Leita í fréttum mbl.is

Stytting vinnuvikunnar

hefur verið reynd áður með þekktum afleiðingum. 

Ólafur Jóhannesson lögleiddi 10 % styttingu vinnuvikunnar ofan á lögskipaða 10 % taxtahækkun yfir línuna sem var auðvitað meira af því sama og jafngilti 20 % taxtahaækkun yfir línuna. Ekki launahækkun nema fyrir næstu útborgun.

Afleiðingin varð áratuga óðaverðbólga og upptaka verðtryggimgar fjárskuldbindinga.

Nú vilja nýkommarnir í verkalýðshreyfingunni fara þessa leið um leið og þeir vilja afskaffa verðtrygginguna. Þau njóta talsverðs stuðnings meðal eldra fólks.

Svo segir í Mogga eftir fráfarandi formanni BSRB:

" Eitt af stóru verk­efn­um BSRB er vinnu­tími og Elín sagði að marg­ir þurfi að vinna lang­an vinnu­dag, taka þá yf­ir­vinnu sem býðst og jafn­vel vera í fleiri en einni vinnu til að sjá sér og sín­um far­borða. 

„Við því þarf að bregðast með því að hækka lægstu laun­in svo þau dugi til að lifa mann­sæm­andi lífi. Ef við sem sam­fé­lag get­um ekki náð sam­an um það er illa fyr­ir okk­ur komið,“ sagði Elín og bætti við að nú­ver­andi skipu­lag um vinnu­tíma væri næst­um því hálfr­ar ald­ar gam­alt.

„40 stunda vinnu­vik­an er ekk­ert lög­mál. Í ára­tugi hef­ur BSRB beitt sér fyr­ir því að vinnu­vik­an verði stytt í 36 stund­ir. Og okk­ur hef­ur orðið býsna vel ágengt. Til­rauna­verk­efni með Reykja­vík­ur­borg og rík­inu hafa skilað verðmæt­um niður­stöðum sem hægt er að byggja á.“

"Það sem hann helst varast  vann, varð þó að koma yfir hann,." mælti séra Hallgrímur án þess líklega að þekkja hugtakið vinnuvika.

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir ári síðan þá samþykkti Borgarráð að tillögu Dags að starfsfólk Reykjavíkurborgar gæti fengið greitt fyrir meir en 100% vinnu. Síðan var útvöldum hópum innan Reykjavíkurborgar boðið að taka þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar þ.e.a.s. að fá sömu laun fyrir minni viðveru, auðvitað vilja allir hærra tímakaup og reyna að finna alskyns huglæg rök fyrir því hvers vegna það sé frábært að stytta vinnuvikuna.

Borgari (IP-tala skráð) 18.10.2018 kl. 08:27

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef afköst eru þau sömu eftir styttingu vinnuvikunnar og þau voru fyrir styttinguna geta verið tvær ástæður fyrir því:

Önnur er að starfsmaðurinn hafi ekki nóg að gera.

Hin er að starfsmaðurinn vinni ekki nægilega skipulega fyrir styttingu en neyðist til að skipuleggja sig betur eftir styttingu.

Líklega er ástæða þess að afköst hjá opinberum skrifstofum minnka ekki við styttingu sú, að þar sé of mikið af fólki sem hefur of lítið að gera.

Ef við veltum nú fyrir okkur alvöru störfum (ekki hjá því opinbera), t.d. afgreiðslu í matvöruverslun, er þá líklegt að starfsmaðurinn afkasti jafn miklu á sex tímum og á átta tímum? Bersýnilega ekki. Vinnuhraðinn breytist ekki, en tíminn styttist og þar af leiðandi minnka afköstin. Verslunin þarf að ráða fleira fólk til starfa. Launakostnaður hækkar og matarverð hækkar líka.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2018 kl. 10:17

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það eru fleiri hliðar á málinu varðandi styttingu vinnuvikunnar, svo sem sú, að aukin tækifæri til bætts fjölskyldulífs, sem skila sér í betri líðan bæði í vinnu og utan vinnu. 

Auk þess sem langur vinnutími eykur hættu á þreytu og "kulnun". 

Loks er rétt að skjóta því að, að "óðaverðbólgan" svonefnda, skall á með hernámsframkvæmdunum, komst í hæðir 1942 og var ekki kveðin niður fyrr en með Þjóðarsáttinni 1989. 

Ómar Ragnarsson, 18.10.2018 kl. 11:47

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég  er ósammála mest öllu dem þú setur fram Ómar sem rök fyrir styttingu vinnuvikunnar. Meira frí þýðir bara minni vinnu og meira fjölskyldulíf hefur ekkert að gera með meiri vinnu.

Verðbólguhugsunarháttur komst kannski á 1942 en sú bólga hafði ekkert að gera með Óla Jóh bólguna sem voru pólitísk afglöp vinstri stjórnar hans og Lúvíks

Halldór Jónsson, 18.10.2018 kl. 12:20

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Halldór.

Viltu meina að 40 stunda vinnuvika sé pólitísk afglöp?

Sjálfur efast ég reyndar ekki um að afglöp pólitíkusa þegar kemur að því að skipta sér af vinnutíma fólks. En af allt öðrum ástæðum.

Þú hefur efalaust heyrt um Parkinsons lögmálið og þekkir betur til þess en ég og þá veistu að því meiri tími sem hefur verið gefinn til að koma einhverju í verk, þeim mun meiri tíma mun það taka. 

Hægt á að vera samkvæmt lögmálinu að koma upp 500 manna vinnustað án þess að hann þyrfti nokkhverntíma að leita að verkefnum útfyrir hússins dyr, vinnustaðurinn verður sjálfbær hvað verkefni varðaði.

Sagt er meðaltals skrifstofumaðurinn fái minna en 3 tíma verkefni á 8 tíma vinnudegi og því fer mikið af vinnudeginum í að finna út hvernig á að láta tímann líða. 

Þegar maður heyrði fyrst af þessu undarlega lögmáli þá komu ráðstjórnarríkin fyrst upp í hugann og maður vorkenndi fólki að hafa lent í svona rugli. En það er svo undarlegt að eftir því sem á ævina hefur liðið þá sér maður meira af lögmálinu í sínu næsta umhverfi.

Það má þess vegna stytta vinnu vikuna um heilan dag í tæknisamfélagi nútímans án þess að það komi niður á neinum. En það er ekki víst að allir geti leift sér að þiggja átta tíma laun fyrir eins til tveggja tíma vinnu eftir að það hefði verið gert. Það gæti þurft að endurmeta gagnsemi starfa.

Magnús Sigurðsson, 18.10.2018 kl. 14:53

6 identicon

Er nýkommi nýtt orð yfir góða fólkið..?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.10.2018 kl. 15:47

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef rétt væri að meðalskrifstofumaður ynni aðeins þrjá tíma af átta er nokkuð bersýnilegt að í stað þess að stytta vinnudaginn væru vinnuveitendur þessara manna búnir að segja upp fimm áttundu þeirra. En hjá ríkinu gerist það auðvitað ekki og má gera ráð fyrir að þar sé sóunin umtalsverð.

Það er alveg rétt að verkefni hafa tilhneigingu til að klárast ekki fyrr en komið er að skiladegi. Þetta á hins vegar ekki um störf afgreiðslufólks, verkafólks, sjómanna eða önnur slík störf.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2018 kl. 17:09

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Rétt hjá þér Þorsteinn það er misauðvelt að koma auga á þetta. Þess vegna gæti þurft að endurmeta gagnsemi starfa.

Á tímum þegar það er til of mikið af öllu má segja að það sem helsta vantar sé lítið.

Varðandi verslanir þarf því málið ekki að vera flóknara en það að stytta opnunartímann, og bjarga um leið neytendum frá því að versla það sem ekki vantar.

Verkafólk, sjómenn og iðnaðarmenn hafa fengið á sig massaðan "eftirlitsiðnað" sem hefur verið að vaxa úr engu síðustu áratugi. Þar má segja að hlutfallið 3:8 hreinlega blikni.

Magnús Sigurðsson, 18.10.2018 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 3419725

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband