Leita í fréttum mbl.is

Trumpísk Falsfrétt?

í Mogga:

"Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, stóð í gærkvöldi af sér vantraust í eigin flokki sem stefnt var henni til höfuðs.

Greiddu 117 þingmenn atkvæði með vantrausti en 200 á móti.

Uppreisnarmenn í þingliði Íhaldsflokksins knúðu atkvæðagreiðsluna fram vegna andstöðu við samninginn um brottför Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) sem May hefur barist fyrir með oddi og egg að fá samþykktan í þinginu. May þurfti 160 atkvæði til að halda velli sem flokksleiðtogi. Hún mun hafa sagt þingmönnum í gær, að hún myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn í næstu þingkosningum.

Varnarmálaráðherrann Tobias Ellwood sagði í gærkvöldi að May stæði sterkar að kjöri loknu. Líkti hann hópnum sem knúði atkvæðagreiðsluna fram við hægrihreyfinguna Tea Party í Bandaríkjunum. Þeir ætluðu að ræna Brexit-ferlinu en voru gómaðir. „Hópurinn endurspeglar ekki afstöðu flokksins sem ég gekk til liðs við,“ sagði Ellwood. Hópurinn sem stofnaði til atkvæðagreiðslunnar þykir standa verr nú en áður. Eftir atkvæðagreiðsluna létu nokkrir þingmenn í ljós vonir um að reynt yrði að sætta fylkingar og ljúka þingmeðferð Brexit-samning"

 

Vann ekki Theresa May stórsigur með nær helmingi fleiri atkvæðum en þeim sem á móti voru?

Með hverjum er samúð Morgunblaðsins?

ESB?

3. Orkupakkanum?

Farandfólkinu?

Er þetta ekki Trumpísk falsfrétt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband