30.8.2018 | 10:33
Efnahagsmál Ole
Anton Bieltvedt eru oftlega til umfjöllunar í Mogga.
Hann er eindreginn Evrópusinni og sér ESB í miklum ljóma. Hann eyðir miklu púðri í að mála vaxtadjöful Íslendinga á vegginn og kenna krónunni um allt sem aflaga fer hérlendis enda ekki við öðru að búast.
Hann sendir Bjarna Benediktssyni tóninn í dag og reynir að sýna honum fram á að hann skilji ekki samhengi hlutanna í íslenskum efnahagsveruleika. En sem fyrr ber hann saman epli og appelsínur þegar honum hentar.
Ole segir m.a. svo:
"Fjármálaráðherra skrifaði nýlega blaðagrein þar sem hann fjallar um það að World Economic Forum hafi í skýrslu sinni um samkeppnishæfni ríkja skipað Sviss í 1. sæti og að Svíþjóð og Finnland hafi bæði komizt í efstu tíu sætin. Svíþjóð var reyndar í 7. sæti og Finnland í því 10. Það má líka nefna, að Noregur var í því 11. og Danmörk í því 12. Á sama tíma nefnir ráðherra það réttilega að Íslandi sé aðeins í 28. sæti.
Í þessu sambandi bendir ráðherra á að launakostnaður á Íslandi sé með því hæsta í OECD. Skín í gegn að hann vill gera há íslenzk laun ábyrg fyrir því að Ísland er aftarlega á merinni í samkeppnishæfni. Reyndar fer ráðherra aðeins út í framleiðni líka án þess að útskýra á nokkurn hátt hvernig bæta megi hana. Enda er hún oftast afleiðing annarra þátta en ekki sjálf orsakavaldur.
Um gengi krónunnar segir ráðherra að mörgum þyki gengið fullsterkt. Hvort það er líka hans skoðum kemur ekki fram. Vexti nefnir ráðherra engu orði eða húsnæðiskostnað. Gjöld og skattar virðast heldur ekki spila stóra rullu í samkeppnismálum hjá ráðherra sem þó er í forsvari fyrir skattlagningu og fjármálum ríkisins. Fjármálaráðherra er auðvitað sá sem ætti að vita mest og bezt um þessi mál öll og eru þessi einföldu og fátæklegu skrif hans um samkeppnishæfni landsmanna því hvorki gleðileg né gæfuleg.
Um launastöðuna er það að segja að laun eru skv. síðustu alþjóðlegum skýrslum miklu hærri í Sviss en á Íslandi, eða tæplega 33% hærri. Meðallaun í Sviss 2016 voru 5.943 evrur á mánuði eða um 740.000 kr.; í Noregi voru þau 5.605 evrur eða 700.000 kr.; í Danmörku 4.073 eða evrur, 510.000 kr. og í Svíþjóð 3.879 evrur eða 485.000 kr. Á Íslandi voru meðallaun 4.487 evrur, eða 560.000 kr., á mánuði. Þar sem Sviss og Noregur, sem eru í 1. sæti og 11. sæti samkeppnishæfustu þjóða Evrópu, eru með 33% og 25% hærri laun en Ísland verður skortur á samkeppnishæfni Íslands vart skýrður með háum launum.
Jafn undarlegt og það er virðist fjármálaráðherra og ýmsir aðrir ráðamenn svo að ekki sé nú talað um höfuðpaurinn óforbetranlega, seðlabankastjóra vera blindur fyrir því að það eru vextirnir, ekki launin, sem eru að sliga íslenzkan atvinnurekstur og samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja..."
Svo segir Ole einnig:
"Beint horfir dæmið svona við:
Stýrivextir í Sviss eru -0,75%, í Svíþjóð -0,5%, í evrulöndum 0,0%, í Danmörku 0,05% og í Noregi 0,5%.
Hér á Íslandi eru stýrivextir hins vegar 4,25%. Mörgum sinnum hærri en í þeim löndunum, sem samkeppnishæfust eru.
Eins og við sjáum eru stýrivextir á Íslandi 5% hærri en í Sviss og 4,75% hærri en í Svíþjóð. Stýrivextir gilda milli seðlabanka og viðskiptabanka. Vextir og vaxtamunur milli viðskipabanka og almennings eða fyrirtækja eru miklu hærri. Ganga má út frá því að vextir viðskiptabanka hér séu að meðaltali 5% hærri, en í þeim löndum, sem samkeppnishæfust eru..."
Ole ber þarna saman prósentur milli gjaldmiðla beint. Hann getur þess ekki að það er munur á vöxtum á láni í erlendri mynt og láni í íslenskum krónum. Ef tekið er langtíma lán í svissneskum frönkum segjum til húsnæðiskaupa, þá er skuldin í svissneskum frönkum og vextirnir mun lægri en á íslensku húsnæðisláni, verðtryggðu eða óverðtryggðu.
Þetta er myndbirting á á einhliða áróðri landsölumanna sem vilja fullveldið feigt. Bera saman epli og appelsínur, erlendan gjaldeyri og innlendan og svo prósentur. Falsfréttir myndi einhver þekktur maður kalla þetta.
Svo reynir hann að koma því inn hjá fólki að stýrivaxtaprósentur séu þeir vextir sem fólki bjóðast út í banka ef það vill til dæmis fá lán fyrir bíl. Ole gæti orðið ríkur fljótt í Sviss ef málið væri svo einfalt. En svo er ekki og menn væru fljótir að fá skellihlátur þar ef menn færu fram á slíkt. Þá myndi líklega íslenskar vaxtaprósentur sýnist sanngjarnar í samanburði og skýra fljótt af hverju svissneskur almenningur keyrir ekki um á Rolls Royce.
Fólk verður að vara sig á falsfréttum sem fullveldisökumenn Evrópusambandsins reyna að beita fyrir það.
Ole A. er hættulegur áróðursmaður í efnahagsmálum sem fólk þarf að átta sig á.(En ég er ánægður með Z-etuna hjá honum)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.