Leita í fréttum mbl.is

Góð greining hjá Brynjari

á því sem við honum blasir á Alþingi:

"

Áberandi er hópur þingmanna sem telur sig sérstakt baráttufólk fyrir bættum vinnubrögðum og aukinni virðingu alþingis.

Flest eiga þau nú samt sameiginlegt að hafa varla unnið ærlegt handtak um ævina og finnst dugnaður ofmetinn, ef ekki úreltur.

Í þeirri baráttu nota þau ræðustól þingsins, klædd eins og niðursetningar, og saka pólitíska andstæðinga og embættismenn ýmist um lygi, óheiðarleika, spillingu og glæpi.

Á sama tíma getur það ekki einu sinni sagt satt um eigin menntun. Undir þetta taka svo helstu sóðamiðlar landsins, sem trúa sjálfir að þeir séu hlutlausir og heiðarlegir.

Þau kenna sig við frjálslyndi en eru mestu búrókratar sem þekkjast á byggðu bóli.

Þau treysta sér ekki til að heilsa með handabandi því að engar skráðar reglur eru til um hvora höndina skuli nota.

Þau taka þingið og framkvæmdavaldið í gíslingu með endalausu málþófi og gagnslausum fyrirspurnum.

Þau hika ekki við að setja sig í dómarasæti í málum sem þau hafa hvorki kynnt sér né hafa vit á. Dómarnir eru gjarnan mjög þungir og ekki kunna þau að biðjast afsökunar reynast þeir rangir.

Þetta fólk skeytir hvorki um skömm né heiður."

Hann bætir að vísu við að hann hafi farið öfugu megin framúr í morgun. En mér finnst að hann eigi að setja fjöl hinu megin því þetta eykur greinilega við greiningarhæfnina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í vikunni sá ég á netmiðli sagt að stjórnarskrá stjórnlagaráðs væri rusl, af því að Jóhanna Sigurðardóttir hefði verið í stjórn. 

Hér segir alþingismaður að þeir, sem ekki eru sammála honum á þingi og klæða sig eins og hann "hafi flestir ekki gært ærlegt handtak á ævinnni. 

Nú er HM og falla svona ummæli ekki undir það að hjóla í manninn en ekki boltann? 

Ómar Ragnarsson, 22.6.2018 kl. 12:17

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Leiðrétting: Vantar eitt orð: Á að vera: "...klæða sig ekki eins og hann...."

Ómar Ragnarsson, 22.6.2018 kl. 12:23

3 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór !

Oftlega: má gaumgæfa vel, hugrenningar sem ályktanir Ómars fjölfræðings Ragnarssonar, um hin ýmsu viðfangsefni, enda maðurinn Hafsjór fróðskapar og þekkingar, allra handanna.

En - , ......... skyldi laga Skúmurinn Brynjar Níelsson sjálfur, vera svo glöggur, að þekkja mun Þorsks og Keilu / fremur en Lambhrúts og Kvígu t.d., þegar grannt væri skoðað ?

Mbkv.: sem endranær, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason

fyrrum Blikksmíðanemi:: og Sérhæfður fiskvinnzlumaður // 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.6.2018 kl. 13:45

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, þetta fer eftir innihaldinu en ekki umbúðunum.

Ég held að þó að Brynjar væri tjargaður og fiðraður áður en hann færi í ræðustól þá kæmi vitið til skila.

En þingmenn Pírata koma aldrei fram með neitt skynsamlegt þó að þeir væru puntaðir upp í bláhvítt. Þeirra heilbú eru einfaldlega til einskis nýt fyrir þjóðahag. Þeir bara bulla og rausa og reyna að hafa mannorðið af náunganum af hreinræktuðum illvilja eins og sást á Braga-málinu.

Halldór Jónsson, 22.6.2018 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband