Leita í fréttum mbl.is

Samhengisleg stefna?

í ríkisfjármálum?

Til þessa hafa ríkisstjórnir okkar alltaf gripið til þess að hækka áfengisverð til að afla sér tekna með einokun. Banna brugg og leggja við refsingar. Segja svo í hinu orðinu að þetta sé gert til að sporna við neyslu.

Er þessi fávitagangur boðlegur á tímum upplýsingar?

Hvað segir á Pressunni í dag?:

"Hvað gerist þegar áfengisverð hækkar?

Láta ungmenni sig hafa það að kaupa það samt eða leita þau annarra leiða til að komast í vímu? Svo virðist vera sem sífellt fleiri velji seinni kostinn, að minnsta kosti ef marka má upplýsingar frá Ástralíu þar sem áfengisverð hefur hækkað talsvert undanfarin misseri.

Fjallað var um þetta mál á vef News.com.au sem varpaði ljósi á aukna ásókn ungmenna í ódýrari vímugjafa, pillur til dæmis. Rætt var við ungmenni sem sögðu að þetta væri raunar ekki lengur nein spurning.

Casey er 24 ára nemi sem miðilinn ræddi við. Tekið er fram að Casey komi ekki fram undir réttu nafni en hún segist treg til að kaupa áfengi á því verði sem það er selt á. „Það er ástæðan fyrir því að ég byrjaði að taka töflur,“ segir hún og vísar í neyslu sína á e-töflum þegar hún fer út að skemmta sér.

Casey segist frekar vilja kaupa eina töflu á 25 til 30 dollara en kaupa áfenga drykki fyrir margfalda þá upphæð á skemmtistöðum Ástralíu. „Og áhrifin vara lengur en áhrifin af áfenginu,“ segir hún.

Miðilinn ræddi einnig við annan ungan mann, hinn 24 ára Andrew sem er lögfræðimenntaður. Hann segist nota e-töflur sjaldan en viðurkennir að hann sæki frekar í töflur en áfengi vegna verðsins. Meðalverð á e-töflu í Ástralíu er um 25 dollarar.

Í fréttinni er einnig rætt við sérfræðinga sem sumir segjast efast um að háu áfengisverði sé hægt að kenna um vaxandi neyslu á eiturlyfjum, e-töflum til dæmis. Michael Livingston hefur lengi látið sig þessi mál varða og segir hann að skortur á rannsóknum geri það að verkum að erfitt sé að alhæfa.

„Ég efast ekki um að þessi dæmi séu til, að verð sé stór ástæða þess að fólk líti svo á að pillur séu meira aðlaðandi en áfengi. En almennt sé er ekki hægt að fullyrða að áfengisverð sé í beinu samhengi við neyslu á e-töflum.“ Bætir hann við að lausnin á þessu sé ekki að lækka áfengisverð.

Ástralir hafa áhyggjur af vaxandi ásókn ungs fólks í fíkniefni og hafa nokkur hræðileg dauðsföll orðið að undanförnu. Tveir létust á Defqon.1-tónlistarhátíðinni í septembermánuði eftir neyslu fíkniefna og þá sýna opinberar tölur að dauðsföllum hafi fjölgað verulega undanfarin misseri.

Loks er þess getið að meira er um hrein og sterkari efni í umferð en áður sem veldur heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum."

Hversvegna skyldi fólk láta féfletta sig svona með áfengisokri eins og hér á Íslandi er gert langt um fram það sem gengur og gerist meðal annarra þjóða?

Æskulýðurinn okkar er ekki heimskur. Hann lætur bara ekki fara svona með sig. Og trúir ekki orði af kjaftæðinu sem haldið er að fólki um skaðsemi lyfja umfram áfengið. Og hann vill skemmta sér og gerir það hvað sem miðaldra karlpungar í gamaldags stjórnmálaflokkum segja. Hann tekur sjénsinn.

Auðvitað verða einhverjir undir í baráttu við lyf og áfengi. En þeir verða það bara hvort sem er af því að þeir eru fæddir svona eða aldir þannig upp.

Lífið er bara svona að hver verður að taka ábyrgð á sjálfum sér gagnvart freistingunum.

En ríkisvaldið okkar hefur bara lygina sem sína samfélagslegu stefnu og heldur að hún dugi endalaust.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bölvuð vitleysa, það virðist alltaf vera hægt að hækka áfengis og bensínverð, það þarf að fara að koma með umboðsmann drykkjufólks eða umboðsmann akstursáhugamanna.

Annars á bara að leggja niður ÁTVR, leyfa allt dóp en hafa það vottað af ríkinu og reka harðann áróður gegn neyslu.

emil (IP-tala skráð) 20.10.2018 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3418236

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband