18.10.2018 | 22:44
18.október
var dagur sem samferðamaður minn, Sveinn B. Valfells, sagði mér á ferðum okkar erlendis sem sumar báru upp á þennan dag, að hann reyni ávallt að muna hvar hann væri á þessum degi. Það væri vegna þess að þá hefði orrustan við Leipzig verið útkljáð. "Volkerschlact" sem kostaði 200.000 manns lífið og endaði með ósigri Napóleons.
Jæja sagði hann í New York eitt sinn kl.17:00. Nú er orrustan búin og Napóleon flúinn. Hér sólin gengin í Vodkamerkið. Látum okkur fagna því. Og það gerðum við.
Hann var aldar þriðjungi aldar eldri en ég. Einhver,ef ekki algáfaðasti maður sem ég hef kynnst. Maður sem lagði sig eftir hverskyns lífsspeki, fólósófíu, eins og hann kallaði það og meinti þá líklega lífsleikni eins og það er kallað í dag.
Hann kunni ekki færri dæmisögur úr sínu lífi en góði dátinn Sveijk. Hann gerði sitt ýtrasta til að kenna mér skapstillingu og yfirvegun. Sum tókst en annað ekki.
En samræðum okkar gleymi ég aldrei og margt sem hann sagði innprentaðist í minn of trega haus. Hann var síkátur félagi og uppátektarsamur.
Eitt sinn í New York sagði hann mér að sjá muninn á New York búum og Íslendingum. Til dæmis líta þeir ekki við þó að við stillum okkur upp hér á götuhorni í Rockefeller Center og syngjum " Hvað er svo glatt" Sjáðu ég skal sanna það fyrir þér. Við syngjum það hér. Og svo gekk sólin aftur í Vodkamerkið og við heldum áfram að tala um fílósófíur.
Hann sagði eitt sinn þegar mér fannst við í vanda staddir." O, blessaður ekki hafa áhyggjur. Þetta fer einhvern veginn."
Það hefur verið mér ómetanlegt veganesti að hafa kynnst þessum manni Sveini B. Valfells. Tryggur og traustur maður og vinur vina sinna, maður skapstillingar og yfirvegunar. Kátur og lífsglaður maður sem þótti vænt um fólk og vildi kynnast sem flestum og vita um líf þeirra. Eiginlega það versta sem hann sagði um menn sem honum fannst ekki vera merkilegir: "Hann er nú eiginlega hálfgerður skarfur þessi."
Hann var jafnt heima að tala við mann um viðskipti með notuð drifsköft fyrir Steypustöðina sem lifði djúpt miðri innan um glæpamennina í Bronx sem sagði að hér dræpu þeir menn fyrir dollar og að tala við Frank Costello á árum áður á Waldorf Astoria en hann hafði verið i Bandaríkjunum oft síðan á stríðsárunum og þekkti þar margt.
Hann lagði mikið upp úr því að skyggnast inn í framtíðina og reyna að vera forspár. Hugsanlega eins og Snorri Goði. Eina sögu sagði hann mér af Gyðingi sem hann þekkti í New York á árum áður, Isac Sternin.
Sá hugsaði 1941 þegar fyrirséð var að Bandaríkin myndi lenda í stríði Hvað myndi gerast spurði Sternin sjálfan sig. Jú, hergagnaiðnaðurinn fer á fullt. Menn verða að mæta í vinnuna. Og konurnar byrja líka að vinna.
Hvað þarf maður til að mæta í vinnuna? Vekjaraklukku. Og Isac keypti upp allar vekjaraklukkur sem hann gat höndum yfir komið. Stríðið kom og Isac varð milljóneri.
Það er þetta sem menn þurfa að tileinka sér sagði Sveinn. Að hugsa rökrétt en akki láta stjórnast af skapsmunum sem menn mega aldrei láta eftir sér. Ég hafði sjálfur ógurlegt skap sem strákur sagði hann. En mér tókst að temja það.
Ég gleymi aldrei þeim góðu stundum sem við áttum saman í blíðu og stríðu þó hann væri af léttasta skeiði þegar ég fór að vinna fyrir hann. Og það var óbætanlegt skarð fyrir skildi hjá mér þegar hann kvaddi skyndilega 1981. Ég minnst hans oft og spyr mig í vanda: Hvað hefði hann gert? Og stundum vitrast mér svar en stundum ekki.
Í dag er 18. október og orrustan við Leipzig er búin, Napóleon búinn að tapa öllu og sólin er gengin í Vodkamerkið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 3419724
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Skemmtileg og god saga.
Skal fyrir thvi.
Sigurður Kristján Hjaltested, 19.10.2018 kl. 06:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.