Leita í fréttum mbl.is

Leiðari Fréttablaðsins

er byggður á misskilningi sem Páll Vilhjálmsson greinir á bloggi sínu:

"Sú hefð að aðskilja foreldra og börn ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum hófst fyrir forsetatíð Trump. Hugsunin að baki var að börn ættu ekki heima í varðhaldi líkt og fullorðnir. Á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum er þessu fyrirkomulagi líkt við fangabúðir nasista. Hugrenningatengslin eru þau að Trump sé nýr Hitler.

Þegar ýkjur og stríðsyfirlýsingar af þessu tagi eru daglegur fréttamatur er hætt við að fólk fái sérkennilegar hugmyndir, t.d. að Hitler hafi ekki verið annað en miður geðþekkur stjórnmálamaður og Auschwitz tiltölulega saklaust varðhald.

Umræða á þessum nótum þjónar þeim eina tilgangi að lýsa hneykslun (reiði, andstyggð) en stóryrðin og samlíkingarnar er svo yfirgengilegar að fólk nennir ekki að hneykslast, reiðast eða fyllast andstyggð. Fólk afgreiðir umræðuna sem merkingarlausan hávaða."

Sjálfur segir Trump:

"„Ég vil ekki taka börn af for­eldr­um sín­um. Þegar þú sæk­ir for­eldra til saka fyr­ir að koma ólög­lega til lands­ins, sem á að gera, þá verður þú að taka börn­in af þeim.“ Með þess­um orðum ver Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti afar um­deilda stefnu sína í inn­flytj­enda­mál­um.

Hugsunin er þveröfug við það sem Fréttablaðið greinir. Hún er að vernda börnin. Hin leiðin er að að galopna landamærin sem er hvergi það sem stefnt er að í innflytjendamálum. Hugsanlega skrifar Fréttablaðið leiðara um nauðsyn þessa?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú er illt í efni. Trump virðist, samkvæmt nýjustu fréttum, ætla að hætta við að vernda börnin með þvi að skilja þau frá foreldrum sínum og ganga í staðin í lið með Melanie, forráðamönnum annarra ríkja, meðal annars utarnríkisráðherra Íslands og talsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem hafa talið aðgerðir Kanannanna ómannúðlegar og brot á sáttmálum um barnavernd og nannréttindi. 

Ómar Ragnarsson, 20.6.2018 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband