3.11.2018 | 16:49
Er allt verst núna?
varðandi húsnæðismál unga fólksins?
Þegar ég var að byggja fyrst var lánshlutfallið tæp 30 %. 340.000 krónur í tveimur hlutum í milljón krónu 120 m2 íbúð með bílskúr. Það voru nú samt einhver verðtryggingarákvæði í þeim lánum að hluta sem ég er nú búinn að gleyma enda 50 ár komin síðan. Þá voru engin önnur lán að fá nema hjá ættingjum og eitthvað stundum hjá efnissölum. Menn urðu að vinna sjálfir í byggingum sínum og búa í þeim hurðarlausum á steininum árum saman.Og frændur og vinir unnu með manni um helgar og á kvöldin.
Síðar fóru þeir í bönkunum að lána 100 % þó það sé nú gengið til baka. Það reynist nú flestum ofviða að borga af því.
Úti í Florida kosta alveg sæmileg einbýlishús með bílskúr svona 25 milljónir. Hér kostar svipað hús 80-100 milljónir. Verðtrygging krónunnar og gengisföll eru ekki skýringin.Hversvegna þá er þetta svona?
Ég var í 38 ár í rekstri og þurfti að glíma við þetta allt, óðaverðbólgu, mörg gengisföll. Þetta var bardagi oftlega uppá líf eða dauða fyrirtækisins. Ég upplifði margt. T.d. horfði ég á virt iðnaðarfyrirtæki á gömlum merg greiða tekjuskatt öll sín starfsár en fara svo skyndilega á hausinn. Bókhaldið og skattalögin skynjuðu ekki verðbólguna.
Verðbólgan er allstaðar. Ég sá á netinu af einbýlishús eftir Frank Loyd Wright kostaði árið sem ég fæddist, 1937 , 155.000 dollara. Jafngildi 2.1 milljónar dollara núna. Það eru semsagt aðeins eftir innan við 8 sent af gamla góða dollaranum. Þannig fór 3.6 % verðbólga með dollarann. Hvaða vextir væru þá hæfilegir á dollaralánum ? Svo tala margir um að við verðum að taka upp Evru til að komast af.
Hvað vexti vilt þú lesandi góður sem bölvar verðtryggingunni fá á þína íslenzku sparikrónur ef ég bið þig um lán? Mér þætti ákaflega vænt um ef þú vildir að gera mér tilboð í svoleiðis lán, stórt eða smátt. allt eftir því hvað þú vilt lána mér mikið. Við skulum segja bæði til eins árs og svo til 40 ára af því að þá ætla ég að kaupa mér hús.
Það sem ég er að segja er að lóðaskortsstefna sveitarstjórna í Reykjavík og víðar kyndir verðbólguna. Væru nægar lóðir á svona 4 milljónir fyrir einbýlishús, minna en milljón á blokkaríbúð á höfuðborgarsvæðinu, þá myndi fólk byggja meira sjálft. Myndu íbúðirnar duga sem veð fyrir áhvílandi ? Myndu fasteignasalarnir halda áfram að keyra verðið upp fyrir 300 þúsund kallinn á fermetrann ? Hvað kosta íbúðir á Blönduósi til samanburðar?
Verkalýðsforingjarnir og Gunnar Smári segjast vilja bæta kjör þeirra lægst launuðu. Hinir koma svo auðvitað beint í framhaldi. Nú eru kröfurnar 30-50 % svona til að byrja með. Og svo er nóg af liði með alltof lágt kaup. Ómannsæmandi laun auðvitað. En hver ber ábyrgð á því?
Hvað erum við að þrasa við þessa verklýðsforingja? Af hverju hækkum við ekki bara kaupið hjá öllum um 20 % með einu pennastriki eins og ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar og Lúðvíks Jósepssonar gerði 1971 ? Stytti vinnuvikuna um 10 % og hækkaði allt kaup um 10 %. Man enginn eftir því?
Svo komu bara aðrir sem vildu fá meira fyrir sig af sanngirnissjónarmiðum og mikilvægi.
Af hverju er allt svona erfitt núna? Er það verra en þegar ég var ungur?
Þá sagðist enginn hafa áhyggjur af mínum húsnæðismálum. Sjálfstæðisflokkurinn sagði þá eign fyrir alla, stétt með stétt og báknið burt. Það var gert í því af Bjarna Ben, Eðvarði og Gvendi Jaka með Framkvæmdanefnd Byggingaráætlunar, meira en helmingi minna en vantaði þá af húsnæði.
Nú er ekkert hægt nema veina og jarma yfir heimsins ranglæti. Ég man ekkert hvernig öryrkjum og eldra fólki leið þá þegar Björgvin var ungur. En var það endilega betra en núna? Fólk var margt fátækt í þá daga man ég. Það var margt erfitt.
Það var jafnvel erfitt að fá leigðan kjallara á þeim árum og leigan tók þriðjunginn af tekjunum fyrir skatt minnir mig. Enginn vorkenndi manni opinberlega.
Af hverju er allt verst núna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Af hverju er allt verst núna?
Spyr vinur minn Halldór. Svar ætti að vera flestum nokkuð ljóst. Í fyrri tíð t.d. um og eftir miðja síðustu öld, voru einu tekjur landsins af sjávarfangi. Þrátt fyrir litlar tekjur landsins gátu einstaklingar með dugnaði komið þaki yfir höfuð sér, og sínum. Tekjur fólks voru jafnari og þjóðarbáknið minna.
En svo kom blessuð spillingin sem glöggur ritstjóri sagði að hefði hafist með framsali á aflaheimildum og braski með þjóðarauðlindina,sem áður dugði svo vel. Þá fitnuðu einstakir eins og púkinn á fjósbitanum, en aðrir urðu að þrengja sína mittisól. Í dag getur meðalmaðurinn ekki fengið byggingarlóð og byggt yfir sig og sína, það er af sem áður var.
Í fyrri tíð var hægt margt þrátt fyrir lítinn auð þjóðarinnar, eins og byggja spítala og skólabyggingar, og byggja upp þjóðvegir. Nú verandi ráðstjórn getur ekki einusinni holufyllt vanhirta vegi, sem þjóðin byggði upp áður fyrr.
Nú er vælt af getulitlum ráðherra, að setja á vegtolla á þjóðvegi, sem þjóðin er þegar löngu búinn að greiða upp.
Af hverju er allt verst núna?? Svar hlýtur að vara einfalt, Ofurbólgið siðspillt og getulaust stjórnkerfi.
Eðvarð L. Árnason (IP-tala skráð) 3.11.2018 kl. 21:52
Bið þig Halldór, að lesa einu sinni, tvisvar sinnum, þrisvar sinnum og jafnvel enn oftar athigasemd Eðvarðs hér að framan. Hún segir allt sem segja þarf. Skilningurinn er ljós viskunnar. Skilurðu nú Halldór minn? Nei? Lestu þá enn og aftur athugasemd Eðvarðs.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.11.2018 kl. 22:13
"Ofurbólgið siðspillt og getulaust stjórnkerfi" - vonandi ekki lýsing á glærusýningu Dags um daginn um hvernig hann vill byggja upp gífurlega flókið úthlutarkerfi á "ódýrum íbúðum" fyrir útvalda á völdum stöðum í borginni.
Borgari (IP-tala skráð) 4.11.2018 kl. 07:47
Verðtryggð íbúðarlán að hluta, komu fyrst um 1978. Þitt fyrsta lán hefur horfið mjög fljótt á sjöunda og áttunda áratugnum með neikvæða vexti í þeirri óðaverðbólgu sem var þá Mér sýndist að borgin væri að fá um 7 millur fyrir einbýlishúsalóð í síðasta útboði til braskarana. sem selja þetta aftur á um og yfir tuttugu millur. Nú geturðu fengið efnispakka í 200fm. einbýlishús á innan við 20 millur,þá er grunnurinn eftir + lóðargjóld sem er helmingurinn af íbúðarpakkanum.
Það er líka klikkun kostnaður við húsgrunn, fyrst að moka efni uppúr honum og keyra því fleiri tugi km til urðunar og svo malarefni í grunninn aftur enn lengri vegalengd í stað þess að vera með húsið á súlum
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 4.11.2018 kl. 09:02
Ósammála ykkur báðum, Edda löggu og Símoni Pétri frá Hákoti. Þið eruð búnir að keyra ykkar vegi sem þið borguðuð. Nú á að leggja nýja vegi sem þið eigið að borga fyrir með afnotagjöldum.
Halldór Jónsson, 4.11.2018 kl. 19:29
Það var verðtrygging að hluta á mínu láni frá 1968 held ég
Halldór Jónsson, 4.11.2018 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.