22.11.2018 | 13:56
Víglundur Þorsteinsson
var vinur minn víst. Ég setti eftirtalin minningarorð í Morgunblaðið í gær. Ég endurtek þau hér því ekki lesa allir Mogga:
"Það er sumarið 1964 og ég er eitthvað að gera mig breiðan út af vigtarmálum á steypubílum á Ártúnshöfða. Það er uppistand og ég kalla á lögguna. Þarna kemur til mín hár og myndarlegur ungur maður sem ég vissi að hét Víglundur og var að læra til lögfræðings en naut einhverra metorða hjá BM Vallá, sem var samkeppnisaðilinn um steypusálirnar. Hann spyr mig brosmildur hvað ég sé nú að bralla.
Kynni okkar áttu eftir að verða mikil næstu 38 árin. Við urðum harðir samkeppnisaðilar og það gustaði oft. En við vorum báðir sjálfstæðismenn og það hjálpaði. Hann var mun vinsælli maður af alþýðu en ég með mína mörgu hnýfla og einfaraeðli á þeim árum. Hann hafði afskipti af stjórnmálum en ég var feiminn. Hann var félagslyndur og hafði traust manna. Við reyktum báðir og vildum hætta. Hann hætti seinna í vindlunum í beinni útsendingu á Hótel Borg þegar hann var orðinn formaður iðnrekenda. Ég hætti margoft ævilangt allt til 2002 þegar það loks tókst. Veit ekki um staðfestu Lundans.
Það kom oftlega fyrir að við tókum tal saman um allt annað en steypumarkaðinn. Ég fann fljótt að mig munaði um margar upplýsingar sem frá honum flæddu. Hann var ótrúlega athugull, víðsýnn og fróður. Og það var yfirleitt mjög gott á milli okkar.
Árin liðu og fyrr en varir voru mín steypuár orðin 38. Þá lauk þeim skyndilega. Þetta var í upphafi mestu steyputíðar Íslands og nú hófst uppgangur Víglundar fyrir alvöru. Hann keypti djarfur upp fjölda fyrirtækja og áhrif hans urðu mikil fram að hruni. Þá var hann leiddur fyrir aftökusveit að hans eigin sögn og missti fyrirtækið. Ég missti líka hlutfallslega margt vegna eigin fíflsku, sem er ekki betra að lifa með en það sem Víglundur þurfti að þola fyrir atbeina óvina sinna.
Ég er staddur á svölum í Salnum í Kópavogi einhvern tímann á sumri 2002. Enn í sárum eftir atvinnumissinn og áttavilltur enn sem komið var.
Þar sé ég Víglund allt í einu og hann kemur til mín og réttir út höndina. Hann tekur í mína og heldur henni fastri. Hann flytur langa ræðu með augunum einum og svipbrigðum meðan við horfumst í augu. Það streymir frá honum þvílík hlýja og samúð að ég hef ekki fundið neitt þvílíkt fyrr né síðar. Ekkert orð fer okkur á milli. Mér eru fyrirgefnar fornar vanhugsanir. Ég veit ekki hversu lengi við stöndum þarna meðan gestirnir tínast út í kringum okkur. Þegar þessu langa handabandi lýkur förum við sitt í hvora áttina og okkar samskipti verða ekki fleiri þessa heims.
Nú er Víglundur allur án þess að ég vissi hann veikan enda upptekinn sjálfur af sama kvilla. Ég tóri enn og get rifjað minningarnar upp. Og þær eru miklu fleiri sem eru góðar og hlýjar um manninn Víglund en um þær stundir sem hvassviðrin gengu yfir fyrir margt löngu.
Áhrifamaður í lífi okkar beggja og örlagavaldur að ýmsu leyti, Benedikt Magnússon frá Vallá, sagði eitt sinn við mig í öli okkar og horfði fast á mig:
Embættið þitt geta allir séð. En ert þú, sem berð það, maður?
Ég ber minn brest.
Víglundur Þorsteinsson var mikill maður í mínum augum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Tel þessi skrif þér til sóma Dóri.
Þorkell Guðnason, 25.11.2018 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.