Leita í fréttum mbl.is

Af hverju hægagangur?

Á vef RÚV stendur:

"Forseti Alþingis veitti utanríkisráðherra ótímabundinn frest til að skila skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að EES. Skýrslan átti að vera tilbúin um miðjan júní. Enn liggur ekki fyrir hver á að skrifa skýrsluna, hvenær hún verður tilbúin og hvað hún kostar. Fyrsti flutningsmaður málsins segir þetta vonbrigði. Utanríkisráðherra segir að vinnuáætlun og kostnaður liggi fyrir í haust. 

 

Þrettán þingmenn kölluðu eftir skýrslunni og var sú beiðni samþykkt á Alþingi 10. apríl. Samkvæmt þingskaparlögum geta minnst níu þingmenn óskað eftir skýrslu frá ráðherra um opinbert málefni. Með skýrslunni á að leggja mat á áhrif aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. 

Forseti Alþingis veitti ótímabundinn frest

Samkvæmt þingskaparlögum skal ráðherra ljúka skýrslugerðinni innan 10 vikna og hefði skýrslan því átt að vera tilbúin 19. júní. Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að ráðherra hafi óskað eftir því við forseta Alþingis í maí að fá frest, sökum umfangs skýrslunnar. Fresturinn, sem hafi verið veittur, sé ótímabundinn, enda liggi umfangið ekki nákvæmlega fyrir. 

Ekki búið að áætla kostnað

Í svari ráðuneytisins segir jafnframt að undirbúningur skýrslunnar sé hafinn, en vinnslan muni taka lengri tíma og verða kostnaðarsamari en almennt tíðkast um skýrslur sem óskað er eftir á grundvelli þingskaparlaga. Í svarinu segir ennfremur að ekki liggi fyrir hver komi til með að skrifa skýrsluna, né heldur hver sé áætlaður kostnaður. Þá liggja ekki fyrir neinar upplýsingar um það hvenær áætlað er að ljúka skýrslunni. 

Vonbrigði hversu skammt vinnan er komin

Skýrslubeiðnin kom frá þingmönnum úr Flokki fólksins, Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Ólafur Ísleifsson var fyrsti flutningsmaður. „Ég hef fullan skilning á því að gerð skýrslu af þessu tagi rúmist kannski ekki innan hefðbundinna tímamarka, en það veldur, leyfi ég mér að segja, nokkrum vonbrigðum ef ekki er búið að leggja að minnsta kosti drög að þessari vinnu,“ segir Ólafur. 

Verkefnið kynnt í haust

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir verkefnið stórt og flókið og fullkomlega óraunhæft að ljúka því á tíu vikum. Norsk stjórnvöld hafi til að mynda látið gera sambærilega skýrslu fyrir nokkrum árum sem hafi tekið nokkur ár að ljúka. Nú sé verið að leggja drög að vinnunni og áætla kostnað. „Þetta verður allt saman kynnt í haust. Ekki seinna en þegar þing kemur saman,“ segir Guðlaugur Þór.

Er ekkert óeðlilegt að enn sé ekki búið að ákveða hverjir eiga að skrifa skýrsluna? „Nei, í þessu tilfelli er þetta miklu stærra mál. Þó þetta sé sú leið sem þingmenn hafa til að fara fram á skýrslu eins og þessa, þá verðum við að taka tillit til raunheima. Og ef við ætlum að gera þetta mjög vel, eins og við viljum gera, þá þurfum við lengri tíma,“ segir Guðlaugur Þór.  "

Liggur hér ekkert á? 

Erum við ekki að glíma við afleiðingar EES á hverjum degi? Hvað kostar framkvæmd Persónuverndarlaganna? Hvað kostar Schengen? Hvað kostar Dyflinarreglugerðin?

Af hverju er þessi hægagangur Guðlaugur Þór?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór minn, Gulli er að undirbúa að Ísland gangi í ESB.

Kommisarinn sem hann skipaði í Brussel, Árni Páll Árnason,

Samfylkingu, er á fullu gasi að undirbúa það með Gulla.

Já, Halldór minn, þér finnst þetta taka full langan tíma:

Flokkurinn þinn er á fullu gasi að lauma þér inn í ESB.

Sjálfstæðisflokkurinn er helsti kerfisflokkur dauðans.

Þar ætti enginn sjálfstæður maður að vera, en þú kýst hann,

aftur og aftur, og undrast stórlega á hvaða leið hann er.

Get a grip Halldór minn, opnaðu augun og sjáðu nú hið augljósa.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.7.2018 kl. 15:33

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei andskotinn Símon Pétur frá Hákoti, hugsanlega eru element innan flokksins að þessu. En það verður mótspyrna innan flokksins bæði frá mér og þér. Ég er ekki reiðubúinn að afskrifa Gulla á þennan hátt, hann hefur ekki gefið mér tilefni til. En um margt er ég ósammála honum eins og Rússagaldurinn.

Halldór Jónsson, 29.7.2018 kl. 17:05

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ég tek undir með Ólafi Ísleifssyni um þetta mál.  Það er sleifarlag á undirbúninginum, 10 vikur eru auðvitað alltof skammur tími.  Það þarf að skipa bæði ritnefnd og ritstjóra fyrir þessa skýrslu, en tíminn frá óskinni og að útgáfu á ekki að þurfa að verða lengri en 12 mánuðir.  Það kemur margt undarlegt úr utanríkisráðuneytinu, en ef þau koma ritinu ekki út fyrir 1. maí 2019, þá er illa haldið á spöðunum.  

Bjarni Jónsson, 29.7.2018 kl. 17:22

4 identicon

Sem ég hef sagt áður Halldór minn, þá þarf að skipta um forustu flokksins, eða að hinn almenni kjósandi yfirgefur hann endanlega og setur traust sitt fremur á alvöru umbrotsflokk gegn helsi EES samningsins og aðlögunarinnar að ESB.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.7.2018 kl. 18:04

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Auðvitað kollege Bjarni, þetta er mikið mál og þarf undirbúning eins og þú segir.

Halldór Jónsson, 29.7.2018 kl. 18:05

6 Smámynd: Halldór Jónsson

En það er ekki sama og að þáð megi ekki haska sér.

Halldór Jónsson, 29.7.2018 kl. 18:06

7 identicon

Vitaskuld væri best að haska sér, burt.

En af hverju er það ekki gert?

Svarið er augljóst, enn munu þingmenn og ráðherrar sitja glingló og stjúpid og samþykkjar nýjar tilskipanir frá ESB, flæktir í netin sem þeir ófu sér sjálfir, landi og þjóð til óþurftar, en þeim til kokkteilboða í Brussel.

Fáðu þér nú röntgengleraugu Halldór minn, og þú munt sjá hið augljósa skýrum augum, loksins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.7.2018 kl. 18:20

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir þinn stóra þátt í að afhjúpa þetta algera sleifarlag ráðherrans, Halldór. Þeir eru ekki byrjaðir á neinu!!

En meðan Guðlaugur Þór dregur lappirnar í þessu máli, getur hann  haldið áfram að sækja veizlusalina í Brussel og að beita sér í þágu Evrópusambandsins, m.a. gegn íslenzkum sauðfjárbændum og sjómönnum, gegn viðskiptum okkar við Rússland, en með persónuverndar-frekjulögunum sem eru gerð fyrir hundraðfalt og nær þúsundfalt stærri þjóðfélög en okkar.

Jón Valur Jensson, 30.7.2018 kl. 00:00

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eftir að hafa horft á hvern einasta þátt heimastjórnar INN,var ég farin að trúa að Guðlaugur myndi efla Sjálfst.fl.næði flokkurinn  að mynda ríkisstjórn.Ónei ég er ekki góð að tippa í stjórnmálaflokkum,en hef einu sinni fengið 13 rétta í getspáa íþrótta,þá voru nær allir með 13:)En nú er ég með Kristinn Snæhólm í huga,heitur sannfærandi og allt.. ,en fyrir ísland eru þeir bestu á þingi í Miðflokknum og Flokki fólksins. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.7.2018 kl. 02:40

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek hér undir mál Helgu Kristjánsdóttur að megin efni en er þó ekki viss um flokk fólksins. Hafði allnokkurt traust til Guðlaugs en það er farið og hvað er þá eftir til gagns fyrir sjálfstæðisflokkinn, með Bjarna Ben sem höfuð forystunnar, mann sem vissi ekkert hvernig hann átti að snúa á vissum tíma og snéri sér vitlaust.

 Svoleiðis fólki er illa treystandi til forystu, að ekki sé talað um þegar svoleiðis fólki sýnist allt í lagi að moka að sér en ekki lægra settum.    

Já svo er það spurningin Halldór, af hverju er hægagangur.  Jú Halldór það er nefnilega þannig að ef verkstjórinn er fyrirtækinu ekki hliðhollur,  þá er slugs hentugt.

Hrólfur Þ Hraundal, 31.7.2018 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband