Leita í fréttum mbl.is

Grundvallarspurningar

Styrmis Gunnarssonar frá 24.júní finnst mér að þurfi að skoða nánar.

" Það er orðinn nánast fastur liður í þjóðfélagsumræðum tvisvar á ári að umræður hefjist um neyðarástand á heilbrigðisstofnunum samfélagsins. Það gerist í aðdraganda sumarfría og þegar fjárlagafrumvarp er tekið til umræðu á Alþingi. Þannig hefur þetta verið í áratug og jafnvel lengur.

Það var hægt að skilja þetta fyrstu árin eftir hrun en ekki lengur.

Það er eins og aldrei sé tekizt á við grundvallarvanda í heilbrigðiskerfinu.

Á ítrekuð vandamál af þessu tagi í einkarekstri væri litið sem merki um óhæfa stjórnendur. Í þessu tilviki eru þeir stjórnendur sem ábyrgðina bera stjórnmálamenn og æðstu embættismenn.

Það er ýmislegt sem bendir til að á síðasta aldarfjórðungi eða svo hafi verið teknar rangar ákvarðanir um vissa meginþætti í þróun heilbrigðisþjónustunnar. Það getur t.d. átt við um sameiningu þeirra þriggja spítala, sem störfuðu í Reykjavík í einn, þ.e. sameiningu Landspítala, Landakots og Borgarspítala.

Nú er hrunið ekki lengur handhæg skýring.

Getur verið að svokölluð "mannleg mistök" eigi hér hlut að máli?

Eitt er víst:

Þjóðin er áreiðanlega búin að fá nóg af þessum sömu umræðum ár eftir ár.

Það er hægt að gera þá kröfu til stjórnmálamanna og æðstu embættismanna að þeir taki til hendi og leysi þennan ítrekaða vanda. "

Þetta er rétt athugað hjá Styrmi.Nema það að við sjáum stjórnmálamennina ekki nema auka á vandann sem fyrir er.

Það eru stjórnmálamennirnir sem bera ábyrgðina á stöðu mála í heilbrigðiskerfinu. En hafa þeir vilja eða hugsjónir til að leysa hann?

Getur Ríkisrekstur nokkru sinni orðið með öðrum hætti en þessum?

Fer þar ekki fram kapphlaup um að ná til sín hluta af takmörkuðum "fjárveitingum"?

Hefur samhjálparhugsjónin ekki verið einkavædd með skrúðmælgi um eigið ágæti og ómissanleika?

Er ekki kerfið komið í öngstræti?

Þarf ekki að spyrja hversu mikið hver þjóðfélagsþegn geti borgað fyrir einstakan þjónustuþátt? 

Alveg eins og að slá garð, klippa haus á rakarastofu, skipta um liði í útlimum, skera úr botnlanga, taka á móti barni, kenna því að lesa og reikna í skólabekk?

Hafa stjórnmálamenn lægt öldurnar sem Styrmir talar um?

Getur aukinn einkarekstur lægt  öldurnar?

Grundvallarspurningar þó þeim verði seint svarað?

 

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418409

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband