Leita í fréttum mbl.is

3.orkupakkinn enn

sem forystan án flokksins ætlar að berja í gegn um Alþingi?

Elías Elíasson lýkur grein sinni um málið í Morgunblaðinu í dag svofellt:

" Það er einnig ljóst, að með viðbótarreglugerð ESB nr. 347/2013 verður allt vald um það hvort hér kemur sæstrengur eða ekki tekið úr höndum íslenskra stjórnvalda og fært í hendur framkvæmdastjórnarinnar. Í samningaviðræðum um skiptingu kostnaðar milli landa verður landsreglarinn síðan fulltrúi Íslands, en má þó ekki taka við fyrirmælum íslenskra stjórnvalda, heldur verður að fylgja reiknireglum og viðmiðum sem ESB setur einhliða.

Eftir sæstreng stýrir ACER útflutningi orku frá Íslandi. Sæstrengur á forsendum þriðja orkupakkans með viðbótum er glapræði fyrir Ísland.

Sú tenging við orkukerfi Evrópu er meginmarkmið landsreglarans og til þess eru refirnir skornir. Annaðhvort stjórnar rafmagnið auðlindinni eða auðlindavinnslan stjórnar rafmagninu. Af eðlisfræðilegum ástæðum er ekki um annað að ræða.

Auðlindir Íslands eru undanskildar EES-samningunum og ekki var litið svo á, að fyrsti orkupakkinn eða sá annar breyttu því. Uppskipting fyrirtækja og ákvæði um jafna stöðu þegna ESB-ríkja til stofnunar og reksturs fyrirtækja hér var ekki heldur talið koma auðlindinni við.

En þegar orka auðlindarinnar er sett undir stjórn landsreglara sem er háður framkvæmdavaldi ESB, en óháður íslenskum stjórnvöldum þannig að þau hafa ekki lengur aðkomu að auðlindavinnslunni, þá er of langt gengið"

Og sá möguleiki er alveg opinn að ESB leggi sæstreng til Íslands fyrir eigin reikning. Varla stæði á fullveldissöludeildinni að samþykkja landtökubeiðnina þegar slík verðmæti eru boðin fram?

Hvar verður þá þýðingarleysi 3.orkupakkans og markaðsvæðingarinnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samræmdur leppa og gæsagangur ráðherra Sjálfstæðisflokksins er með ólíkindum.

Að þeir virðist tilbúnir til að afsala fullveldi lands og þjóðar yfir auðlindum landsins er svo alvarlegt á lögum laganna, Stjórnarskránni, að það telst landráð.  Og þeir sem landráð fremja eru landráðamenn.  Alþjóðlegt heiti:  Kvislingar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.11.2018 kl. 10:44

2 identicon

Margt veiklundað fólk hefur gerst kvislingar.

Vill Sjálfstæðisflokkurinn veiklundað fólk, sem stjórnast af eigin skammtímagræðgi leppháttar síns, sem ráðherra síns flokks?  

Og af hverju þegja þingmenn flokksind um þetta mál?  Þýðir þögn þeirra samþykki þeirra?  Eða er það veiklyndi þeirra, að þora ekki að hafa sjálfstæðis skoðun?

Vill flokkurinn borga þannig lyddum 2 milljónir króna í laun, fríðindi og sporslur á mánuði?  Fyrir hvað?  Að stinga eigin þjóð í bakið?  Og leita allra leiða til að brjóta lög laganna, Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.11.2018 kl. 11:02

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein Halldór og Símon mundu að Landráð fyrnast aldrei svo það má taka upp atvik sem þau hvenær sem er. Einusinni landráð alltaf landráð. 

Símon forvitnis spurning. Ég man eftir þessu nafni þínu fyrir mörgum árum þá uppfinningamanni og grallara í þingvallasveit. Ert þú hann. :-)

Valdimar Samúelsson, 23.11.2018 kl. 11:10

4 identicon

Leiðrétt aths. 1, það vantaði orðið brot: 

er svo alvarlegt brot á lögum laganna, Stjórnarskránni, að það telst landráð.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.11.2018 kl. 11:11

5 identicon

Spurningu Valdimars svarað:

Andi minn sveimar víða og yfir ísa og eldfjalla landi öllu, foldarvina, blómskrúðs og rabarbara, en það kemur fyrir að ég líkamnist í Hákoti og einnig það er víða :-) 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.11.2018 kl. 11:25

6 identicon

Er það sem sagt þetta sem Björn Bjarnason vill?

Er það sem sagt þetta sem Þórdís Kolbrún Reykdal Gylfdóttir vill?

Er það sem sagt þetta sem Guðlaugur Þór Þórðarson vill?

Er það sem sagt þetta sem Bjarni Benediktsson þegir um?

Er það sem sagt þetta sem þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vilja?

Er þetta sú forysta sem flokkurinn vill?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.11.2018 kl. 11:53

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Um 92% Sjálfstæðismanna eru á móti afsali á yfirráðum orkuauðlinda landsins, sem er stjórnarskrárbrot. Nægir þar að vitna í Landsfundarályktun frá mars 2018. Nú hefur myndast djúp gjá milli forystu og flokksmanna. Hvað gerist þá? 

Júlíus Valsson, 23.11.2018 kl. 13:20

8 identicon

Það er langt síðan mér og mörgum fleirum varð ljóst að sterkustu áhrifavöldin innan Sjálfstæðisflokksins væru landsölumenn. Eftir því sem fleiri og æ fleiri hafa verið að átta sig á því, hefur fylgið hrunið í réttu hlutfalli við það.  Fylgi hans er nú fallið niður fyrir 20%.  Það er ætíð sárast fyrir heiðarlega og sjálfstæða menn að þurfa að finna rýtinga forystunnar stingast í bak þeirra. 

Júlíus spyr hvað sé til ráða?  Mitt svar er að við sjálfstæðismenn þurfum að standa saman og berjast með oddi og egg gegn landsölumönnum.  Icesave baráttan snerist um dauðlegt fé.  Nú berjumst við enn stærri orustu, baráttu fyrir sjálfum auðlindum lands okkar, sjálfu fullveldi okkar og sjálfstæði, sjálfum tilverurétti okkar sem þjóðar í okkar eigin landi.  Það er verðugasta orusta okkar á 100 ára fullveldiafmæli okkar.  Ekkert annað en sigur okkar kemur til greina. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.11.2018 kl. 14:43

9 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Bjarni Benediktsson veit fyrir víst að sjálfstæðismenn munu ekki yfirgefa flokkinn. Þið kjósið hann alltaf aftur og aftur, jafnvel bara af gömlum vana, í von og trú um að eitthvað muni breytast einhvern tímann, en hann heldur bara áfram, þá verður of seint að gera nokkuð.

Ég sagði mig úr flokknum, það tók á, mér fannst það ekki gott, þetta var búinn að vera flokkurinn sem ég hafði fylgt frá unglingsárum og sá ekki neina aðra leið en að fylgja honum. Svo gerðist það að BB og nánast allur flokkurinn sveik þjóðina og kaus með Icesave III. Þá var mér öllum lokið. Ekki hefur það batnað síðan, flokkurinn á kolrangri leið undir forystu BB.

Vitið til, það mun ekkert breytast fyrr en fjöldi manna og kvenna segi sig úr flokknum og sendi þannig skilaboð til forystunnar. Mjálm á bloggsíðum eða með greinarskrifum í Moggann mun ekki hreifa við BB. Herjið á forystu flokksins á heimaslóðum og látið þá senda skír skilaboð upp píramídann.

Þegar grunnur píramídans er farinn, þá hrynur toppstykkið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.11.2018 kl. 15:31

10 identicon

Tómas mælir hér þau orð er helst duga, séu menn svo sjálfstæðir og kjarkaðir, og á það mun nú þurfa að reyna.  Einungis hópuppsögn úr flokknum dugir gegn forystu sem þegar hefur verið staðin að því að brugga launráð gegn sjálfstæði og fullveldi lands og þjóðar.  Ég hef aldrei verið flokksbundinn, en fæddur og alinn upp á Sjálfstæðisheimili og kaus flokkinn margsinnis, þegar hann stóð undir nafni.  Það gerir hann alls ekki lengur!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.11.2018 kl. 16:15

11 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Því miður verð ég að taka undir orð margra

hér að ofan. Flokkurinn sem ég hélt að nafnið

benti til, að vera sjálfstæður er að verða horfin sjónum.

 

Ég var stolltur af því að kenna mig við Sjálftsæðisflokkinn. 

Byrjaði 1974 og þá bara 12 ára

að vinna fyrir sjálfstæðisflokkinn. Þá var

kosningar yfirlýsingnn "Varist vinstri slysinn".

Seinna var það "Báknið burt"

Núna horfi ég uppá eitthvað sem ég hefði

aldrei trúað. Forystan er ekki í tengingu

við grasrótina. Forystan virðir ekki samþykktir

landsfundar. Eins og þær hafi ekki verið til.

Forystan hagar sér EKKI eins og

sjálfstæðismenn, heldur algjörir lúserar

með eigin hagsmuni í forgangi.

Ekki þjóðar.

 

Nafnið sem slíkt, Sjálfstæðiflokkur, ætti að vera

nógu hvetjanid fyrir alla til að kjósa

“Sjálfstæðisflokkurinn stétt með stétt”

 

Það vísar í þann grunn sem allir vilja vera,

“Sjálfstæðir”.

 

Stéttinn er löngu horfin og nú virðist það því

miður standa fyrir eitthvað allt annað.

 

Já, það er sjónarsviptir á þeirru forystu

sem við höfum í dag, miðað við þegar DO

stjórnaði. Umdeildur að sjálfsögðu, en einn besti

forystumaður sem sjálstæðismenn hafa haft.

 

Ekkert af þessu höfum við í dag.

Formann sem er algjörlega

 “Vafningalaus” – “ Icehot 1”  og með sitt “Ískalada mat” á

ICESAFE og jafnfram með Panamareikning eins SDG.

 

Formann, sem hans ætt fékk afskrifaðar

130 milljarða, á meðan Jón og Gunna voru

borinn út úr sínum húsum eftir hrunið.

 

Með sama áframhaldi, mun þessi forysta án flokks,

sem Halldór nefnir svo réttilega, ganga af honum dauðum.

 

Það er stutt í það, að menn fari að segja,

“Blessuð sé minning hans.”

 

Geir Hardee hefði kannski betur sagt,

“Guð blessi sjálfstæðisflokkinn”

 

Og þá á ég við, good bye and bless.

Svo einfallt er það.

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.11.2018 kl. 22:33

12 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Vinur minn í orkugeiranum var að benda mér á að 1 grein pakkans hefur 54 undirgreinar. Til að esb geti túlkað rúmt..

Guðmundur Böðvarsson, 24.11.2018 kl. 06:03

13 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Símon þakka fyrir gott svar. Sá sem ég var að hugsa um hét Pétur Símonson frá Vatnskoti við Þingvallavatn. Mikil saga í kring um hann.   

Til að berjast á móti orkupakkanum þá verða menn að berjast innandyra hvaða flokki sem þeir tilheyra. Það eru útsendarar annarra flokka í sjálfstæðisflokknum svo þá þarf að uppræta.

Valdimar Samúelsson, 24.11.2018 kl. 09:42

14 identicon

Það má vel vera rétt Valdimar, aðalatriðið er að menn séu sér meðvitaðir um að mestu svikarana gegn stefnu flokksins er að finna innan hans, forystan sjálf.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 24.11.2018 kl. 16:09

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Siggi vinur

grannt skoðaðeru þessi orð þín sannari og raunalegri en tárum taki:

"Ég var stolltur af því að kenna mig við Sjálftstæðisflokkinn. 

Byrjaði 1974 og þá bara 12 ára

að vinna fyrir sjálfstæðisflokkinn. Þá var

kosningar yfirlýsingnn "Varist vinstri slysinn".

Seinna var það "Báknið burt"

 

Núna horfi ég uppá eitthvað sem ég hefði

aldrei trúað. Forystan er ekki í tengingu

við grasrótina. Forystan virðir ekki samþykktir

landsfundar. Eins og þær hafi ekki verið til.

 

Forystan hagar sér EKKI eins og

sjálfstæðismenn, heldur algjörir lúserar

með eigin hagsmuni í forgangi.

Ekki þjóðar.

 

Nafnið sem slíkt, Sjálfstæðiflokkur, ætti að vera

nógu hvetjanid fyrir alla til að kjósa  

 

Sjálfstæðisflokkurinn stétt með stétt”

 

Það vísar í þann grunn sem allir vilja vera,"

 

Hugsið ykkur að það skuli vera ástæða til að sjálfstæðismaður frá 1974 sem skuli hugsa svona? 

Halldór Jónsson, 24.11.2018 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband