19.9.2018 | 16:28
Miklubrautarframkvæmdin
neðan Lönguhlíðar er furðuframkvæmd að því að mér finnst.
Þarna var framkvæmt fyrir hundruð milljóna án þess að flutningsgeta Miklubrautarinnar hafi breyst í nokkru.
Grjótgarður var hlaðinn og tré gróðursett með honum til að tryggja tilvist hans. Gönguljós er á akbrautinni sem hver gárungi getur leikið sér með að stöðva alla bílaumferð sem hefur áhrif til Háaleitisbrautar og vestur í Háskóla. Annað samskonar gönguljós er austan við Lönguhlíð með sömu truflunarmöguleika. Í ár var byggð glæsileg göngubrú á Breiðholtsbraut þar sem varla nokkur maður fer yfir að því að séð verður. Af hverju voru ekki byggðar göngubrýr eða undirgöng á Miklubraut þar sem fólk sést á ferð?
Hvað fer margt manna eftir hjólabrautarveginum sem liggur í þjóðvegarbreidd 2.frá vinstri? Hvað fara margar persónur eftir þjóðveginum sem liggur lengst til vinstri, hvorutveggja samsíða akbrautunum.
Til hvers er rauða akreinin sem liggur til austurs hægra megin? Hvað fara margir eftir henni?
Hvað fara margir eftir akbrautunum á Miklubraut á sama tíma?
Blasir ekki við að að það þarf hugsanlega að saga af blokkinni við Lönguhlíð og taka einhver hús í burtu neðar? Fjölga akreinum á Miklubraut í stað þess að fækka þeim um þriðjung frá Háaleitisbraut? Breikka brautina allstaðar? Er ekki stokkhugmyndin fáránleg vegna kostnaðar og óhagkvæmni þegar við blasir að hægt er að greiða umferðina á langt um auðveldari hátt?
Er ekki Miklabraut fyrir fólk til að ferðast eftir?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ég hef skrefamælt allt þetta svæði og greint frá niðurstöðunni af því í pistlum mínum. Það skiptir engu máli, hvað hjólabrautirnar taka mikið rými af Klambratúninu á meðan það eru aðeins tvær akreinar í hvora átt í vestur og austur.
Við enda túnsins eru flöskuhálsarnir sem öllum vandræðunum valda.
Það er hægt með uppkaupum á nokkrum húsum og tilfærslu bílastæða að breikka Miklubrautina í þrjár akreinar í hvora átt.
Það er mikið verk og ekki auðleyst að "saga" endann af Lönguhlíðarblokkinni en hugsanlega hægt að leggja gönguleið í gegnum endann og leggja af búsetu í þessum endaíbúðum.
Það þyrfti að gera kostnaðaráætlun um breikkunarkostinn og bera kostnaðinn saman við aðra kosti.
Ómar Ragnarsson, 19.9.2018 kl. 17:41
Það er rétt Ómar
maður leggur ekki 3 tommu rör með litlum kafla einshversstaðara á leiðinni sem er bara 2 tomma og ætlast til að fá óhindrað flæði í gegn. Dagur B. virðist hinsvegar halda að þetta fúnkeri af því að megni af leiðinni er þetta 3 tomma.
Halldór Jónsson, 19.9.2018 kl. 20:20
Að sjálfsögðu á að setja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut upp fyrir gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, þannig að Miklabrautin liggi undir Kringlumýrarbrautina og gatnamótin því mislæg.
Miklabraut í stokk - Myndband
19.2.2018:
"Að færa Miklubraut á milli Snorrabrautar og Kringlunnar í stokk tæki um þrjú ár," segir Árni Freyr Stefánsson verkfræðingur.
"Grafinn yrði skurður, um 32 metra breiður og 10 metra djúpur og í þessum skurði steyptur stokkur.
Þetta yrði 2 + 2 vegur, keyrt niður í og upp úr stokknum við Snorrabraut og til móts við Kringluna.
Og aðreinar og fráreinar yrðu við Kringlumýrarbraut," segir Árni Freyr."
Þorsteinn Briem, 20.9.2018 kl. 02:25
30.6.2018:
"Miklabraut í stokk er ekki nefnd sérstaklega í sáttmála meirihlutaflokkanna í borginni en Dagur [B. Eggertsson borgarstjóri] segir að í sáttmálanum sé talað um að lokið verði samkomulagi við ríkið um lykilaðgerðir til að létta á umferðinni og stokkurinn sé sú aðgerð sem hefur komið sterkast út í því skyni."
"Milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins er samkomulag um samgönguframkvæmdir og borgarlínu, sem bæði ráðherrar ríkisstjórnarinnar og við hjá borginni höfum talað um að mikilvægt sé að unnið sé að.
Það hefur komið út úr frumathugun að setja Miklubraut í stokk sé gríðarlega mikilvæg framkvæmd fyrir bæði umferðina og umhverfið, hljóðvist og allt mannlíf á svæðinu," segir Dagur og bætir við að hann hafi talað skýrt um mikilvægi framkvæmdarinnar.
"Það er hægt að ráðast í þetta mjög hratt ef sameiginlegur vilji er fyrir hendi og ekki mun standa á borginni í þeim efnum," segir Dagur."
Þorsteinn Briem, 20.9.2018 kl. 02:27
Þjóðvegir í Reykjavík eru til að mynda Hringbraut, Miklabraut og Kringlumýrarbraut.
Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru því hluti af þjóðvegakerfinu.
Þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu, október 2009 - Kort á bls. 4
"8. gr. Þjóðvegir.
Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegaskrá. ..."
Vegalög. nr. 80/2007
Þorsteinn Briem, 20.9.2018 kl. 02:30
4.5.2017:
"Nú er verið að hefjast handa við gerð strætóreinar á Miklubraut til austurs á veghlutanum milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs.
Einnig á að leggja göngu- og hjólastíga meðfram Klambratúni.
Reykjahlíð verður lokað við Miklubraut og gert verður hellulagt torg (upphækkuð hellulögn) á gatnamótum Reykjahlíðar og húsagötu við Miklubraut."
"Framkvæmdirnar eru í samræmi við setta stefnu í Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 um að auka vægi almenningssamgangna og auðvelda fólki að komast leiðar sinnar gangandi og hjólandi um borgina."
Þorsteinn Briem, 20.9.2018 kl. 02:38
Rúmlega fjórðungur Reykvíkinga (28,3%) ferðuðust fótgangandi, á reiðhjóli eða í strætisvagni, samkvæmt ferðavenjukönnun Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar árið 2014.
17.12.2014:
Hlutdeild vistvænna samgangna eykst verulega í Reykjavík
Þorsteinn Briem, 20.9.2018 kl. 03:49
Væri ekki einfaldast að heimila almenna umferð um rauðu akgreinarnar milli kl 08-09 á morgnana og 17-18 síðdegis? Það myndi auka flæðið og stytta bið á mestu álagstímum.
Stefán Þ Ingólfsson, 20.9.2018 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.