Leita í fréttum mbl.is

Er það rétt ályktun?

hjá ráðherra að skella skuldinni á einbreiðar brýr þegar umferðarslys verða við þær?  Öll vegna hraðaksturs.

Nú þegar til stendur að setja upp rafræn innheimtukerfi fyrir veggjöld, þá spyr maður sig hversvegna er ekki settur hámarkshraði við einbreiðar brýr með aðvörunum og hindrunum  um háar sektir ef út af sé brugðið?

Sé ekki ekið hratt og gegn rauðu umferðarljósi yfir einbreiða brú verða þá ekki líklega mun færri slys?  Og kostnaðurinn væntanlega hundruðum milljóna lægri heldur en að gusast nú þegar í að breikka allar einbreiðar brýr sem afkasta miklu meira en allri umferð sem býðst?

Er úr vegi að reyna að draga rökréttar ályktanir af því sem fram fer?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Glæfraakstur hefur valdið mörgum dauða.

Fjölmiðlar þrástagast svo á að vegum og brúm sé um að kenna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.12.2018 kl. 14:01

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef brýrnar eru tvíbreiðar, Halldór, þá gengur tvöfalt betur að losna við erlenda ferðamenn á þeim. Þá fljúga þeir tvöfalt hraðar.

Svo væri einnig reynandi að setja öll fjárlög íslenska ríkisins í að kenna heiminum að aka í hálku á undirkældum tvíbreiðum brúm norður við heimskautsbaug. Það hlýtur að koma næst, fyrst að enska er orðin umferðarskiltamál á Íslandi. En bíddu, þá þarf líka að kenna heiminum ensku.

Hvar endar aulahátturinn?

Gunnar Rögnvaldsson, 29.12.2018 kl. 17:25

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó Gunnar.

Halldór Jónsson, 29.12.2018 kl. 17:34

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það gengur ekki þegar tvenns konar aðalatriði valda slysum, ófullnægandi öryggisbúnaður og mistök eða gáleysi ökumanna, að sleppa öðru þeirra og einblína á hitt. 

Það er svona álíka og að segja að notkun bílbelta sé óþörf, af því að það séu mannleg mistök sem valda því ef eitthvað fer úrskeiðis og því sé beltanna ekki þörf. 

Ómar Ragnarsson, 30.12.2018 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband