Leita í fréttum mbl.is

Fallegt bréf um Lúpinuna

sem ég vona að skrifarinn fyrirgefi mér að ég birti hér án þess að spyrja hann leyfis. Hann skrifar þetta sem viðbrögð við grein minni í Sámi fóstra um Lúpínuna og í bréfinu koma fram athyglisverðar upplýsingar sem eiga erindi við almenning.

www.samurfostri.is  

"Sæll Halldór.
 
Ég þakka þér kærlega fyrir frábært blað.  Fullt af fróðleik, skemmtilegum greinum og viðtölum. Sérstaklega vil þakka ég fyrir greinina um hann Hákon Bjarnason og Lúpínuna, og svo allt hans starf.  
 
Ég er mikill "Lúpínusinni"  Fylgist mjög vel með vexti og útbreiðslu hennar, og er fullmeðvitaður um hvað hún hefur gert gott, mjög gott fyrir landið okkar. 
 
Ég bý í Keflavík, (Reykjanesbæ) Ég bý í jaðri bæjarins, við Heiðarholt, hef búið þar í 27 ár.  Þar sem heiðin milli Sandgerðis, Garðs og Keflavíkur mætast.  Ég man þegar ég kom úr Sandgerði árið 1992, þann stað sem ég bý núna.  Þetta var ein auðn, grjót, klappir og uppblásnir melar.  Í dag er þetta gróið svæði með miklum gróðri, heilu breiðurnar af Lúpínu og svo öðrum gróðri sem vaxið hefur upp í skjóli Lúpínunnar.  Ég hef séð það gerast frá einu ári til annars. 
 
Lúpínan gleypir ekki allan gróður, svo langt í frá, hún gerir öðrum gróði fært að ná bindingu og verða til og dafna, og síðan áfram með enn meiri útbreiðslu sinnar tegundar.  Þetta geta allir séð sem vilja sjá.
Eitt árið tók ég eftir því að hvítir kollar fóru að skjóta sér upp.  Sem sagt hvít Lúpína.  Þá fór ég í fræðibækur og las mig vel til um þessa plöntu.  Um hvíta afbrigðið var sagt að þessi tegund gæti verið "mjölskemma heimsins"  hvorki meira né minna.  Það fannst mér magnað, og ég las meira. Hvað var það væri sem Lúpínan hefði umfram aðrar tegundir sem gerði henni  kleift að ná fótfestu í auðn, sandi og klöppum.  
 
Það sem Lúpínan hefur umfram aðrar tegundir er,  að hún framleiðir sítrussýru.  Sýru sem brýtur grjót og breytir í jarðveg, frjósaman jarðveg. Það er semsagt málið.  Mögnuð jurt.  Jurt sem margir hatast við, sem er algjörlega galið. Þeir hinir sömu ættu að lesa sig betur til um þetta, þeir hinir sömu sem þykjast vera mjög menntaðir í einhverjum fræðum, en vita svo ekki neitt hvað þeir eru að segja. Rökin, að því bara. Slátrum allri Lúpínu, hún er skaðvaldur. 
 
Ég vil segja að þeir sem svona tala eru miklu meiri skaðvaldar.  Og mér fannst þín skoðun á þessu sama fólki, sem finnst allt í lagi að fylla landið af öðrum tegundum mannfólks frábær.  
 
Og síðast enn ekki síst:
"Hið gamla hreystiyrði, að maðurinn sé herra jarðarinnar, á sér enga staði.  Hitt er sannara að hann er skilgetið barn móður jarðar, og hann hlýtur því að verða að haga sér samkvæmt því boði hennar.  Að öðrum kosti verður hann ánauðugur þræll umhverfis síns og aðstæðna, leiðir ógæfu yfir sig, en tortímingu yfir afkvæmi sín"
 
Kær kveðja.
 
Þórarinn Gunnar Reynisson
Fæddur 12. febrúar 1954."
 
Ég vil þakka Þórarni fyrir þetta fallega bréf um Lúpínuna sem mér finnst vera orðin að þjóðarblómi Íslands og vona að hann móðgist ekki við mig fyrir að birta bréfið án hans leyfis. 
 
 
 
 
 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Svo framleiðir hún köfnunarefnisáburð með symbíósu við bakteríur sem lifa á rótum hennar er það ekki?

Halldór Jónsson, 9.12.2018 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband