29.7.2018 | 11:31
Niður með krónuna!
Upp með verðbólguna!
Svo segir í Mogga:
"Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS), segir fyrirtækin ekki lengur geta tekið á sig tugprósenta launahækkanir.
Í sumum tilfellum leiðir þetta til verðbólgu eða verðhækkana. Í öðrum tilfellum getur þetta kippt grundvellinum undan rekstri fyrirtækjanna. Það er eins og gengur.
Laun hafi hækkað um 30-40%
Steinþór segir laun í kjötvinnslu hafa hækkað um 30-40% síðustu ár. Aðeins brot af þeirri kostnaðarhækkun sé komin út í verðlag.
Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar (MS), segir laun hjá MS hafa hækkað um rúm 40% að meðaltali frá maí 2015. Tímabært sé að endurskoða verðskrár.
Erlendis eru menn að velta fyrir sér hvort laun nái að hækka um hálft til eitt prósent á ári. Við höfum hins vegar verið að hækka laun um eitt prósent á mánuði á þessu tímabili! segir Ari um launaskriðið.
Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri félaganna Síldar og fisks og Matfugls, segir launakostnað hafa aukist mikið eftir síðustu samninga. Það ásamt dýrara fóðri eigi mikinn þátt í miklum kostnaðarhækkunum. Matfugl hafi hækkað verð á kjúklingi í vor. Fram undan sé endurskoðun á verðskrá hjá Síld og fiski, sem er m.a. með svín.
Fóðurverðið farið að stíga
Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri hjá Stjörnugrís, telur framleiðendur hafa skilað launahækkunum út í verðlagið að undanförnu. Hins vegar séu blikur á lofti. Fóður sé að hækka mikið í verði.
Eyjólfur Sigurðsson, forstjóri Fóðurblöndunnar, segir mikla þurrka í Evrópu munu leiða til hærra matar- og fóðurverðs. Til dæmis verði maís, hveiti og bygg dýrara. Þá muni tollastríð Bandaríkjanna og Evrópu þrýsta upp fóðurverði. Þetta muni auka kostnað íslenskra bænda."
Við þetta er að bæta að vinur minn sem er kornbóndi í Michigan kvartar sáran yfir of lágu fóðurverði samfara góðri uppskeru síðasta ár.
Það þarf að vinna á móti AlGore áhrifunum sem hafa sprengt upp verðið á maís vegna lífdísilsframleiðslu sem er hluti af kolefnisbullinu sem hefur stórskaðað allan efnahag mannskynsins og valdið hungursneyð meðal fátæks fólks í Afríku.
Haustið framundan
Ekki er vafi á að Kórstjórar gengisfellinga í ferðabransanum taka kröftuglega undir. Svo koma Ragnar Þór í VR og Sigríður í Eflingu og fullkomna verkið. Engu máli skiptir þó að tollastríð Bandaríkjanna og Evrópu hafi verið blásið af.
Líklega er nauðsynleg niðurfærsla á ákvörðunum Kjararáðs til að lægja öldurnar áður en gengið er til taxtasamninga í haust. Hinsvegar verða fyrirtæki sem aðrir að halda aftur af sér með hækkanir, sér í lagi markaðsráðandi- og einokunarfyrirtækin. Opinber afskipti af þeim kunna að verða nauðsynleg ef þau ætla ekki að spenna beltin.En einbeitni ríkisstjórnarinnar verður mikils ráðandi hvernig til muni takast.
Allir munu tapa á verðhækkunum sem munu bíta í skottið á sjálfum sér með keðjuverkun sem við krumpudýrin munum kannski betur en þeir yngri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ætli það sé ekki frekar léleg gæða- og vörumerkjastjórn SS sem er að grafa undan efnahag þess. Innlendir framleiðendur með betri vörur hafa étið sig inn á fyrirtækið. SS hafa til dæmis eyðilagt pylsunnar með innfluttu úrgangsdrasli í þær. Forstjórinn gæti byrjað á því að lækka laun sín og nánustu starfsamanna og hætt þessu voli og bætt framleiðsluna.
Þegar að kílóverð af innfluttum kartöfluflögum er komið í tvöþúsund krónur, og innihald pakkanna minnkað niður í 165 grömm og lofti dælt í þá til að pokinn líti ekki út fyrir að vera eins tómur og hann er, þá veit maður hvað er að gerast. Arðsemin í gúlagslöndum Evrópusovétríkjanna er farin til fjandans vegna innvortis úrkynjunar og hnignunar og hún er að ná hingað sem sem innflutt verðbólga, sem smitar út frá sér inn í forstjóraherbergi SS. Hann ætti frekar að hugsa um vandaðri vörur og varðveislu markaðshlutdeildar SS en átakanlega þetta væl í landi með bestu neytendur í heimi.
Hmpf!
Gunnar Rögnvaldsson, 29.7.2018 kl. 12:33
Hraustlega mælt Gunnar og satt.Sjáðu svo Grím Sæmundsen með dýru vörurnar í Bláa Lóninu sem borgar ekkert auðlindagjald til Svartsengis.Síheimtandi gengisfall.
Halldór Jónsson, 29.7.2018 kl. 13:05
Það er ekki krónunni að kenna, að aðilar vinnumarkaðarins hafa ekki taumhald á sér með launahækkanir.
Gengislækkun kann enn á ný að vera sterk útspil, og ekki mun hún draga úr ferðamannastraumi hingað né rýra tekjur af útflutningi.
Krónan er, þegar öllu er á botninn hvolft, hið ágætasta verkfæri.
Jón Valur Jensson, 29.7.2018 kl. 13:35
Þú ert greinilega ekki að hugsa um þær tugþúsundir fjölskildna sem skulda bönkunum í verðtriggðum krónum þegar þu dasamar gengisfellingarnar Jón Valur,,, eða eru þær bara eðlilegur fórnarkostnaður til að bæta við milljarða hagnað fyrirtækja landsins,,,,
Alfreð (IP-tala skráð) 29.7.2018 kl. 14:25
Niður með krónuna, segir Halldór - Rétt er það, og þá á hann líklega við.."Upp með evruna.." eða hvaða annan gjaldmiðil / seðla.- En á meðan hagkerfi landsins er í rúst og landið er mergsogið innanfrá af "auðjöfrum" að þá þarf t.d.að stokka það upp úr molbúahættinum, verðtyggingunni og vaxtaokrinu. Þá fyrst verðum við réttstæð við aðrar gildandi Evrópuþjóðir. - Krafa um eðlilegar launahækkanir halda áfram á meðan kaupmáttur launa og almennt launa-ójafnvægi heldur áfram hinu megin frá.
Már Elíson, 29.7.2018 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.