10.1.2019 | 01:12
Ögurstund?
Sjálfstæðisflokksins er greinilega uppi í höfði Óla Björns í Morgunblaðinu í dag.
Hann dvelur mikið í glæstri fortíð fortíð flokksins og fornri vígfimi forystumanna okkar. Hann veltir fyrir sér hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé virkilega búinn að missa tengslin við fólkið í landinu?
Hann horfir með greinilegum kvíða til 90 ára afmælis flokksins í Maí næstkomandi sem stund til þess að horfast í augu við slíkar hugsanir? Hvort forystusveit flokksins hafi mistekist að koma árangri sinna starfa fyrir þjóðina til skila hjá kjósendum?
Beri menn þetta saman við árangur Dags B. Eggertssonar í bardaga hans við að fegra sinn hlut? Hann kemst upp með að segja svart hvítt og spila á tilfinningar fólks með því að nýta sér veikleika til styrkleika.
Hann segir óhikað að aldrei hafi verið betri fjármálastjórn í Borginni en hjá sér. Og megi setja út á einstök atriði þá séu þau í mikilli endur-og yfirbót í nýjum rýnihópum og ráðum.
Kemst hann ekki auðveldlega upp með að sópa einum Milljarði í skuldaaukningu Reykjavíkurborgar í samfellt 40 mánuði undir teppið eins og ekkert sé? Kemst hann ekki upp með að setjast i dómarasæti yfir sjálfum sér í Braggamálinu og ókláruðu Kamarsmálinu og sýkna sig þannig í augum kjósenda? Þvælist Þreföld framúrkeyrsla í viðgerðum í Verkó fyrir honum? Eða Gröndals-hús? Ónýtt Orkuveituhús? Sýnir hann þá ekki bara hvað hann er búinn að gera úr ónýtri Perlunni sem hann erfði frá Davíð? Kann hann ekki vörnina kominn í kaðlana eins og Múhameð Ali?
Hann er líka með bardagasveit grimmra rakka í kring um sig sem verja hann í líf og blóð.Ver einhver Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn?
Getur Sjálfstæðisflokkurinn gert eitthvað svona? Nei, hann myndi aldrei reyna þessar aðferðir því hann segir ávallt satt. Hann hefur aldrei logið aldrei frekar en Mogginn.
Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn alger aumingi í að koma verkum sínum á framfæri? Er hann ekki alltof latur við að boða fagnaðarerindið? Gerir Óli Björn sér þetta ljóst og er nokkrum harmi sleginn? Og skyldi hann satt að segja vera einn um það?
Hafa menn þess vegna verið að tala um "forystu án flokks"?
Skilur Óli Björn þetta þegar hann dvelur svona í fortíðinni og gömlum baráttubrögum okkar fornu kappa? Hugsar hann þess vegna með nokkrum hrolli til á 90 ára afmælis flokksins í Maí?
Skynjar maður ekki bara áhyggjurnar og óánægjuna með árangurinn meðal Sjálfstæðismanna sem maður hittir?. Er maður ekki bara sjálfur með blæðandi hjarta vegna þessarar stöðu en getur ekkert gert?
Gerir Forystusveitin eitthvað til að útbreiða hugsjónir flokksins? Hefur henni tekist að fá okkur flokksmenn til að trúa því að þeir séu alveg heilir í trúnni á grunnhugsjónir flokksins frá 1929?
Eða grunar fólk þá b ara um græsku? Vænir þá um skort á trúfesti? Er ekki aðsóknin líka hrikaleg alls staðar á öllum miðlum? Þó engin frýi þeim vits eða verka?
Þýðir það í pólitík að framkvæma bara og segja ekki frá því? Verða menn ekki að berjast og elska bardagann vegna bardagans sjálfs eins og Alexander mikli og fleiri fornkóngar sem aldrei þáðu frið ef kostur var á ófriði? Grét ekki Alexander þegar hann var neyddur til að snúa heim úr herförinni á Indlandi við frá Hindu Kush?
Hver man eftir því hvað afnám vörugjaldanna og tollalækkanirnar gerðu ef maður er ekki minntur reglulega á það? Einn vinur minn er hættur að tala um þetta sem hann gerði svikalaust þegar Bjarni Benediktsson okkar formaður gerði þetta og kaus þá flokkinn aftur eftir langt hlé.Flokkurinn vex af verkum sínum en lætur hann ekki of oft stela þeim frá sér?
Ég hef stungið upp á því að gefa út flokksblað, skrifað af Sjálfstæðismönnum eingöngu í 118.000 eintökum og senda á hvert heimili í landinu með hæfilegu útgáfumillibili. Ekki til að keppa við núverandi auglýsingamiðla heldur að koma boðskapnum hreinum og tærum á framfæri.
Ég hef boðist til að hjálpa til við þetta og ég held jafnvel að ég kunni eitthvað í að safna nægu liði. Ég er ég sannfærður um að svona 100 síðna blað sem fer á hvert heimili í landinu er aðeins á færi Sjálfstæðisflokksins að gera. Og það myndi hafa áhrif það ég held? Enginn af litlu flokkunum getur þetta og heldur ekki aðrir úr fjórflokknum þrátt fyrir ríkisstyrkina. Þeir búa ekki nefnilega yfir neinum hugsjónum, aðeins hentistefnum.
Þeir eru eins og Evrópusambandið sem getur aldrei orðið stórveldi eins og Bandaríkin af því að það er ekki þjóð með einn fána og föðurlandsást. Hana eiga Sjálfstæðismenn hinsvegar eftir þegar úrtölumenn eru komnir í aðra flokka. Er ekki Sjálfstæðisstefnan ennþá á sínum stað og hefur ekki verið seld frekar en bankagullkýrnar?
En ég er á níræðisaldri og auðvitað hlustar enginn sem máli skiptir á elliæran mann sem er eldri en Ellert og auðvitað mun minni kappi en hann var og er. Samt erum við Ellert yngri en margir sem gerðu ýmislegt þegar þeir létu ekki tala sig niður samanber Reykjavíkurbréf Davíðs hið síðasta.Fengu sér viskí og vindla án þess að vera skíthræddir við læknana og almenningsálitið? Man einhver hvernig Davíð slökkti á Bermúdaskálinni? Ættu Klaustursrónarnir ekki að hafa meiri kjark?
Og af hverju má ekki kalla á Davíð gamla aftur okkur til hjálpar? Fá hann til að gefa ráð en hætta að sniðganga hann? Hann er rétt sjötugur, heldur á einum skarpasta penna landsins og býr yfir meira viti og reynslu en nokkur Pírati gæti öðlast þó að hann aflaði sér starfsreynslu í 100 ár? Miðopna frá honum yrði meira lesin en Pírataskrif góða fólksins.
Og Davíð er Sjálfstæðismaður í gegn þó enginn engill sé. Hann þarf hinsvegar ekkert á okkur að halda hafandi Moggann og allt það frelsi sem hann vill. Það eru bara við sem þurfum kannski á honum að halda?
Er bara ekki komin ögurstund fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Jú, það er komið að ögurstund. En ég er þjóðlegur íhaldsmaður og fullveldissinni, svo ég mun aldrei geta fylkt liði með 3. orkupakka ESB krata nýfrjálshyggju liði sem flokkurinn valdi sér til forystu. Ég þori að fullyrða að sú forystusveit nær aldrei meira en 18% atkvæða í næstu kosningum. En við hinir þjóðlegu íhaldsmenn, um 19% sem höfum kosið flokkinn, munum ekki gera svo, fyrr en núverandi forysta án flokks hefur farið frá.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.1.2019 kl. 01:46
Eftir höfðinu dansa limirnir. Með tíð og tíma læra limirnir öll réttu sporin og greypa þau í huga sér. Fylgnir sér í trúnni á góða stefnu og réttmæta, sem kemur öllum til góðs. Þegar stjórnendur höfuðsins halda að þeir geti beint limunum í aðra átt, taka limirnir völdin og losa sig við höfuðið.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 10.1.2019 kl. 04:49
Þakka stórgóðan pistil.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.1.2019 kl. 07:03
Við erum hugsanlega á ögurstund með Landið okkar og flokkinn, sem flestir kusu og treystu varðandi sjálfstæði og fullveldi.
Dufferin lávarður sagði fyrir um 200 árum að ÞINGVELLIR væri helgur staður. Því sama trúa margir erlendir ferðamenn og við gamlir ÍSLENDINGAR trúum því sama.
ÍSLAND hrópar eftir þjóðernissynnuðum Leiðtoga, sem berst fyrir ALLA þjóðina utan SKIPANA frá reglufargani ESB landa.
Við viljum ekki vera HÚSKARLAR í eigin Landi.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 10.1.2019 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.