Leita í fréttum mbl.is

Hvað sagði Adam Smith?

"

“People of the same trade seldom meet together, even for merriment and diversion, but the conversation ends in a conspiracy against the public, or in some contrivance to raise prices.”

(Fólk úr sömu starfsgrein hittist sjaldan, jafnvel til skemmtunar eða tilbreytingar, nema að samræðan endar í samsæri gegn almenningi, eða til þess að hækka verðlag.")

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur í dag heim­ilað kaup N1 hf. á Festi hf., en samrun­inn er háður skil­yrðum sem Sam­keppnis­eft­ir­litið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu.

„Með skil­yrðunum skuld­binda samrunaaðilar sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka sam­keppni á eldsneyt­is- og dag­vörumörkuðum og bregðast við þeirri rösk­un á sam­keppni sem samrun­inn myndi ann­ars leiða til,“ seg­ir í til­kynn­ingu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins."

Heldur íslenskur almenningur að þetta svokallaða Samkeppniseftirlit sé að gera eitthvað honum til hagsbóta með því að samþykkja samruna óskyldra fyrirtækja?

Er þetta ekki í besta falli samsæri gegn almenningi?

Hver á þetta Samkeppniseftirlit?

Hvað eru þessir samrunar að gera í ljósi orða Adams Smith?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sveinn Rósinkrans er ekki bjartsýnn á að þetta sér til hagsbóta:

"Nú hefur verið gengið frá því að N1 kaupi Krónuna, Elkó og önnur fyrirtæki. Forstjórinn fær bónusa eftir Ebitdu og Ebitdan er svindl, þar er ekki tekið tillit til fjármagnskostnaðar, þannig að hann getur hækkað launin sín upp úr öllu valdi með því að skuldsetja fyrirtækið upp í rjáfur. Það er alveg fráleitt að undanskilja einn stærsta kostnaðarlið fyrirtækisins við útreikninga á bónusum.

Þarna er verið að stórauka samþjöppun á markaðnum. Þetta eru ekki einkaaðilar, þetta eru lífeyrissjóðirnir. Ef illa fer að ganga, þá fara búðirnar ekki á hausinn eins og Víðisverslanirnar um daginn, þar sem eigandinn tapaði og þeir sem lánuðu honum. Nei. Aukið fjármagn verður sótt í vasa almennings í gegn um lífeyrissjóðina. Þetta er því formúla sem getur ekki klikkað, launþegar munu borga brúsann þegar illa fer að ganga.

Þannig eru lífeyrissjóðirnir notaðir til að okra að okkur í fyrsta lagi, og í öðru lagi til að baktryggja allt skítamixið."

Halldór Jónsson, 31.7.2018 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 791
  • Sl. sólarhring: 977
  • Sl. viku: 6272
  • Frá upphafi: 3189459

Annað

  • Innlit í dag: 691
  • Innlit sl. viku: 5383
  • Gestir í dag: 592
  • IP-tölur í dag: 571

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband