Leita í fréttum mbl.is

Samrunar

virðast margir telja að séu æskilegir til þess að "hagræða" í rekstri.

Adam Smith sagði eitthvað í þá vera eitt sinn, að hvenær sem tveir eða fleiri viðskiptamenn hittust þá væri samsæri gegn almenningi í gangi.

Nú berast tíðindi af því að Mogginn og Fréttó séu að sameinast um að reka dreifingarþjónustugegn Íslandspósti sem þeir kalla einokunarfyrirtæki. Í stað þess að vera heilagt fyrirtæki landsmanna eins og Lögreglan eða US Mail til dæmis, þá er búið að rýra stöðu þess með afnámi einkaleyfa til póstdreifingar.

Olíufélögin hafa rekið Olíudreifingu um árabil athugasemdalítið.

Nú berast fregnir af stórkostlegu tapi íslenskra flugfélaga sem nemur milljörðum. Warren Buffet hefur fyrir löngu lýst því að hann telji lítt ráðlegt að fjárfesta í flugfélögum.Af einhverju stafar það enda sjá menn hversu auðvelt það er að tapa á slíkum rekstri þegar saman fer dýr útbúnaður, mikið mannahald og rekstur sem er svo háður eldsneyti á heimsmarkaði.Svo kaupa Samkaup allar Iceland verslanir og 5 10-11 búðir.

En flugþjónusta er nauðsynleg og hefur minnkað heiminn fyrir almenning verulega.

Hvað geta Íslendingar gert núna í sínum flugmálum? Verða þeir ekki að sameina WOW og Icelandair til að "hagræða"? Alveg eins og Mogginn og Fréttó verða að taka upp nánara samstarf? Er einhver grundvöllur til að gefa út tvö blöð þegar eitt dugar? Netútgáfur verða sífellt öflugri eins og t.d. Altinget.  Er alþjóðleg samkeppni ekki þannig að eitthvað verður að gera ef menn eigi að lifa af? Getur þessi samkeppnisrekstur haldið svona áfram? Af hverju urðu Flugleiðir til á sínum tíma með atbeina Ríkisins? Hvenær verður ekkert íslenskt flugfélag eftir og lækka verðu allan lífeyri í landinu af þeim sökum?

Hið oft kynduga Samkeppniseftirlit Íslendinga þvælist fyrir í vinsælum málum en gerir svo oft ekkert þegar eitthvað skiptir máli.

Samrunar virðast vera í farvatninu þar sem tekist verður á um grundvallaratriðin, eitthvað eða ekkert.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór mikið og gott málefni og eins og þú segir þá virðist þetta í aðsigi en spurning með WOW air en ég held að allur peningur þar komi frá Aröbum en það væri gaman að vita það nákvæmlega. Veit ekki hvort þeir séu farnir að fljúga frá Dubai en það er kannski engin tilviljun með þá rútu.

Valdimar Samúelsson, 14.7.2018 kl. 09:09

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Og hvaðan koma aurarnir fyrir flugvélunum? 

Halldór Jónsson, 14.7.2018 kl. 13:04

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór það hefir heyrst að þetta sé arabapeningur en þetta eru engar smá upphæðir og engin þótt hann sé ríkur getur fjármagnað svona ótryggan rekstur.

Valdimar Samúelsson, 14.7.2018 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418272

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband