10.9.2018 | 19:05
Fákænska
finnst mér aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sem hún boðar til að draga úr hnattrænni hlýnun.
Fréttin í Mbl segir svo:
"Með nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum markar ríkisstjórnin þá stefnu að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði almennt óheimilar eftir árið 2030. Þessi aðgerð og fleiri eru hluti af átaki í orkuskiptum í vegasamgöngum, sem hefur það markmið að notkun jarðefnaeldsneytis leggist á endanum af.
Raunhæft er talið að stefna að því að hætta notkun jarðefnaeldsneytis alfarið á Íslandi fyrir miðja þessa öld, samkvæmt því sem fram kemur í aðgerðaáætluninni.
Í aðgerðaáætlun stjórnvalda segir að samfara þessu banni við nýskráningum bíla sem einungis ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verði þó gætt sérstaklega að hugsanlegum undanþágum. Mögulega verði þannig gerðar undanþágur, með vísan til byggðasjónarmiða, á þeim svæðum þar sem erfitt væri að nota aðra bíla en þá sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu.
Með því að stefna að þessu banni við sölu bíla sem ganga einungis fyrir bensíni og dísilolíu myndi Ísland feta í fótspor ríkja á borð við Frakkland og Bretland, en ríkisstjórnir beggja tilkynntu í fyrra að stefnt yrði að hinu sama frá árinu 2040.
Skoða að úrelda eldri bíla
Í aðgerðaáætluninni segir einnig að gerð verði úttekt á mögulegum ávinningi þess að ráðast í tímabundið átak við úreldingu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti í því skyni að flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum.
Við úreldinguna yrði horft til aldurs og eyðslu bílanna. Metið verður hvort tímabundið átak sé líklegt til að skila sama eða meiri árangri en ef sömu upphæð yrði varið til styrkingar innviða fyrir loftslagsvæna bíla. Horft verður til reynslu annarra sem sett hafa upp slík stuðningsverkefni, segir í aðgerðaáætlun stjórnvalda.
Þar kemur einnig fram að ríkið ætli að verða leiðandi í að samfélaginu þegar kemur að hlutfalli visthæfra bíla og að þeim verði fjölgað eins hratt og mögulegt er, með kröfum um að ríkið kaupi ætíð rafbíl eða annað visthæft ökutæki er bílaflotinn er endurnýjaður.
Minnka losun frá vegasamgöngum um helming
Stefnt er að því að losun koltvísýrings frá vegasamgöngum á Íslandi verði árið 2030 um það bil helmingi minni en nú er, eða 500.000 tonn árið 2030 í stað nærri milljón tonna nú.
Reiknað er með að þessu markmiði verði náð einkum með stórauknu hlutfalli rafbíla og annarra vistvænna ökutækja í bílaflotanum, segir í aðgerðaáætlun stjórnvalda, sem stefna að því að hlutfall endurnýjanlegrar orku í vegasamgöngum verði orðið 40% árið 2030.
Það eru þó ekki bara orkuskiptin sem ætlað er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Efling almenningssamgangna, hjólreiða og göngu sem samgöngumáta er einnig sögð mikilvægur þáttur í að draga úr losuninni.
Huga þarf að samgöngumiðuðu skipulagi sem gerir aðra ferðamáta en einstaklingsbíla að raunhæfum valkostum. Samtímis er mikilvægt að breyta ferðavenjum, gera þær fjölbreyttari með öflugum almenningssamgöngum, deilihagkerfislausnum og styrkingu innviða fyrir gangandi og hjólandi, segir í aðgerðaáætlun stjórnvalda."
Hvað með flugsamgöngurnar? Ætlar ríkisstjórnin að leggja hömlur á flugið sem mengar margfalt kröftugar en landsamgöngurnar.? Á Ísland sem mengar brot af því sem stórþjóðirnar gera að gera sér lífið svona erfitt? Á það að neita sér um vörubíla og jarðvinnuvélar 2030?
Hverskyns utópíu fyrir Ísland sér þetta fólk fyrir sér?
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna er byggð á ósönnuðum vísindum sem margir vísindamenn færa gild rök gegn. Magn CO2 í andrúmsloftinu hefur ekki verið lægra í 600 milljón ár
Á ég að styðja þessa fákænu aðgerðaáætlun í loftslagsmálum bara af því að ég er í Sjálfstæðisflokknum sem hefur ekki rætt þetta á landsfundi?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hefðum við verið í vandræðum með mengun í einhverri borg þá væri þetta réttlætanlegt bara vegna þess en ekki hnattrænni hlýnun.
Aðstæður hér réttlæta þessar aðgerðir ekki.
Valdimar Samúelsson, 10.9.2018 kl. 19:51
Það er vel mögulegt að þessi áætlun sé ekki raunhæf. En hvaðan í ósköpunum færðu þá hugmynd að magn CO2 hafi ekki verið lægra í 600 milljón ár, fyrir nú utan hvaða máli slíkt skiptir þegar það liggur fyrir að það er nú um 50% hærra en það var síðustu þúsund árin og meginbreytingin hefur átt sér stað frá því um miðja síðustu öld?
Þorsteinn Siglaugsson, 10.9.2018 kl. 20:19
Þakka þér fyrir þennan pistil Halldór. Mér satt að segja brá í brún við að heyra það að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn flokkur boða og banna og beygir kné og krýpur fyrir hinum nýju trúarbrögðum páfans Al Gore. Það var ömurlegt að hlusta á formann flokksins tala um það hvað við mundum græða mikið á þessu. Hvar og hvenær hefur nokkur grænt á svonefndu "grænu hagkerfi"?
Svo á að moka ofan í skurði sem á sínum tíma voru grafnir til að gera landið byggilegt. Hefur eitthvað breyst í því efni? Jú það á að endurheimta votlendi? Skortir eitthvað á að það sé nóg af því? Svo má engin keyra um á bensínbíl eftir 1930 nema hafa undanþágu. Hvenær var það liður í stefnu Sjálfstæðisflokksins að takmarka valfrelsi fólks?
En mér sýnist þetta í raun vera ýkt útfærsla á stefnu ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms sem byggði á grænni atvinnuuppbyggingu, en það kostaði ríkið marga milljarða og ekkert ávannst. Nú ætlar forusta Sjálfstæðisflokksins að taka þessa stefnu upp enda skammtímaminnið lítið hjá þessu fólki.
Fannst satt að segja dapurlegt að horfa upp á þessa hringavitleysu sem forusta Sjálfstæðisflokksins ætlar að leiða yfir þjóðina.
Jón Magnússon, 10.9.2018 kl. 21:54
Átti að sjálfsögðu að vera grætt á grænu hagkerfi.
Jón Magnússon, 10.9.2018 kl. 22:04
Síðast var svipað gert af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks (hluta af þingflokknum), Alþýðubandalags og Framsóknarflokks 1980-1983 þegar horfið var frá húsahitun með orku frá jarðefnaeldsneyti og lagt í mikinn kostnað við hitaveitur út um allt land.
Ómar Ragnarsson, 10.9.2018 kl. 23:34
Æ, ég held að við ættum að slappa af og anda með nefinu. Það er engin vá fyrir dyrum þó að dregið verði úr olíueyðslu og bílvélar verði gerðar einfaldari og viðhaldsminni. Ég get reyndar skilið að olíuframleiðendur og aðrir sem missa spón úr aski sínum séu óhressir. Ég get hins vegar ómögulega skilið hvers vegna sumir menn, sem engra hagsmuna þurfa að gæta, skuli berjast af slíkri hörku gegn olíusparnaði og rafvæðingu bílaflotans.
Þróun rafbílsins er enn í fullum gangi. Lithium rafgeymarnir eru orðnir ódýrari og draga lengra. Og auðvitað verða þeir settir í endurvinnslu að lokinni notkun. Hitt er verra ef hráefni í þessa rafgeyma eru unnin í þrælavinnu, slíkt verður að koma í veg fyrir, sem og þrælavinnu við framleiðslu á tískufatnaði.
En þróunin heldur áfram. M.a. ríkir mikil bjartsýni um að "ofurþéttar" (superkapasitorar) muni, áður en langt um líður, koma í stað hefðubndinna rafgeyma. Þá munu ýmis vandamál, svo sem þyngd geymisins og tíminn við að hlaða, heyra sögunni til.
Olía eru auðæfi sem ættu að endast mannkyninu alla tíð. Taka mætti undir með eðlisfræðingnum Harald Lesch, prófessor í München, sam sagði að jarðolía væri svo dýrmæt að hana ætti einungis að nota í lyfjaiðnað.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.9.2018 kl. 23:50
Ómar Ragnarsson.
Af hverju hélstu þá ekki bara kyrru fyrir í hitaveitu híbýli þíns og fórst á íbúðinni þinni í vinnuna. Þú hefðir líka getað flogið um Ísland á íbúðinni, fyrst að þetta sem þú kallar "þvinguð orkuskipti" hentar þér svona vel.
Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2018 kl. 01:13
Þorsteinn
ætlum við Íslendingar enn að rýra lífskjör okkar verst settu með þ´vi að elta mýrarljós Algore og hinna fjörtíuþúsund fífla í París með CO2 drauginn?
Af hverju fylgjum við ekki Donald Trump og skynseminni varðandi loftslagsmálin?
Á Íslandi þar sem allri mengun er sópað á haf út í næsta roki sem kemur örugglega innan viku verður allt vitlaust yfir einstakri svifryksmælingu í Kvosinni? Það er rokið til og kallað eftir banni á nagladekk í miðri snjókomunni í stað þess að hætta að nota ónýtt malbik í stað steyptra slitlaga.
CO2 hefur ekki verið lægra í andrúmsloftinu í 600 milljón ár. CO2 er undirstaða lífsins. Við þurfum að auka það en ekki minnka til að auka gróður jarðar.
Að skattleggja okkar minnstu bræður til að elta þessa vitleysu Evrópusambandsins og EES samningsins er dæmi um fákænsku okkar stjórnmálamanna og skorts á sjálfstæðri þjóðarhugsun.
Af hverju?
Halldór Jónsson, 11.9.2018 kl. 02:04
Og hvað skyldi svo Sjálfstæðisflokkurinn bannfæra og banna þegar það kólnar á ný á okkar slóðum. Hvað á þá að bjóða íslenskri þjóð upp á af þvinguðum sovéskum hernaði Sjálfstæðisflokksins á fólkið í landinu?
Ekki nóg með það að formaðurinn virðist vera svo dómgreindarskertur að hann skildi ekki þjóðina í Icesave, þó svo að hann skildi bankabox í skattaskjóli, þá skilur hann heldur ekkert í því hvað Sjálfstæðisflokkurinn á að standa fyrir núna, eins og hann átti að standa fyrir þá. Þessi maður er ekki hæfur sem formaður flokksins lengur. Hann er úti að aka. Úti að aka! Syndandi í rugli!
Maður bókstaflega froðufellir af bræði vegna þessa aumingjaskapar. Ég hef greinilega fjárfest hér í tapara.
Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2018 kl. 02:21
Er ekki frekar málið og spurning fyrir hvaða minnihlutahóp er ríkisstjórnin að tilkynna Íslendungum að þeir megi nú ekki aka mikið lengur á bílum sem eru enn framleiddir á heimsvísu og munu verða framleiddir næstu í hið minnsta 100 ár.
Er það kannski til að þjóna ESB já eða borgarbúa í Reykjavík.?
Er það kannski litli hópurinn sem gekk með Co2 spjöld niður laugaveginn fyrir helgi.
Það skildi þó ekki vera að hann hafi verið sviðsettur af Katrínu sjálfri svona til þess að undirbúa jarðvegin
Valdimar Samúelsson, 11.9.2018 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.