Leita í fréttum mbl.is

Vaðlaheiðargöng eru afrek

og þjóðarstolt.

Hvernig okkar vösku verktakar unnu bug á yfirgengilegum erfiðleikum vatnsflóða og náðu að virkja áföllin til gagns fyrir íbúa nágrannabyggðanna.

Göngin fylla mig stolti að tilheyra þessari þjóð sem aldrei lætur bugast þó sundurlynd sé.

Þetta stælir mig í andstöðu við allar hugmyndir um hverslags fullveldisframsal með inngöngu Í tollabandalag með óskyldum þjóðum eins og ýmsir tala fyrir hvað varðar hið hlutfallslega smáa Evrópusamband meðan heimurinn bíður með útbreiddan faðminn til  þeirra sem þora að standa á sannfæringu sinni og gefast ekki upp fremur en verktakarnir í Vaðalsheiðargöngunum.

 

Gröfum göng, leggjum vegi og brúum fljót á 100 ára afmæli fullveldis Íslands og á 75 ára afmæli lýðveldisins,. Gerum Ísland betra en við fundum það fyrir og .

Til hamingju íslenska þjóð með Vaðlaheiðarafrekið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, spillingin er stórkostleg og frábært að vera hluti af svona spilltri þjóð. Sannleikurinn aldrei sagna bestur, en lygin er það hins vegar. Lifi hin íslenska siðferðisvitund!

Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2019 kl. 20:29

2 identicon

Sammála Halldór, en vil þó bæta við að einkaframkvæmd er jafn sjálfsögð og ríkisframkvæmd, en að sulla þessu tvennu saman þannig að úr verði einkaframkvæmd með ríkisábyrgð er ætíð gruggug leið, pilsfaldakapítalismi.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.1.2019 kl. 20:57

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Efasemdir voru settar fram um lekahættu vegna Hvalfjarðarganga. Ekki hefði verið gæfulegt ef jafn "óvænt" vandamál hefðu komið upp þar. Þar vorum við heppin en hins vegar óheppin nyrðra.

Ómar Ragnarsson, 12.1.2019 kl. 22:39

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er auðvitað heppni að eiga hugmyndaríka verktaka sem hugnast ekki að sjá verðmæti fljóta að ósi engum til gagns. Þar er mannauðurinn hvað skírastur og við hin eldri þekkjum það svo vel., 

Helga Kristjánsdóttir, 12.1.2019 kl. 23:43

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, til hamingju, Halldór, Norðlendingar og Íslendingar allir, með að svo vel hafi á endanum tekizt til um Vaðlaheiðargöng, þótt drjúgur yrði kostnaðurinn að lokum. En mesta sögu segir það, hversu ánægt fólkið sjálft á svæðinu er með þessa þörfu og glæsilegu framkvæmd. Hættum nú að öfundast, fá ekki allir landsmenn einhverja ríkisstyrki hvort eð er?

Jón Valur Jensson, 13.1.2019 kl. 00:10

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sannarlega mikið þrekvirki, nafni. Ekki síst í ljósi þeirra óteljandi vandamála sem urðu á vegi þeirra sem verkið unnu. Eins og þú bendir réttilega á, var hindrunum og fyrirstöðum breytt í hagkvæma kosti og hitinn nýttur, í stað þess að veita honum burt. Verkfræðilegt afrek á allan hátt, en kostaði sitt. Reynslan sem af þessari framkvæmd fæst, mun um ókomna tíð minnka skaðann við sambærileg verkefni. Pólitík, framúrkeyrsla og annað bíður betri tíma. Þar verður vonandi rætt saman á skynsamlegan hátt.

 Til hamingju allir, með þetta nýja mannvirki. Megi allir njóta sem lengst.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.1.2019 kl. 02:27

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú átt bara  bágt Þorsteinn að sjá allt svona svart. Reyndu að draga frá sálarglugganum og sjá sólskinið en ekki bara allt svart.

Halldór Jónsson, 13.1.2019 kl. 12:12

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór flott grein og umhugsunarverð, ég var einmitt að minnast á útreiðina sem verkfræðingar Kárahnjúka virkjun fengu eftir æðislegt afrek. Þeir voru útskúfaðir í beinni hjá RÚV og fleiri miðlum. Það var sorgleg stund fannst mér.

Já var einmitt að svara Gunnari Rögnvaldssyni en hann skreytti bloggið sitt með ..Wittchica Lineman.. með Glenn Campbell en það lýsir Glenn stolti manna sem framkvæma. Já sjá einhvað eftir sig.

Aðrir lasta allt sem er gert.  

Valdimar Samúelsson, 13.1.2019 kl. 12:58

9 identicon

Þakka fallegan og jákvæðan pistil Halldór. Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík en hef búið á Akureyri í 43 ár. Ég er hvorki Reykvíkingur né Akureyringur heldur Íslendingur. Og ég gleðst með öllum landshlutum sem njóta samgöngubóta. Góðar samgöngur eru lífæðar landsins.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 13.1.2019 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband