8.6.2018 | 11:01
Popúlistar
eru þeir innantómu Plattenslagerar kallaðir sem eins og Pírataþingmenn bjóðast til að frelsa lýðinn og gera Fróðafrið með gullhringjum á Gnitaheiði frjálsa fyrir alla, bara ef fólk er svo vitlaust að kjósa þá út á andlitið, án þess að skoða hvaða möguleika þessi lýður hefur til efnda.
Það er nefnilega ekki ætlast til þess að stjórnmálamenn efni nokkurn skapaðan hlut af því sem þeir eru að fimbulfamba um á Íslandi eins og Inga Sæland að útrýma skuli fátækt á Íslandi. Fólk gín við flugum án þess að rukka um efndir loforða.
Nema ef stjórnmálamaður heitir Donald Trump úti í löndum. Þá verða menn krossbit ef hann ætlar að standa við það sem hann lofaði.
Á íslandi veður uppi alsskyns lýður sem heimtar að Lífeyrissjóðir komi að hinum og þessum delluhugmyndum sínum.
Vilhjálmur Bjarnason , Villi Bjarna, tekur þetta mál fyrir í Morgunblaðinu í dag. Hann segir:
"Það er ávallt áleitin spurning hve lítið er hægt að komast af með til að lifa. Þarfir manna eru misjafnar þannig að til eru þeir sem varðar ekkert um neyslusamfélagið og geta lifað á skyri og harðfiski einu saman. Samt er það svo að það sem kallast einingar tengdar almannahagsmunum er ekki mjólkurbú og harðfiskhjallar. Einingar tengdar almannahagsmunum eru fyrst og fremst fyrirtæki sem tengjast fjármálum. Kerfislega mikilvægir bankar, lífeyrissjóðir og tryggingafélög tengjast öll almannahagsmunum.
Fjármál og almannahagsmunir
Hagsmunir almennings að þessu leyti eru þeir að almenningur hefur falið þessum einingum að takast á við framtíðarskuldbindingar sínar. Þetta er augljósast með lífeyrissjóði því lífeyrissjóðir hafa það hlutverk að tryggja fjármögnun einstaklinga eftir að starfsaldri lýkur.
Þannig er lífeyriseign einstaklings oftar en ekki hans einasta fjárhagslega eign eftir að starfsaldri lýkur, því ekki snæða einstaklingar fasteignina sem þeir búa í á lífstíma sínum.
Þegar lýðskrumarar vilja ráðskast með eignir lífeyrissjóða, þá er verið að ráðskast með fjöregg framtíðar þeirra sem eldri eru. Lífeyrissjóðir hafa aðeins eina skyldu; hún er að tryggja lífeyri hinna lífeyristryggðu. Lífeyrissjóðir hafa ekki skyldu til að standa undir hagvexti framtíðar, eins og komið hefur fram í skrumskælingu lýðskrumara. Lífeyrisþegar greiða til baka fyrir þjónustu sem þeir þurfa á að halda með skattgreiðslum þegar lífeyristaka hefst. Það er nokkuð víst að einstaklingar geta orðið fyrir tjóni.
Til að takmarka tjón sitt semja einstaklingar við vátryggingafélög um að bæta tjón gegn ákveðnu gjaldi. Það gjald byggist á áhættu og tjónareynslu. Þá fyrst var hægt að reka iðnaðarsamfélag á Íslandi þegar Brunabótafélagið og Sjóvátryggingafélagið voru stofnuð á öðrum áratug síðustu aldar.
Brunatrygging fasteigna dregur úr áhættu lánveitanda í fasteignalánum. Svo er einnig um vátryggingar skipa. Báta- ábyrgðafélögin og annars konar samábyrgð var í raun of mikil áhætta fyrir samlagsaðila. En hvað á svo til bragðs að taka ef sú staða kemur upp að einstök fyrirtæki á fjármálamörkuðum verða of stór til að falla? Á almenningur að bjarga þeim?
Eða á að vernda almenning fyrir falli þeirra eins og gert var með neyðarlögum í kjölfar hruns íslensku bankanna? Lítum á nokkur fleiri dæmi.
Veitur og almannahagsmunir
Aðrar einingar sem geta haft veruleg áhrif á líf almennings og valdið truflunum ef bilun eða skerðing á starfsgetu kemur upp. Þá er meðal annars átt við veitufyrirtæki fyrir heitt og kalt vatn, og rafmagn. Frárennsli fellur einnig þar undir því enginn vill ganga í opnu frárennsli frá íbúðabyggð eða iðnaðarsvæði.
Ef truflun verður á raforkuframleiðslu leggst atvinnulíf í dvala fyrir utan þau óþægindi, sem verða á heimilislífi. Þegar atvinnulíf leggst í dvala geta heimili ekki greitt fyrir neyslu sína og aðrar skuldbindingar.
Þó var það svo að það er aðeins ein öld frá því rafmagn varð almenningseign og almenningur varð háður þessu náttúrufyrirbirgði, sem náðist að beisla til nota, en var þá ekki aðeins ógn eins og rafmagnið í eldingunni.
Þessar einingar tengdar almannahagsmunum voru í verulegri hættu í fjármálahruni fyrir áratug. Ekki vegna þess að hinir tæknilegu þættir voru í hættu. Hættan var sú að greiðslufall yrði á einhverjum lánum þessara fyrirtækja en það hefði getað leitt til uppsagnar annarra lánasamninga. Samningskjör í lánasamningum Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur voru auðlind, sem nauðsyn bar til að vernda. Þess vegna eru orkufyrirtæki einingar tengdar almannahagsmunum.
Samgöngur og almannahagsmunir
Samfélag tuttugustu og fyrstu aldar er háð samgöngum. Herstjórn er reyndar birgðaflutningar og fólksflutningar. Orrustan er tæknileg útfærsla.
Aukin alþjóðaviðskipti krefjast skilvirkra samgangna. Skilvirkar samgöngur leiða af sér nokkrar atvinnugreinar sem til samans heita ferða- þjónusta. Sá maður sem kemur aftur er annar maður en sá sem fór. Svo er einnig um landið sem ferðast er til. Það land er annað en áður en ferðalangurinn kom.
Erfiðleikar eins fyrirtækis í ferðaþjónustu geta leitt til keðjuverkunar í öðrum þáttum ferðaþjónustu. Þá er staðan ekki ósvipuð og sú staða sem kemur upp þegar rafmagnsbilun hefur í för með sér truflun á lífi manns.
Hvenær verður þátttaka ríkis í uppbyggingu innviða áhættusöm? Er Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík of áhættusöm fyrir íslenska ríkið, sem er þó ekki í eigendaábyrgð fyrir lánum fyrirtækisins?
Tekið skal fram að íslenska ríkið hefur sennilega aldrei lagt neitt fram til uppbyggingar flugstöðvar í Keflavík. Getur eitt flugfélag orðið of stórt til að þjóðríki verði að bjarga því? Áhætta þjóðríkisins er fólgin í röskun á störfum á vinnumarkaði.
Áhætta farþega er fólgin í því að fá ekki þá þjónustu sem greitt var fyrir en á eftir að veita. Áhætta fjármálafyrirtækis er sú að missa af leigutekjum vegna flugvélaleigu eða á að hafa innt af hendi greiðslur vegna greiðslukorta fyrir þjónustu sem ekki var búið að veita en á eftir að veita.
Það eru nýlegt dæmi um að greiðslukortafyrirtæki hafi í raun þurrkast út vegna viðskipta við flugfélag.
Eftirlit og skyldur í þágu almannahagsmuna
Það er eðlilegt að einingar tengdar almannahagsmunum séu háðar eftirliti ef þær geta verið skaðlegar þegar þær fara út af spori og úr böndum. Dæmin hér að framan sýna að hrakfarir fjármálafyrirtækja geta að líkindum haft meiri bein og óbein áhrif á þjóðfélagið en hrakfarir ýmissa annarra eininga þótt tengdar séu almannahagsmunum. Eftirlitskostnaður er hluti af rekstri slíkra fyrirtækja og þau eiga að bera þann kostnað.
Ekki má gleyma samkeppniseftirliti. Flest þessara fyrirtækja búa við náttúrulega einokun. Almenningur þarfnast sérstakrar verndar vegna þeirrar einokunar. Þeir sem eftirlitið rækja þurfa að vera til þess bærir og til þess hæfir. Það brást í eftirliti með fjármálastofnunum.
Opinberir eftirlitsaðilar, stjórnir, stjórnendur og endurskoðendur fjármálafyrirtækja brugðust, vitandi um hlutverk sitt.
Í skrifum mínum að undanförnu hef ég lagt mikla áherslu á hlutverk og upplýsingagjöf stjórna og endurskoðenda. Í raun varðar mig ekkert um það hvernig mjólkurbúi, sem framleiðir skyr, eða húsgagnaframleiðanda reiðir af. Bóndann kann að varða það hvernig afurðastöðvum reiðir af.
Svo er og um harðfiskframleiðandann. Það verður alltaf annar til sem framleiðir ætan harðfisk. Það á aldrei að bregðast trúnaði með þjónkun við þrjóta. Enginn orðaði þetta betur en góða frúin, hún sagði: Hvers vegna vill maður endilega halda framhjá með einhverju bölvuðu kvikindi þó að maðurinn manns sé bæði glæsimenni og hetja?
Hvernig væri að reyna að skilja hvert Villi er að fara?
Lífeyrissjóðir eru til að tryggja þeim tekjur við starfslok sem enga aðra fyrirhyggju sýndu í sínu lífi heldur en að éta eða drekka eða þá komu sér í aðstæður sem bönnuðu þeim allar bjargir úr fátækt, kröm eða kvöl.
Því miður er svo um allt of marga sem trúa lygaþvælu stjórnmálamanna sem bjóða fyrir kosningar að búa öldruðum mannsæmandi kjör.
Allt saman kosningalygi sem þeim sömu hefur aldrei dottið í huga að reyna að uppfylla enda auðvelt að sleppa frá lygum á Íslandi þar sem maður heitir ekki Donald Trump sem gerir það sem hann segist ætla að gera.
Hvenær skyldu gamlingjar hætta að vera þau fífl að halda að þetta loforðalið meini eitthvað með þessum frösum sínum um eldri borgara sem þeir elski svo heitt?
Þeim er nefnilega skítsama um allt nema eigin endaþarm, endurkjör og góð laun fyrir þægilega innivinnu eins og Jón Gnarr sagði okkur svo einlæglega frá sinni einu pólitísku hugsjón.
Ef vantar félagslega aðkomu að einhverjum gæluverkefnum þá verður að stofna nýja sjóði um það með nýjum tekjustofnum. Lífeyrissjóðirnir hafa bara eitt hlutverk eins og Villi bendir á.
Pópúlistar á Íslandi virðast komast upp með næstum hvað sem er mótsett við Donald Trump.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.