20.8.2018 | 13:11
Veggjöld sem fyrst!
Endurbætur á vegakerfinu þola enga bið eða endalaust japl og jaml og fuður eins og nú fer fram.
Það má vissulega má færa rök fyrir skattaíhaldi stjórnvalda og tregðu við að skila því sem þau taka á breytilegum forsendum og mörgum úreltum og tregða þeirra í að gefa eftir eins og til dæmis tryggingagjaldið. En það þýðir ekki að neita gjaldahugmyndum vegna nauðsynlegra samgöngumannvirkja.
Tökum sem dæmi veginn yfir Hellisheiði. Við erum ekki að leggja nýjan veg þar heldur breikka og bæta þann sem fyrir er. Fyrir það eiga allir vegfarendur að borga. Lítið gjald sjálfvirkt fyrir hverja bunu eins og á Tollvegum í USA. Er það ekki sanngjarnt að notendur borgi meira en þeir sem heima sitja. Rútur og trukkar borgi meira en smábíll? Gjaldið renni beint til endurbóta og viðhalds á veginum yfir Hellisheiði.
Sama fyrirkomulag sé á öðrum meginstofnæðum vegakerfisins. Aðskildar akreinar spara mörg mannslíf. Hvers virði er það ekki?
Af hverju er þetta verkleysi við að hrinda þessu sjálfsagða réttlætismáli í framkvæmd?
Og gangnagjald sé á öllum jarðgöngum, Vestfjarðagöngum, Héðinsfjarðargöngum osfrv. Engin ókeypis notkun vegfarenda á dýrum mannvirkjum.
Það er gamaldags fjárveitingaafturhald sem leiðir bara til óbreytts ástands að vera á móti veggjöldum. Leiðin liggur annaðhvort upp á við eða afturábak. Hvort vilja menn kyrrstöðu í vegamálum eða framfarir og að túristarnir og þeir sem nota borgi meira fyrir vegaslitið eða bara við öll með sköttunum okkar án tillits til notkunar?
Fríkeypis notkun er óásættanleg mismunun þegnanna sem verður að ljúka.
Veggjöld sem fyrst!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 3420157
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ég er þér algerlega ósammála nafni, ég vil ekki sjá veggjöld á meðan við greiðum formúgu í skatta á eldsneyti, biðfreiðagjöld, háann vsk á verkstæðum og varahlutum. Við bifreiðareigendur erum að greiða nóg til að halda þessu vegakerfi uppi, ég vil að stjórnsýslan fari að eyða þessum aurum á réttum stað í staðin fyrir gæluverkefni. Eigum við þá kannski sömuleiðis að setja vegatolla á hjóla og göngubrautir? Og hvernig væri nú að fara rukka hjólreiðafólk aðeins meira fyrir það sem það fólk notar!! Förum beint í að krefjast þess að hjól noti nú kílómetramæla og borgi fyrir hjólaða kílómetra ásamt því að þurfa fara í skoðun á hverju ári og væntanlega að greiða hjólreiðagjöld. Festum flögur á gangandi og rukkum þá fyrir hvern meter genginn ásamt því að rukka aukalega mannverugjöld ofan á allt hitt.
Halldór (IP-tala skráð) 20.8.2018 kl. 13:18
Við borgum nóg í gjöld sem hverfa i annað.
Erla Magna Alexandersdóttir, 20.8.2018 kl. 13:24
Það hlýtur að vera réttlátt að
þeir sem nota þeir borgi
frekar en þeir sem að sitja heima.
Jón Þórhallsson, 20.8.2018 kl. 13:28
Nafni, þetta eru bara útúrsnúningar hjá þér og ekki svaraverðir þar sem engin rök fylgja heldur bara slagorð.
Halldór Jónsson, 20.8.2018 kl. 13:41
Það hlýtur að vera réttlátt að
þeir bifreiðaeigendur sem nota þeir borgi
frekar en þeir sem að sitja heima.
=Þannig ætti að vera hægt að lækka hina almennu skatta.
Jón Þórhallsson, 20.8.2018 kl. 13:53
Í þá átt myndi þetta stefna Jón
Halldór Jónsson, 20.8.2018 kl. 13:56
Hvers vegna var strandsiglingum hætt?
Væri ekki betra að endurvekjs þær?
Stórflutningar hæfa sjávarleiðum og höfnum
og þannig minnkar álagið á vegum landsins.
Af hverju var strandsiglingum hætt?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.8.2018 kl. 14:24
Nei takk, ekki fleiri gjöld.
Þeir ættu heldur að sjá sóma sinn, þeir sem halda utanum þetta, að nota þá peninga sem teknir eru af okkur í formi bensíngjalda, tolla og bifreiðagjalda í þetta.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.8.2018 kl. 14:29
Strandsiglingar koma þessu ekkert við Símon.
Ásgrimur, þú ert með gamaldags fjárveitingaafturhald sem leiðir bara til óbreytts ástands framkvæmdaleysis. Leiðin liggur annaðhvort upp á við eða afturábak. Hvort viltu kyrrstöðu eða framfarir og túristarnir borgi meira fyrir vegaslitið ewða bara þú með sköttunum þínum?
Halldór Jónsson, 20.8.2018 kl. 14:56
Rökin eru góð og mætti útvíkka á fleiri framkvæmdir og starfsemi. Það er óþarfi að taka aðeins bíla til skattlagningar þegar nóg er af öðrum sem nær engan skatt greiða. Er það ekki sanngjarnt að notendur borgi meira en þeir sem ekki nota? Að sjúklingar, aldraðir og öryrkjar borgi meira en þeir sem ekki nýta sér þá þjónustu sem sjúklingar, aldraðir og öryrkjar nota? Gjaldið renni beint til endurbóta, reksturs og viðhalds á sjúkrahúsum, elliheimilum, heilsugæslum o.s.frv. öllum til hinnar mestu gleði.
Af hverju er þetta verkleysi við að hrinda þessu sjálfsagða réttlætismáli í framkvæmd?
Fríkeypis notkun er óásættanleg mismunun þegnanna sem verður að ljúka.
Gjöld á gamlingja sem fyrst!
Gústi (IP-tala skráð) 20.8.2018 kl. 16:10
Æ ertu enn á lífi
Halldór Jónsson, 20.8.2018 kl. 16:33
Æ ertu eitthvað ósáttur við það að þeir borgi sem noti?
Gústi (IP-tala skráð) 20.8.2018 kl. 16:38
Halldór "framkvæmdaleysið" er einfaldlega stjórnvöldum að kenna - og hverjir eru búnir að stjórna langmest síðustu 25 árin - Sjálfstæðisflokkurinn. Það er sama í gangi í vegamálunum og heilbrigðismálunum - allt látið drabbast niður til að réttlæta einkavæðingu - svo þeir sjálfir, frændur og vinir geti grætt meira.
Starbuck, 20.8.2018 kl. 16:45
Er það virkilega skoðun síðuhafa að leggja eigi enn meiri gjöld
en nú þegar eru lögð á bifreiðaeigendur hér á landi?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.8.2018 kl. 16:54
Skattar á bíla nálgast 80 milljarða en aðeins 25 millj. fara í málaflokkinn – Sjálfstæðisflokkurinn vill fleiri og hærri skatta á bílaeigendur
Samgönguráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson, (Framsókn), fær aðeins brot af skatttekjum sem varla hrökkva til viðhalds vega
Deilt
Bjarni Ben boðar aukna bílaskatta
Fjármögnun stærri framkvæmda í vegakerfinu með gjaldtöku hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur áhyggjur af sköttum og gjöldum sem að á bíleigendur eru lagðir og blöskrar að skattarnir eru að nálgast 80 milljarða en aðeins 25 fara í viðhald og framkvæmdir og enn stendur til að auka álögur. Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir opinberlega að auka þurfi skatta enn frekar.
Þrátt fyrir það, fær samgönguráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson, (Framsókn), aðeins brot af skatttekjum sem varla hrökkva til viðhalds vega en fyrr í sumar var rætt um holufyllingar sem helstu vegamál.
,, Í vor bárust fregnir af því að innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum á vegum Spalar verði hætt í september. Upphaflega var áætlað að göngin yrðu greidd að fullu 20 ár frá opnun. Þann 11. júlí sl. voru 20 ár liðin frá því að Hvalfjarðargöngin voru opnuð fyrir bílaumferð. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið tvísaga undanfarið varðandi það hvort standa eigi við fyrirheitin um að göngin verði gjaldfrjáls eftir að Vegagerðin tekur yfir nú á haustmánuðum.
Fram kom í viðtali í RÚV við Bjarna Benediksson, fjármálaráðherra, á dögunum að halda verði umræðunni áfram um stærri framkvæmdir í vegakerfinu. Valið standi einfaldlega um að láta þær bíða eða taka upp gjaldtöku. Ráherra sagði brýnt að verja meiri fjármunum í vegi landsins og að ríkisstjórnin hafi lagt á það áherslu. Fé sé að skornum skammti og því þurfi að leita allra leiða.
Fjármálaráðherra sagði að fjárframlög ríkisins til vegamála væru að aukast en að bæta þurfi enn frekar í fjármögnunina. Hann sagði stöðuna það alvarlega að taka verði pólítíska afstöðu um það hvort flýta eigi tilteknum mikilvægum stórum samgöngubótum með sérstakri gjaldtöku eða vegatollum.
Skattar á bíleigendur á áttunda tug milljarða króna árlega
Stjórn FÍB er mjög gagnrýnin á hugmyndir um nýja bílaskatta í formi vegtolla. Því miður er það svo að allt of lítið hlutfall skatta af bílum rennur til vegamála. Þegar er verið er að innheimta á áttunda tug milljarða króna í ríkissjóð árlega í formi skatta á bíla og umferð. Af þessum sköttum renna innan við 25 milljarðar króna til nýframkvæmda og viðhalds vega. Við þessar aðstæður er það einkennilegt að stjórnmálamenn sem stunda atkvæðaveiðar með lækkun skatta á vörunum boði nýja bílaskatta í formi vegtolla.
590 milljarðar króna
Árið 2016 greiddu vegfarendur 1.560 milljónir króna í vegtoll undir Hvalfjörð en þar af fóru 590 milljónir í arð til eigenda, tekjuskatt, virðisaukaskatt og rekstur vegna yfirstjórnar og skrifstofu. Þetta þýddi að af hverjum 1000 krónum sem bíleigandi greiddi fyrir staka ferð undir fjörð runnu tæplega 400 krónur í annað en fjármögnun mannvirkisins og viðhald ganganna. Það myndi muna um það að hafa þessar 590 milljónir króna aukalega til vegagerðar árlega.
Góðar samgöngur eru forsenda búsetu og öflugs athafnalífs hér á landi og nauðsynlegt að vegirnir séu góðir og öruggir. Skattar sem eiga að renna til vegamála gera það ekki. Erlendar rannsóknir sýna mikla þjóðhagslega arðsemi vegabóta.
Hækkun skatta
Hærri álögur á bíleigendur standa fyrir dyrum. Ekkert hefur komið frá fjármálaráðherra varðandi mögulegar mótvægisaðgerðir vegna breytinga á stöðlum um eyðslu og mengun ökutækja í september. Þessar breytingar munu að óbreyttu hækka verulega gjöld af nýjum bílum og síðan áfram árleg bifreiðagjöld. Nokkur Evrópulönd hafa þegar tekið ákvörðun um aðgerðir til að tryggja það að endurbættur staðall auki ekki skatta af bílum. Í fjárlögum fyrir 2018 voru skattar ríkisins af eldsneyti hækkaðir og jafnframt boðað að álögur yrðu enn auknar á næsta ári m.a. með hækkun á svokölluðu kolefnisgjaldi. Skattaálögur íslenska ríkisins á eldsneyti eru með þeim hæstu í Evrópu.” Segir á vef FÍB.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.8.2018 kl. 17:37
Halldór, ef við eigum að fara að borga veggjald, þá eigum við að heimta í leiðinni að bensíngjaldið og bifreiðagjöldin verði aflögð á móti. Annars erum við þrírukkuð fyrir það sama.
Alveg finnst mér nóg að borga 15.000 kall + fyrir mjólkina, og vera svo rukkaður um 170 á lítrann ef ég vil drekka hana.
Gjaldheimtan er þegar alltof mikil, og fer þegar í ekki neitt.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.8.2018 kl. 18:11
Hverju svararðu Halldór minn?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.8.2018 kl. 18:13
Fyrir mér er verið að ræða tvo kosti. Að vegakerfið sé eins og það er hálf ónýtt og áratugi taki að bæta það. Eða taka upp veggjöld á völdum stöðum og fá vegabætur strax. Hvort viljið þið?
Halldór Jónsson, 21.8.2018 kl. 03:25
Fyrir mér er verið að ræða tvo kosti. Að heilbrigðiskerfið sé eins og það er hálf ónýtt og áratugi taki að bæta það. Eða taka upp full gjöld á stórnotendur og fá kerfisbætur strax. Þeir borgi sem noti. Hvort vill Halldór?
Gústi (IP-tala skráð) 21.8.2018 kl. 08:42
Að nú þegar séu neysluskattar kerfiskratanna í hinum svokallaða Sjálfstæðisflokki svo háir og miklir að þeir ættu að duga fyrir góðri almennri heilbrigðisþjónustu, samgöngum og menntakerfi (einka, bland og ríkis). Að allar hækkanir umfram fari einungis í kerfið sjálft og hirðina.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.8.2018 kl. 09:58
Skyldi Gústi hafa verið að losna í þessu?
Halldór Jónsson, 21.8.2018 kl. 12:48
Nei, mér er bara sama hvað þú heldur að sé að ske í Svíþjóð og hvers vegna þú telur sannleikann vera að finna á Amerískum rasistasíðum og í Útvarpi Sögu. Það er þegar þú ferð að heimta að aðrir en þú séu skattlagðir sem ég sé ástæðu til að ýta lítillega við elliæru gamalmenninu.
Gústi (IP-tala skráð) 21.8.2018 kl. 13:53
Gústi er greinilega úti núna
Halldór Jónsson, 21.8.2018 kl. 14:35
Ísland í 1.sæti í heimi í okri á eldsneyti – Tryggingafélög okra á bíleigendum upp á hundruð prósenta og greiða háan arð
Deilt
Ísland í 1.sæti í heimi í okri á eldsneyti
Hægt að tryggja tvær til þrjár bifreiðar í nágrannalöndum á verði einnar á Íslandi
Íslendingar halda enn sem áður sínu 1.sæti í veröldinni þegar að kemur að okri á eldsneyti. Eins og neytendur hafa fundið glöggt hafa verið tíðar, miklar og örar hækkanir að undanförnu á eldsneyti. Á sama tíma eru Tryggingafélög einnig að okra á bíleigendum upp á hundruð prósenta m.v. nágrannalöndin og greiða út háan arð á sama tíma og tryggingar hafa verið að hækka langt umfram verðlag. Slíkt getur komið niður á kjarasamningum.
Hækkanirnar hafa jafnframt tryggt okkur áfram það sæti sem að íslendingar hafa haft þegar að kemur að hæsta eldsneytisverði í heimi, þ.e. 1.sætið sem hefur verið hefðbundið sæti fyrir íslendinga um áratuga skeið.
Hægt er að skoða töfluna yfir verð á eldsneyti um allan heim á vefnum www.globalpetrolprices.com
Fréttatíminn kynnti sér einnig verðmun á bíla tryggingum á Íslandi og á norðurlöndunum og þar er algengur munur svo mikill að í nágrannalöndunum er hægt að tryggja 2 til 3 bíla fyrir sömu fjárhæð og fyrir einn á Íslandi.
Það virðist vera þannig þegar að kemur að þessum málum að endalaust er hægt að láta bifreiðaeigendur á Íslandi greiða margfalt meira þegar að kemur að kostnaði varðandi bifreiðar en þekkist annarsstaðar í veröldinni.
Bensín- og tryggingasalar eru mjög samstíga á Íslandi þegar að kemur að okri gagnvart bíleigendum þegar að verð eru borin saman og líta verður til þess í þeim kjaraviðræðum sem að nú standa yfir, þar sem að verðhækkanir hafa ekki verið í neinum takti við launavísitölu. En mikil ólga er í samfélaginu vegna kjaramála og búast má við verkföllum og átökum á vinnumarkaði eins og boðað hefur verið.
Þetta er okur Halldór! Okur á ekkert skylt við heiðarlega samkeppni.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.8.2018 kl. 16:36
Hvort viljið þið? Veggjöld eða ekki ? Við þjóðin fáum ekki að tjá vilja okkar. Svona spurning á því ekki við á Íslandi, þar sem ráðstjórn ríkir Háa skatta eða ekki. Við erum ekki spurð aðeins skipað af ráðstjórninni.
Frábærar umræður um veggjöld sem þjóðin vill ekki sjá frekar en B.B. skattmann.
Bestu þakkir.
Eðvarð L. Árnason (IP-tala skráð) 21.8.2018 kl. 21:04
Það getur ekki verið eðlilegt að rukka fyrir notkun á vegunum og nota síðan það fé sem þannig innheimtist í eitthvað allt annað....og ætla svo að rukka veggjöld af því að það vantar fé í vegina. Fé sem búið er að rukka og innheimta en eyða í allt annað.
Skúli Sigurðss (IP-tala skráð) 22.8.2018 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.