Leita í fréttum mbl.is

Já,svo bregðast krosstré

sem aðrir raftar.

Nafni minn að sunnan sá þetta betur fyrir en ég þegar hann skrifaði:

"

"Vegskattur sem ætlaður er í "væntanlegar framkvæmdir" hljómar afskaplega illa. Sérstaklega þegar íslenskir stjórnmálamenn eiga í hlut. Fyrst er rukkaður skattur, árum saman, en ekkert gerist, sem er venjan hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Þungaskatturinn var settur á fyrir þrjátíu árum og átti að gilda í EITT ár! Hefur einhver orðið var við að hann hafi horfið? Nú dynja á almenningi áróður um það, að mannkyn allt muni farast innan fárra áratuga, ef ekki verði brugðist við CO2 vandanum! CO2 er "The essence of life"! Fíflagangurinn virðist hafa náð nýjum hæðum og fyrstir til að stökkva á vagn popúlismans eru stjórnmálamenn, eins og ávallt. Fjörtíu þúsund fíflin í París eitt besta dæmið um það."

Ég reyndi að auka honum trú á betri tíma og batnandi mannkyn og skrifaði eitthvað á þessa leið:

Ég er sammála þér nafni minn að sunnan, við viljum ekki marg borga fyrir sama hlutinn. En ef við gefum okkur núna að Jón sé heiðarlegur og við munum aðeins borga fyrir hlut sem búið er að gera. t.d. Autobahn milli tveggja punkta og aðeins þegar við keyrum hann, eins og er gert i Ameríku þar sem þú borgar bara þegar þú keyrir spottann, viljum við þá fá framkvæmdir núna og borga fyrir notkun á þessum afmarkaða kafla?

Eins og var þegar búið var að grafa Hvalfjarðargöngin. Ekki fyrir pólitískar skítalausnir eins og fríkeypis Vestfjarðagöng og Héðinsfjarðargöng sem skattféð var látið borga frá öllum.

Munum við ekki þegar Gjaldskýlið var brennt á Keflavíkurveginum og skríllinn látinn komast up með það. Subbuskapurinn í pólitíkinni eyðileggur móralinn og afleiðingin verður þingskríllinn sem við búum við i dag sem við erum búnir að fá nóg af.

New Deal sagði Roosewelt og framkvæmdi það í vegakerfinu í USA þar sem það er rekið heiðarlega. Þar er , borgað fyrir beina notkun aðeins á völdum köflum.

Svo eru aðrir vegir, Interstate eins og I4 á Florida sem allir borga og  þar er ekkert rukkað. Svo kemur sérstök framkvæmd þar sem þú borgar eða keyrir aðrar leiðir sem er gott ef því verður við komið. Keyrðu gamla veginn ef þú vilt ekki keyra nýjan betri veg og borga fyrir.

Ég hef reynt að benda á að láta klára einhverja fáa kílómetra af Arnarnesveginum í einkaframkvæmd sem væri ekki tekin frá neinum heldur væri bara viðbót.En Sjálfstæðismennirnir félagar mínir skilja þetta alls ekki. Algerlega talað fyrir daufum eyrum þar á bæ.

Getum við ekki fundið lausnir sem allir sjá að eru sanngjarnar en leiða okkur til betra lífs á heiðarlegan hátt? Ekki fara bara hefðbundnar svikaleiðir íslenskra pólitíkusa sem eru búnir að svipta okkur trúnni á að til sé heiðarlegt fólk en ekki bara þeir svikarar og lygarar eins og nú eru margir okkar þingmenn.

Við kjósendur nefnilega höfum látið fólk komast upp með lygar og svik með afskiptaleysi og og uppgjöf eins og sumir góðir fyrrum Sjálfstæðismenn eins og hann Tibsen lýsir að gerist þegar maður gefst upp fyrir svikunum.

Það má ekki sætta sig við svik í pólitík, burt með drullusokkana sem ljúga. Það er tilgangslaust að búa til nýja flokka. Horfið á smáflokkakraðakið niðri á þingi. Hverju hefur það skilað? Flokkur fólksins, Miðflokkur, Píratar, Frjálslyndi Flokkurinn, Björt Framtíð. Hefðbundnir flokkar  þurfa að vera trúir sjálfum sér og ekki velja sér bara glamrara og grenjuskjóður til forystu sem því miður virðist allt of auðvelt að láta gerast.

Nú er ég sem sagt sviptur þeirri trú að það væri hægt að fjármagna vegaframkvæmdir með beinum notkunargjöldum. Já svo bregðast krosstré...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlaut að koma að því að þú sæir ljósið Halldór

Og nafni þinn að sunnan hefur á réttu að standa.

Við borgum ekki 4 sinnum fyrir 1 hamborgara,

Frelsi ríkisins má ekki verða helsi allra.

Þetta veistu Halldór; gott að þú sérð það núna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.12.2018 kl. 13:37

2 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er mesti skattaflokkurinn.

Hann stýrir skattheimtu ríkisins.  Helsi annarra.

Nómenklatúru freðmýra kommar eru allir þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins.  Svo einfalt er þaæ Halldór minn.  Og með maddömunni og Þistilfjarðar kolefnisgjalda hræsninni, má ljóst vera að þessi ríkisstjórn er martröð allra óbreytta og sjálfstæðra manna, alls almennings í landinu.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.12.2018 kl. 14:03

3 identicon

Það hlálega er að þetta kemur frá Sjálfstæðismönnum - sem hingað til hafa sagst viljað lækka skatta.

Þegar "sértækar tekjur" eru notaðar í annað en þeim var ætlaði í upphafi og svo eru lögð á ný gjöld til að standa undir verkefnunum sem njóta ekki þeirra tekna sem þeim voru merktar, þá er verið að hækka skatta.

Það er alveg sama hvað þetta er kallað; flýtigjald eða eitthvað annað - þetta er ekkert annað en nýr skattur.

Það á að kalla hlutina réttum nöfnum, stjórnmálamenn (Sjálfstæðismenn, jafnt sem aðrir) þurfa að horfast í augu við staðreyndir og hætta að reyna að slá ryki í augu almennings.

TJ (IP-tala skráð) 20.12.2018 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband