Leita í fréttum mbl.is

Holur hljómur

fannst mér í viðræðum fyrir hádegi í spjallþættinum Ríkisútvarpinu fyrir hádegið.

Þar talaði Ragnar Þór mikið mál og fannst mér hann oftlega í mótsögn við sjálfan sig. Annarsvegar talaði hann um vaxtaokur sem lýsti sér í 7 % óvertryggðum vöxtum og hinsvegar 4.5 % verðtryggðum vöxtum. Hann er svo sjálfur í forsvari fyrir því að eigendur lífeyrisjóðanna eigi að fá sinn lífeyri án skerðinga en krefst í hinu orðin að fólk fái vaxtareikninga sem leiði til þess að lánveitendur fái ekki til baka það sem þeir lögðu fram. Jafnframt er hann að segja að sparnaður fólks eigi að renna til annarra en eigenda hans. Menn eigi ekki að fá til baka það sem þeir leggja út.

En hærri taxtalaun eigi þeir að fá án þess að verðbólga fari af stað. Allir eigi að lifa af dagvinnunni einni saman sem flestir sjá hvert myndi leiða.

Álíka þversögn og Pétur Gunnlaugsson prédikar fyrir á útvarpi Sögu á hverjum degi sem krefst afnáms verðtryggingar á neytendalánum, sem eru líklega einhver önnur lán en húsnæðislán. Sama grunnhugsunin er að menn greiði ekki til baka það sem þeir fá lánað og enga raunvexti eigi því að greiða af lánum. Ekki fjarskyld þeirri pírataspeki að allir eigi að fá Borgaralaun fyrir að vera til. Sama husgunin og hjá Borgarstjórnarmeirihlutanum að Utangarðsfólk eigi að fá frítt húsnæði en vinnandi fólk eigi að borga leigu.

Algengt er að menn beri saman vaxtaprósentu á Norðurlöndum við íslensk verðtryggð lán. Án þess að geta þess að norræn lán eru erlend lán, sem Íslendingum standa einnig til boða.

Ragnar boðar hörð átök á vinnumarkaði í vetur og að svigrúm sé nægt til mikilla launahækkana.

Hann telur verkalýðshreyfinguna eiga að sýna mátt sinn og megin í að svínbeygja ríkisvaldið ef ekki dugi annað til.

Það verði að lækka húsnæðiskostnaðinn og það í sjálfu sér væri æskilegt. Til þess þarf hugarfarsbreytingu hjá sveitarfélögum sem þurfa að gera sér ljóst að framtíðartekjur af útsvörum eru dýrmætari en byggingarleyfisgjöld og skriffinnska. Sú hugsun er þeim hinsvegar líklega um megn.

Það sem við er að fást á húsnæðismarkaði er að gangverð fermetra er boðinn til sölu á tvöföldu byggingarkostnaðarverði sem er býsna mikil álagning í allri verslun. Hefði Ragnar Þór hug á að gera eitthvað raunhæft í húsnæðismálum gerði hann vel í að greiða fyrir byggingu smáhýsa.Eins og voru til dæmis að rísa á Bíldudal og skýrt var frá í fréttum,  þar sem fermetrinn var sagður hafa kostað innan við 300.000 krónur með húsgögnum og heimilistækjum, án einhvers sérstaks átaks. Valdamaðurinn Ragnar Þór hrærir hinsvegar hvorki legg né lið til að leysa málin.

Einhverjar kvenpersónur voru þarna líka sem ég greindi ekki hverjar væru. En þeim var hugleikið að hækka laun, þeirra lægst launuðu svona eins og venja er að kalla það,án þess að rökstyðja hversvegna þetta væri hægt að óbreyttu framleiðnistigi þjóðarbúsins.

Er Verkalýðshreyfingin margrómaða í rauninni nokkuð annað en einskonar landssamtök hryðjuverka-og gíslatökufólks? Er ekki gersamlega ómögulegt að rökræða við slíkt fólk á vitrænum grunni?

Er ekki lausnin að selja þessum samtökum sjálfdæmi og láta þau koma fram með launaflokka og niðurröðun? Ríkisvaldið komi að slíkum samningum með þeim hætti að leyfa eða banna uppsetninguna? Ragnar Þór og hans fólk sjái um að allir verði ánægðir með sína taxta.

Auðvitað eru þessi skrif gersamlega tilgangslaus og út í bláinn. Vitleysunni verður varla forðað fremur en seinni heimsstyrjöldinni þegar Hitler fékk að ráða í heimsku sinni og einræði.Því fer sem fer.

Er ekki  holur hljómur í réttlætistali þessa fornaldarfyrirbæris með hinn trúarlega bakgrunn sem er kallað íslensk Verkalýðshreyfing?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór !

Árin 1972 - 2004: vann ég sem launamaður hjá ýmsum fyrirtækjum, unz ég hóf sjálfstæða starfsemi í þágu Málmsmíða ýmisskonar til Sjávar og Sveita, í Júnímánuði, það sama ár (2004).

Það er hætt við - að fremur hefðu launagreiðzlur til mín sem annarra verið fremur snubbóttar og trénaðar:: fyrir nú utan kléna Kaffi og Matartíma, hefði Verkalýðsfélaga þeirra tíma ekki notið við, Verkfræðingur góður.

Þegar Verkalýðshreyfingin, hafði þó eitthvert Jarðsamband, við venjulegt fólk.

Spurning: hvort kaldranalegt viðhorf þitt, til Ragnars Þórs Ingólfssonar / sem og annarra þeirra, sem honum fylgja að málum sé yfirhöfuð svaravert Halldór minn:: jah, að minnsta kosti hefur Rganar oftsinnis í spjalli við mig tekið undir það sjónarmið, að afnema verðtryggingar brjálæðið, ekki hvað sízt í ljósi aftengingar verðbótanna á launin, á 9. áratug síðustu aldar.

Og einnig - vill Ragnar keyra niður OFUR- vaxtaokrið í landinu, samhliða förgun verðtryggingarinnar.

Annað: hefur mér ekki á honum heyrst til þessa, a.m.k.

Borgaralaunin - eru svo sjálfsagður hlutur, sé mið tekið af þeim Rentu greiðzlum, sem landsmenn vestur í Alaska fylki í Bandaríkjunum njóta, sem og Namibíumenn suður í Suðvestur- Afríku (gömlu Þýzku nýlendunni) njóta, fyrir auðlegðir lands og sjávar t.d.: aukinheldur.

Spyrja mætti í leiðinni Halldór: hvort þú teljir ásættan legt, að alls lags ofur- launalýður / innan og utan Ríkis fyrirtækjanna megi:: og eigi að geta skammtað sér Tuga og Hundraða % (prósenta) launahækkanir (sbr. Kjararáðs scandalana til þingmanna o.fl.) með nokkurra mánaða millibili, eða þá svokallaðar arð- greiðzlur til ýmissa gæðinga, eins og Björgólfs Jóhannssonar hjá Flugleiðum (Icelandair), svo ekki sé nú talað um gæðingagreiðslur Engeyinganna og annarra viðlíkra, Verkfr. góður ???

Eru þeir hlutir ekkert - til þess að gera veður út af, Halldór minn ?

Eða: er ekki það sama gildandi um þann mannskap / sem gengur í Gírolíu lyktandi samfestingum, eða Hvítflibba liðið, sem skælir sig út um allar grundir, með til- heyrandi einka bílstjórum, víðs vegar ???

Hvað - sem Pírötum líður, eða þá öðrum RÖTUM Halldór, finnst mér ekkert að því, að samkvæmni gæti í orðræðunni um þá tíma, sem senn kunna að fara í hönd með Haustdögum, ekki hvað sízt, í ljósi Þingvalla veizlunnar 18. Júlí s.l., og annarra viðburða, þegar ónýt valdastétt landsins er, að skemmta sjálfri sér og Skrattanum, á þinn kostnað sem og minn og annarra, Halldór minn !!!

Horfum á hlutina: í, sem ALLRA víðasta samhengi.

Með ágætum kveðjum - engu að síður, af Suðurlandi /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.8.2018 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 3418326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband