Leita í fréttum mbl.is

EES

samningurinn er Gunnari Heiðarssyni áhyggjuefni eins og fleirum.

Gunnar skrifar svo:

"Um þá hagsmuni sem við Íslendingar höfum af EES samningnum er fátt að segja og ekki allir á eitt sáttir. Í það minnsta er svo komið í dag að vegna aðildar að þessum samningi erum við að greiða ýmislegt hærra verði en áður, auk þess gjald sem við greiðum fyrir aðildina. Þar er verið að tala um tugi milljarða á ári og þætti sjálfsagt einhverjum það nokkuð hátt gjald til að fá tollaafslætti inn í ESB.

Víst þykir þó að Björn Bjarna og hans nefnd muni sjá allt til góða þessum samningi, er gjarnan svo þegar útsýnið er skoðað með blinda auganu.

Þegar EES samningurinn var saminn og samþykktur af minnsta meirihluta á Alþingi, án aðkomu þjóðarinnar, var ljóst að þrjú megin málefni voru utan þess samnings, sjávarútvegur, landbúnaður og orkumál.

Enn hefur okkur tekist að halda sjávarútveginum utan samningsins, hversu lengi sem það mun halda.

Landbúnaður er óbeint kominn inn í hann, með dómi EFTA dómstólsins, sem ákvað að breyta íslenskum landbúnaði í viðskipti og dæma út frá því. Og ráðamenn þjóðarinnar sátu hjá eins og barðir hundar.

Það var hins vegar með fyrstu tilskipun ESB um orkumál sem Ísland festist í neti ESB um orkumál og enn frekar þegar Alþingi samþykkti 2. tilskipunin um þetta málefni.

Þessar tvær tilskipanir hafa þó haft frekar lítil áhrif hér á landi og það litla til hins verra. Samkvæmt þeim varð að skipta orkufyrirtækjum upp í vinnslu, dreifingu og sölu. Búa til þrjú fyrirtæki með þremur yfirstjórnum um það sem áður var eitt fyrirtæki með einni stjórn, með tilheyrandi aukakostnaði.

Þá voru feld úr gildi lög um skipan orkumála hér á landi. Þar tapaðist m.a. út eini varnaglinn sem var til fyrir heimili landsmanna, en hann hljóðaði upp á að hagnaði orkufyrirtækja skildi ráðstafa til lækkunar orkuverðs og að aldrei mætti láta heimili landsins niðurgreiða orku til annarra nota. Það væri því vart hundrað í hættunni þó ESB ákveði að fyrstu tveir orkupakkarnir verði aftengdir."

Ég hef enn ekki sannfærst um að breytingar á EES samningnum myndi verða Íslandi til óbætanlegs tjóns. Ég hef ekki séð þá upptalningu sem gæti sannfærir mig um slíkt. Miklu fremur hef ég grun um að hagsmunir ESB af samningnum séu meiri en okkar Íslendinga.

Ég sakna röksemdafærslu manna eins og Björns Bjarnasonar fremur en tómra fullyrðinga um skaðann af missi EES samningsins og Schengen.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3418233

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband