykjavík er smábær. Það er nóg að fjarlægja bara nokkra öfga-vinstrimenn frá völdum úr borginni strax. Og það besta er, að það kostar engan neitt.

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 22.5.2018 kl. 18:55

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ráð undir rifi hverju hjá þessum herramönnum. Þótt báðar tillögurnar séu góðar líkar mér betur við þá síðari.

Ragnhildur Kolka, 22.5.2018 kl. 20:48

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er verið að byggja þarna hvað sem Sigmundur Davíð segir og aðrir. Ef svona hús væri þarna myndu allir starfsmenn buna þarna inn og út án þess að teppa neitt eða vesenast í að leita að bílastæðum. Ég þekki það alveg að eiga erindi á Lansann og kem á bíl hvernig sem viðrar. Það er ekkert auðvelt.

Auðvitað skil ég hvað Kolka er að fara. En það er ekki að gerast heldur ef marka má skoðanakannanir

Halldór Jónsson, 23.5.2018 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband