30.10.2018 | 09:03
Hagsmunaaðilar ráða skipulagi
í Reykjavík.
Svo segja fréttir í Mogga:
"Við hönnun nýja Kringlusvæðisins er tekið tillit til hugmynda um að setja Miklubraut í stokk. Þá er gert ráð fyrir biðstöðvum fyrir borgarlínu vestan og norðan Kringlunnar. Fasteignafélagið Reitir fer með hönnun Kringlusvæðisins. Efnt var til hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins og urðu Kanon arkitektar hlutskarpastir. Greint var frá vinningstillögunni í nóvember í fyrra.
Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Reitum, segir að vinna við nýtt aðalskipulag fyrir svæðið sé í gangi. Eftir það taki við gerð deiliskipulags vegna fyrstu áfanga uppbyggingarinnar. Nú sé miðað við 160 þúsund fermetra af nýju húsnæði, þar með talið 850 íbúðir. Til samanburðar var rætt um 500-600 íbúðir í fyrrahaust.
Meta þörf fyrir bílastæði
Við skipulagsvinnuna hafi verið haft samráð við fjölda aðila, meðal annars Vegagerðina, Veitur, rekstraraðila og fasteignaeigendur. Jafnframt hefur verið unnin greining á umferð svæðisins og bílastæðaþörf. Hvort tveggja er mjög ákvarðandi varðandi hversu mikið og hvernig er hægt að byggja, segir Friðjón og upplýsir að þessi undirbúningsvinna hafi reynst tímafrekari en áætlað var. Þó sé ekki víst að það tefji fyrir uppbyggingu á svæðinu.
Meðan rammaskipulagið var í vinnslu hafi farið fram sveitarstjórnarkosningar. Þá kemur fram sú hugmynd að setja Miklubraut í stokk. Það breytir forsendum verkefnisins. Borgarlínan hefur jafnframt færst nær veruleika en þegar lagt var af stað í þetta verkefni, segir Friðjón.
Hann bendir á að það geti borgað sig fyrir Reiti að tímasetja uppbygginguna með hliðsjón af þessum nýju innviðum, jafnvel þótt Kringluverkefnið sé alveg óháð slíkum innviðum.
Enginn vilji mislæg gatnamót
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, tekur undir þetta og segir að með því að aflétta veghelgun við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar skapist ný tækifæri til uppbyggingar á svæðinu. Þetta verður þá mun meira gæðasvæði fyrir íbúðir en ef Miklabrautin er ofanjarðar. Þarna hefur frekar verið gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði en íbúðum. Með stokk skapast því færi á nýrri landnotkun.
Fyrir okkur og Kringlusvæðið viljum við gjarnan sjá þennan stokk verða að veruleika. Ég trúi því ekki að nokkur vilji byggja mislæg gatnamót upp í loftið á mörkum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, segir Guðjón.
Hann segir aðspurður að hugmyndir um hótelturn til norðurs við Kringluna hafi verið endurmetnar. Nú sé til skoðunar að hafa jafnvel tvö hótel sitt í hvorri byggingunni. Guðjón segist aðspurður vonast til að framkvæmdir hefjist að ári gangi skipulagsvinna og samningar við hagsmunaaðila eftir og að fyrsta áfanga ljúki fyrir árslok 2021. Líklegast verði byrjað á að rífa gamla hús Morgunblaðsins og prentsmiðjuna til að rýma fyrir nýbyggingum. Raunhæft sé að uppbyggingu á svæðinu verði lokið árið 2030.
Friðjón segir að jafnframt því sem ytri forsendur verkefnisins séu að breytast sé áætluð þörf fyrir atvinnuhúsnæði einnig í skoðun. Um 20% af flatarmáli Kringlunnar fari nú undir veitingasölu og afþreyingu. Erlendis sé víða miðað við að hlutfallið sé um 40% í nýjum verslunarmiðstöðvum.
Horft sé til þess að netverslun sé að sækja í sig veðrið. Því sé spáð að til dæmis fataverslanir muni ekki þurfa jafn marga fermetra og í dag. Friðjón segir aðspurður að uppbyggingin miði við um 3.600 bílastæði á svæðinu en stæðin séu nú um 2.400. Svæðið verði afar vel tengt m.t.t. samgangna. Það skapi tækifæri fyrir íbúa til að vera án einkabíls.
Verði notkun borgarlínu umfram spár muni þörfin fyrir einkabíl minnka að sama skapi."
Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur þá stefnu að útvista verkefnum á skipulagssviði til vildarvina. Má minna á Ólaf Ólafsson á Sundabrautarsvæðinu þar sem hún var gerð dýrari um 11 milljarða sem greiði við hann. Nú eru Reitir með einkaleyfi á framtíð Reykvíkinga umferðarlega séð.
Það merkilega er að menn tala um umferðarstokka eins og þeir séu sjálfsagður hlutur. Engin tilraun er gerð til að bera saman kostnað af því að byggja brýr eða jarðgöng. Það virðist hinsvegar nokkuð ljóst með leikmannsaugum séð að jarðgöng með útskotum, aðkomu björgunarbíla og slökkviliðs og loftræsikerfum hlýtur að vera dýrari en mislæg gatnamót á yfirborði. Enda eru slíkar framkvæmdir ekki að sjá í Florida svo eitthvað sé nefnt þar sem vegbrýr flétta umferðina svo undravert er.
En það er líklega til marks um hversu Borgarstjórnarmeirihlutinn er illa á vegi staddur að allri andlegri getu, að hann felur fólki út í bæ að leysa málin sem þeir voru þó kjörnir til. Hugsanlega er Braggamálið til marks um það andlega getuleysi sem einkennir tætingsliðið í smáflokkaflórunni sem myndar meirihlutann svo að þessi Reita-og Ólafsmál verða skiljanlegri en ella.
Það er greinilegt að vilji stendur til að hefja óafturkræfar framkvæmdir sem falla að stefnunni um Borgarlínu og útrýmingu einkabílsins áður en Borgarbúum gefst tækifæri til að mótmæla í kosningum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
ÞAkka þérHalldór fyrir góðar athugasemdir. Furðulegar stahugasemdir eru þetta frá svokölluðum Reitum sem eru greinilega svívirðilegt félag, sem ekkert hugsar um annað en eigin hag.Þeir eru greinilega inni hjá Reykjavíkuborgarafætum, sem eru að rústa borginni skiðulagslega séð.
Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 31.10.2018 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.