13.12.2018 | 11:59
Þörf skrif um Íslandspóst
eftir formann Póstmannafélagsins Jón Inga Cæsarson og veitir ekki af þegar falsfréttir um fyrirtækið birtast ítrekað á fjölmiðlum og valda trúnaðarbreti við almenning og Alþingi :
"Póstmannafélag Íslands, verður 100 ára á næsta ári. Í enn lengri tíma hafa póstmenn þjónað landsmönnum af einurð og fórnfýsi. Í dag eru póstmenn staddir á sérkennilegum stað.
Margir ráðamenn landsins leggja sig fram um að tala niður póstinn og samkeppnisaðilar Íslandspósts leggja sig fram um að tala niður þjónustuna og matreiða samsæriskenningar. Auðvitað hefur þessi umræða áhrif á póstmenn og það er ekki uppörvandi þegar ráðamenn tala með þeim hætti sem sést hefur að undanförnu.
Oftar en ekki virðist sú umræða mótast af lítilli þekkingu á póstþjónustu heimsins og skuldbindingum sem þjóðríkið hefur undirgengist. Póstmenn eru láglaunastétt, helmingur þeirra er með laun um 350-380 þúsund. Stéttin hefur gengið í gegnum sáraukafulla hagræðingu undanfarin misseri og starfsöryggið er lítið. Það er slæmt og ekki bætir úr það niðurrifstal sem dynur á póstmönnum frá ráða- og hagsmunagæslumönnum.
Póstþjónusta heimsins er bundin í lög og reglur, líka á Íslandi þó stundum sé umræðan með þeim hætti að svo sé ekki.
Fyrirtækið Íslandspóstur, áður helmingur af Póst- og símamálastofnun varð OHF 1997. Síðan þá hefur fyrirtækinu ætlað að vera sjálfbjarga. Það er erfitt þegar greiða þarf með pakkasendingum og bréfamagn hefur hrunið um helming. Þrátt fyrir að næstum öll lönd Evrópu leggi póstfyrirtækjum til fjármagn fyrir dreifingu á óarðbærum svæðum hefur Ísland ekki stigið það skref. T.d. greiðir Noregur póstinum þar í landi milljarða fyrir veitta þjónustu í dreifbýli.
En enn og aftur þarf þá að minna ráðamenn þessa lands á hverjar skuldbindingar þjóðríkisins eru samkvæmt alþjóðasamningum. Alþjóða póstsambandið og ESB EES setja reglur sem ber að fara eftir. Samkvæmt þeim reglum ber ríkið ábyrgð á grunnpóstþjónustu á Íslandi. Íslandspóstur og félagsmenn Póstmannafélags Íslands eru í reynd verktakar hjá ríkinu. Fyrir þá verktöku hefur ríkið ekkert greitt og Íslandpósti gert að greiða alþjónustuna með sjálfsaflafé.
Flest ríki Evrópu hafa löngu snúið af þeirri braut og þar greiða sjóðir þjóðríkjanna fyrir alþjónustuna samkvæmt reglum sem settar eru. Fréttir í fjölmiðlum hafa dregið fram þá staðreynd að alþjóðasamningar gera það að verkum að innibyggt tap Íslandspósts á ári er um hálfur milljarður vegna Kínapakka. Verktakinn Íslandspóstur ohf. að fullu í eigu ríkisins á að fá greitt fyrir veitta þjónustu við þjóðríkið þrátt fyrir að svo sé. Þaðan hefur ekki komið króna.
En alþingismenn sem talað hafa niður fyrirtækið hafa því miður lítið haft fyrir að kynna sér málin. Það er hreinlega óþægilegt að lesa skilningsleysi á eðli póstþjónustunnar og hvernig hún þjónar. Hremmingar Íslandspóst bitna síðan á félagsmönnum Póstmannafélags Íslands, það er erfitt að sækja kjarabætur til fyrirtækis sem berst í bökkum, sérstaklega þegar það fær ekki greitt fyrir lögbundna þjónustu.
Burðargjöld standa ekki undir alþjónustunni og munu ekki gera það í framtíðinni. Þessum málum verður að koma í lag, það er lögbundið hlutverk Alþingis að tryggja póstþjónustu á landsvísu á sambærilegum kjörum. Endurtek, Íslandspóstur er verktaki og á að fá greitt fyrir þjónustuna á eðlilega hátt.
Það væri lítill snjómokstur ef verktakar þyrftu sjálfir að greiða fyrir verkið. Það er góðlátleg ábending formanns Póstmannafélags Íslands til alþingismanna, að þeir kynni sér lög og reglur um póstþjónustu samkvæmt alþjóða skuldbindingum. Þá kannski kemst umræðan á rétt ról og gripið verður til úrræða sem virka, það er tímasóun að tala vitleysu út í loftið í stað þess að koma að málum með festu og einurð. Íslendingar þurfa faglega og góða póstþjónustu og því er kominn tími athafna og lausna og sleppa niðurrifstali og sleggjudómum. "
Stefán E. Stefánsson á Morgunblaðinu skrifar:
ses@mbl.is
Hart er nú deilt um bágan fjárhag Íslandspósts og því miður virðist þar birtast hversu eitrað ástand getur myndast þegar ríkisfyrirtæki blanda sér í samkeppnisrekstur. Úr þeirri stöðu þarf að greiða og heppilegast væri ef eðlileg skref yrðu stigin í þá átt að afnema að fullu þann einkarétt sem fyrirtækið hefur á sínum herðum í tengslum við bréfsendingar. Eitt af því sem fram hefur komið í umræðu um stöðu Póstsins er það gríðarmikla magn bögglasendinga sem nú berast til landsins að utan. Það á ekki síst við um sendingar frá Kína.
Forsvarsmenn Póstsins segja þessa holskeflu valda stórum hluta þess taps sem fyrirtækið burðast nú með. Það kemur til af þeirri staðreynd að samkvæmt samningum Alþjóðapóstsambandsins ber samningsríkjum að greiða niður sendingar sem berast frá þróunarríkjum. Kína fellur í þann flokk þótt um annað mesta efnahagsveldi jarðarkringlunnar sé að ræða. Nýlega hótaði Donald Trump því að segja upp þessum ólánssamningi og vísaði til þess að það væri andstætt bandarískum hagsmunum að viðhalda niðurgreiðslukerfi á sendingum frá Kína.
Enn hefur ekkert orðið af því hjá Trump en eftir hverju er að bíða hjá ráðamönnum hér á landi? Þeir ættu að taka á sig rögg og segja upp þessum samningi. Liggur það ekki í augum uppi? "
Þarna snýr Stefán staðreyndum á haus :
"...þegar ríkisfyrirtæki blanda sér í samkeppnisrekstur."
Þessu var bara öfugt farið. Allskyns fyrirtæki hafa blandað sér í ríkisreksturinn.
Afleiðingin hefur orðið afturför á mörgum sviðum póstþjónustu og áróðurslega hefur Íslandspóstur átt formælendur fáa.
Pósturinn á að vera einn armur ríkisins eins og Löggæslan og Heilbrigðiskerfið.
Einkafyrirtæki eiga að geta fengið að starfa við hlið Íslandspósts samkvæmt útboðum til sparnaðar fyrir skattgreiðendur.
En það er óþarfi að birta falsfréttir um Íslandspóst til að gera fyrirtækinu erfiðara fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.