10.9.2018 | 09:12
Engin vindorka á Íslandi?
skyldi maður halda vegna þess hversu íbúar eru öndverðir við öllum hugmyndum um nýtingu hennar.
Í Þykkvabæ skrifuðu einhverjir tugir undir mótmæli gegn vindmyllum og sveitarstjórnin lyppaðist niður. Engar vindmyllur fá að rísa. Engu breytir að slíkar framkvæmdir eru 100% afturkræfar mótsett við Hvammsvirkjun og Urriðafossvirkjun svo eitthvað sé nefnt.
"Stærsta sjávarvindorkubú heimsins hefur nú verið klárað fyrir rétt undan strönd Bretlands. Kostnaður við uppsetningu á orkubúinu var um 140 milljarða íslenskra króna. Hver vindmylla er um 190 metrar á hæð, til samanburðar má nefna að Hallgrímskirkja er rúmlega 75 metrar á hæð. Alls eru 189 vindmyllur sem geta framleitt 660 MW, en til samanburðar getur Kárahnjúkavirkjun framleitt 690 MW.
Það var danska fyrirtækið Orsted sem byggði og rekur orkubúið en framkvæmdir hófust árið 2015. Um 250 manns munu sjá um viðhald og rekstur orkubúsins."
Biokraft reisti 2 vindmyllur í Þykkvabæ fyrir nokkrum árum.Þær gengu áfallalaust nokkur ár þar til önnur brann og hefur ekki verið endurnýjuð.Nú er útséð um að fleiri vindmyllur fá ekki að rísa á þessum slóðum þrátt fyrir mjög hagstæð skilyrði.
Það er leitt að vindorkuna á Íslandi má ekki nýta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þetta eru athygliverðar tölur. Miðað við síðustu tölur um kostnað við Kárahnjúkavirkjun sem ég sá við snögga leit var hann skv. Landsvirkjun 146 milljarðar árið 2008. Miðað við byggingarvísitölu er það um 260 milljarðar á núvirði. En þú ert semsagt að segja að með vindmyllum hefði mátt ná sömu orkugetu fyrir helminginn af þessu?
Þorsteinn Siglaugsson, 10.9.2018 kl. 10:15
Og rekstrarkostnaður við Walney Extension vindorkubúið er það hár að ekki er hægt að selja orkuna á framleiðsluverði og skattgreiðendur þurfa að standa undir 80% af raforkuverðinu. Vindorka er dýr orka. Ending er ekki góð og viðhald mjög mikið, eins og dæmið í Þykkvabænum sýnir. Þess vegna hafa margir kosið að brenna frekar kolum sem gefa nærri fimmfalt meiri orku fyrir sama verð og virka í logni.
Vagn (IP-tala skráð) 10.9.2018 kl. 10:47
Eftir snögga leit sýnist mér viðhaldið áætlað 1-2% af fjárfestingunni í vindmyllum. Ég er ekki frá því að það sé svipað í vatnsafli.
http://drømstørre.dk/wp-content/wind/miller/windpower%20web/en/tour/econ/oandm.htm
Þorsteinn Siglaugsson, 10.9.2018 kl. 10:58
Það ætti að vera í lagi að leifa mönnum að reisa vindmillur ef þeir sýna framá að það sé ódýrari orka og standist umhverfis hugsun allmennings en málið er meir að menn eru ekki að hugsa um það heldur selja svokallaða umhverfisvæna orku á háu verði til Evrópu og láta svo ríkið kaupa kjarnorku framleitt rafmagi á pappírum frá Evrópu eða hver veit hvaðan sá aðilar fá hana.Kannski Kína.
Valdimar Samúelsson, 10.9.2018 kl. 12:53
Það sem mér finnst kyndugast er að eigi maður land og vilji maður reisa á vindmyllu þá getur nágranninn stöðvað það með því að mótmæla á grundvelli þess að honum finnist vindmyllur ljótar. Ég hef orðið vitni að því endurtekið að svona er þetta. Þú mátt ekki nýta eign þína.
Halldór Jónsson, 10.9.2018 kl. 14:12
Þú mátt ekki slá blettinn þinn á nóttunni þó þú egir bæði blettinn og sláttuvélina. Þú mátt ekki hækka húsið þitt um fjórar hæðir þó þig langi til að horfa niður til nágranna þinna. Og þú værir snarlega handtekinn og lokaður inni ef þú stæðir á flautunni í þínum bíl á þínu bílaplani við þitt hús á þinni lóð. Eignarétturinn veitir þér enga heimild til að ganga á rétt nágranna þinna og rýra verðmæti eigna þeirra eða valda óeðlilegri truflun. Og vindmillur eru bæði ljótar og hávaðasamar.
Vagn (IP-tala skráð) 10.9.2018 kl. 14:31
Það er ansi margt sem segja má um vindmyllur, og flest af því er neikvætt.
1. Uppgefin framleiðslugeta rafmagns er alltaf uppgefin við hámarksafköst. Hámarksafköst miðast við vindhraða 20-23 metra á sekúndu. Reynsla Bandaríkjamanna er sú, að raunveruleg framleiðsla sé um 50-60% af framleiðslugetu. Vindmylla skilar engu á logni og hægum vindi, og hana þarf að stöðva þegar vindur fer upp fyrir 23 metra á sekúndu.
2. Vindmyllur í Bandaríkjunum eru í flestum tilvikum uppsettar vegna þess að ríkið greiðir 1/3 af kostnaði, fylki greiða oft 1/3 og fjárfestir 1/3. Framlög ríkis og fylkis er óafturkræf. Vindmylluna má afskrifa á fimm árum. Að liðnum þessum fimm árum, er vindmyllan einfaldlega seld til nýs rekstraraðila, og þá hefst nýtt afskriftartímabil. Sem þýðir að fyrirtæki á borð við stórar endurskoðunarskifstofur, lögfræðistofur og álíka fjárfesta grimmt í vindorku.
3. Vindmyllur framleiða aldrei uppgefnar tölur. Uppgefin framleiðslugeta er alltaf miðuð við bestu skilyrði. Reynslan í Bandaríkjunum sýnir að raunveruleg framleiðsla er 50-60% af uppgefinni framleiðslugetu. Framkvæmda- og framleiðslukostnaður er því töluvert hærri en gefin er uppvið byrjun framkvæmda.
4. Gríðarlegt landflæmi þarf til að framleiða orku með vindmyllum. Það þarf u.þ.b. 10-20 hektara til að framleiða 1 MW.
5. Raforka framleidd með vindmyllum er afar ótrygg. Eins og veðrið er akkúrat núna, í þessum skrifuðu orðum, þá væri raunveruleg framleiðslugeta mest hugsanleg 10% af uppgefnum afkastatölum. Þetta á við um landið í heild. Þetta þýðir að atvinnulífið getur ekki treyst á þessa orku.
6. Vindmyllur hafa afskaplega mikil áhrif á sitt nærumhverfi. Í fyrsta lagi, þegar vinstyrkur er nægur til framleiðslu, þá fylgir framleiðslunni sífelldur hvinur sem berst töluvert langa leið í loftinu. Þess utan þá berast lágtíðnihljóð í jörðu langa leið. Þetta er svona svipað og íbúar í nokkrum húsum frá sé með standandi partý og spilar tónlist með miklum bassa. Í sjálfu sér ekki hávært, en ótrúlega hvimleitt. Það er samfella í hljóðinu, og er mest áberandi um kvöld og nætur, þegar fólk vill hafa ró og næði.
Í öðru lagi þá hefur stærð spaðanna þau óæskilegu áhrif að sólarljós blikkar í sífellu undan sól. Þetta reynist sumum ákaflega erfitt að lifa við.
Þá má margt meira segja, en ég nenni því ekki.
Hilmar (IP-tala skráð) 10.9.2018 kl. 15:31
Það er stór kostur við vindmyllur að umhverfisáhrif þeirra eru að fullu afturkræf. Vitanlega reisir enginn vindmyllur í þéttbýli og það er auðvitað eðlilegt að fólk vilji síður hafa þær í bakgarðinum. Líklega er heppilegast að reisa vindmyllugarða fjarri mannabyggð. Þannig má lágmarka áhrifin á nærumhverfið.
Hvað kostnað og framleiðslugetu varðar er það viðfangsefni þess sem fjárfestir í vindmyllunum að taka ákvörðun um hvort fjárfestingin sé skynsamleg. Ég veit ekki til þess að orkuframleiðsla með vindmyllum sé ríkisstyrkt hérlendis svo hagkvæmnin kemur þá skattgreiðendum í raun og veru ekkert við.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.9.2018 kl. 16:04
Nei, ríkisstyrkir, eða skortur á þeim, útskýrir ekki áhuga á vindmyllum á Íslandi. En ríkisstyrkir og afskriftareglur útskýra af hverju vindmyllur eru reistar í Bandaríkjunum. Ef engir ríkisstyrkir væru í boði, og afskriftir yrðu lengdar í t.d. 20 ár, n.b. ef hún er í rekstri, þá myndu þær verða mun færri en raun ber vitni. Þegar skattalegt hagræði og ókeypis peningar frá almenningi ræður úrslitum, frekar en verð og eftirspurn, þá er eitthvað að.
Það er ekkert útilokað að einhverjir bændur sjái sér hag í byggingu vindmyllna, og í eðli sínu, þá væru þær byggðar á landi þeirra, og eins stutt frá notkunarstað eins og kostur er, þar sem raflagnir í jörð eru dýrar. Flestir bændur eiga nágranna, og í sumum tilvikum hefði bygging vindmyllu áhrif á þá, og þá er það spurningin hvor er rétthærri, sá sem hagnast á byggingunni, eða sá sem þarf að þola áreiti óbætt.
Þá er eftir að minnast á, að afar ólíklegt er að ráðist verði í gerð vindmyllugarða, án þess að ríkið kæmi að því með einhverjum fjárframlögum. Það er reynsla allra þeirra landa sem ráðist hafa í slíkar framkvæmdir. Ólíklegt að veski okkar skattborgara yrði látið í friði ".. í þjóðhagslega hagkvæmum framkvæmdum"
Hilmar (IP-tala skráð) 10.9.2018 kl. 16:22
Ég verð að segja að ég yrði ekki hrifin ef ríkið styrkti vindmillubóndann en allir vita að þetta er óhagkvæmt eins og Gufan en báðar þessar aðferðir krefjast mikils viðhalds. Enron á sínum tíma gafst upp en það þurfti að skipta um gírkassanna oft. Ég hefði haldið að menn fengju að setja upp vindrafstöðvar fyrir sjálfan sig en ég var með 500watta fyrir nokkrum árum en það kostaði rafgeyma en núna er hægt að selja inn á línukerfið.
Valdimar Samúelsson, 10.9.2018 kl. 17:29
Þekki þetta nú ekki nógu vel með kostnaðinn. En það er athyglivert að t.d. samkvæmt heimildinni að neðan er kostnaður á framleidda MWst sá sami í vindorku og vatnsorku.
https://www.windpowermonthly.com/article/1455361/tipping-point-2017-wind-cost-analysis
Ath. að hér er aðeins verið að horfa á kostnaðinn, mögulegir styrkir koma hér ekkert inn. Ef þetta er rétt er nokkuð ljóst að í rokrassgati eins og á Íslandi ætti vindorka að geta orðið mjög ákjósanlegur kostur. Og þá er líka mikilvægt að koma í veg fyrir að fólk lendi í vanda eins og vindorkubóndinn í Landeyjum, að framleiðslan sé allt í einu stöðvuð með geðþóttaákvörðun sveitarstjórnar.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.9.2018 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.