Leita í fréttum mbl.is

Ragnar Þór steytir hnefann

og segist hafa allt um það að segja hvaða vexti Seðlabankinn ákvarðar. Hann hótar styrjöld við allt og alla.

Miðað við skipulag á stéttarfélögum og stjórn þeirra blasir við hversu úrelt þetta skipulag í kjaradeilum er. Upphlaupsmenn láta kjósa sig í valdastöður með örbroti atkvæða félagsmann. Út á það ætla þeir að stefna þjóðinni í verkföll að eigin smekk.

Verkföll eru alvörumál sem einhvern  tímann verður að leika til enda. Skrautsýningar eins og hér hafa tíðkast með fárra vikna borguðu verkfalli forystumanna meðan almenningur er settur í svelti ætti að heyra sögunni til.

Ég held að það fyrst sem verði að gera er að setja atkvæðagreiðsluskyldu á verkalýðsfélög með verkfallsrétt. Það næsta er að frysta alla fjármuni félaga vinnumarkaðsins í byrjun verkfalls. Enginn fái aðgang að sjóðum meðan vinnustöðvun stendur.  Feira gæti komi til ef fólk vill bara nota hnefana en ekki heilann.

Þjóðfélagið stefnir í styrjöld undir forystu Ragnars Þórs og Sólveigar Önnu. Hugmyndafræðina og áróðursmálin getur sér Gunnar Smári Egilsson sem best séð um. 

Það eru steyttir hnefar en ekki heilafrumur í boði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek eftir að þú minnist ekkert á kjararáðshækkunina frægu sem er alfa og omega þeirrar pattstöðu sem vinnudeilurnar á almennum markaði eru nú í. Þannig ert þú að skjóta þig í fótinn á sama hátt og pólitískir andstæðingar þínir eru sakaðir um að gera og núllar þar með þá gagnrýni sem þú heldur á lofti. 

Eygló (IP-tala skráð) 8.11.2018 kl. 12:39

2 identicon

Hárrétt athugað Eygló, og einstaklega vel orðað.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.11.2018 kl. 15:02

3 identicon

En að gleðiefni:

Nei til EU ætla að saksækja Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs og formann systurflokks hins svokallaða Sjálfstæðisflokks, fyrir fullveldisbrot norsku stjórnarskrárinnar vegna samþykkis norska þingsins á þriðja orkumálapakka EES/ESB.

Þá vitum við til hvaða varna við getum tekið, ef þingið samþykkir pakkann:  Saksótt Kötu, Bjarna og frú Reykás!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.11.2018 kl. 16:23

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Þið vaðið bæði reyk Ég er búinn að skrifa um nauðsyn þess að eitthvað verði gefið til baka. En það vill ekki liðið sem fékk, það vill bara halda sínu og hinir mega éta það sem úti frýs.

Halldór Jónsson, 8.11.2018 kl. 19:02

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Öfundin er allstaðar sýnileg. En þeir sem rökuðu til sín eru bara sammála um eitt. Að láta ekkert til baka af sínu. Og halda að þeir komist upp með það.

Lestu þetta Eygló og dragðu þínar fullyrðingar til baka

Halldór Jónsson, 8.11.2018 kl. 19:03

6 identicon

Og þá munar um Halldór og að hann núlli sig ekki, þegar úrslitaorustan fer fram gegn aflandseyingum og lævísum samfylktum júrósnötum í skattaglöðu græningja kommastjórninni.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.11.2018 kl. 19:06

7 identicon

Gott að vita Halldór, að þú ætlir að berjast af krafti áfram gegn júrósnata græningja kommastjórninni!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.11.2018 kl. 19:09

8 Smámynd: Þórir Kjartansson

Skil ekki Halldór að jafn glöggur maður og þú ert skulir falla í þá leiðu gryfju vilja skjóta sendiboðann eins og stundum hefur verið gert með afleitum árangri. Það vita allir sem eitthvað vilja vita að það lifir enginn einhverju sem telst nútíma líf á 250-300þús. kr útborguðum á mánuði. Á því verður að ráða bót hvernig sem að því verður staðið. Mér líkar það einmitt vel sem gömlum atvinnurekanda að þessi nýja verkalýðsforysta talar um miklu fleira en að kreista einhverjar prósentur út úr fyrirtækjunum. Mál sem hafa gríðarlega þýingu fyrir heimilin, s.s. skattamál, vextir og verðtrygging og einhverjar leiðir til að ná niður þessum glæpsamlega húsnæðiskostnaði. Get ekki skilið annað en SA geti glaðir tekið undir þessar kröfur. Mér finnst sumir hér á Moggablogginu gera sig að heldur litlum körlum með því að hamast dag eftir dag út í þetta fólk, með þeim einu rökum að þetta séu sósíalistar eða jafnvel kommúnistar. Nær væri að spyrja hvað veldur að staðan er orðin þessi og ganga svo í það að ráða á því bót. Vilji er allt sem þarf.

Þórir Kjartansson, 8.11.2018 kl. 23:13

9 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Eygló / Símon Pétur frá Hákoti og Þórir !

Margir afbragðs punktar: í ykkar frásögum, sem ályktunum.

Halldór Verkfr. og síðuhafi !

Og hvað með það - þó Ragnar Þór o.fl. byrsti sig ?

Sérðu ekki maður: hvernig Djöfulsins Engeyinga hyskið, er að húrra öllu hér:: lóðbeint til Andskotans, Halldór ?

Með dyggum stuðningi kjölturakka sinna - í hinum ýmsu flokkum, til hliðar við sig.

Fólk margt hvert:: stöndugt, meira að segja, er farið að flytja unnvörpum til Spáns (Spánar), Portúgals og Danmerkur t.d, sem og vestur um haf.

Fólk - á ýmsum aldri, meira að segja.

Hversu lengi enn býstu við: að venjulegt fólk í þessu landi, láti ÞJÓFA gengi Bjarna Benediktssonar kúska sig niður í svaðið, Verkfræðingur góður, án einhverra gagn aðgerða, t.d. brottflutnings af landinu, sem 1 valkosta ???

Það er hægt - að ofbjóða hinu mætasta fólki svo mjög, sem ekki er endalaust reiðubúið, að ganga undir píska sjálfstöku- liðsins, sem með völdin vélar, undir ömurlegum formerkjum alþingis og stjórnarráðs, Halldór minn !!!

Með - fremur þykkjuþungum kveðjum að þessu sinni, af Suðurlandi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.11.2018 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband