25.1.2019 | 11:29
Stefanía skrifar
Jónasdóttir skorinort að vanda frá Sauðárkróki. Mér finnst rétt að sperra eyrun þegar þessi kona skrifar um fjölþjóðamál þar sem hún hefur langa reynslu af búsetu í Balkanlöndunum.
Hún segir:
"Stjórnmálafólk og menntaelítan eru upptekin af bókum og að varðveita tungumálið okkar, enginn að tala fyrir því að landið skuli ekki selt eða gefið. Já gefið, því að við hvern veittan ríkisborgararétt til handa farand- og flóttafólki, sem ætti að aðstoða heima fyrir og á þeirra slóðum, er verið að gefa af landi okkar.
10. desember 2018 verður í framtíðinni svartur dagur, þar sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í Marokkó um frjálst flæði farandfólks, það er frelsi til handa fólki, sem kýs að flakka um heiminn í leit að betra lífi. Á ég að sjá til þess að þetta fólk finni sér betra líf?
Nei, það skal það gera sjálft og það í sínum heimalöndum. Því eru stærstu hóparnir karlmenn? Auðvitað kemur þessi samningur frá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Séu SádiArabar í forsvari fyrir mannréttindaráðinu, hver segir þá að þeir nýti sér ekki pólitíska leið ásamt Merkel til opnunar inn í önnur ríki. Það er þegar búið að eyðileggja Evrópu. Allmargar, og þar á meðal stórþjóðir, hafa neitað undirskrift á þessum ömurlega samningi.
En örþjóðin íslenska skrifaði undir. Þetta mál var ekki rætt á Alþingi og þjóðin var ekki spurð hvort hún vildi vera skjól farandfólks.
Hvar er lýðræðið og hvar eru mannréttindi þjóðar? Það er ansi oft brotið á mannréttindum vesturvelda í þágu annarra þjóða. Enginn þingmaður eða þingkona sögðu nei við þessari undirskrift, með það í huga að vera kosin til að varðveita land og þjóð.
Við erum örþjóð, stormur í vatnsglasi segir ung þingkona við fyrirspurn um þetta mál. Hún gerir sér ekki grein fyrir því að hún og hennar niðjar verði minnihlutahópur í eigin landi, þar til hún missir það svo alveg. Þegar hún verður á mínum aldri eftir um 45 ár verður Ísland ekki frjálst land. Því kunnið þið ekki að meta og varðveita það sem við eigum? Þið byggið allt á rangri hugmynd um að þið séuð heimsborgarar.
Annar þingmaður er orðinn þreyttur á því hversu fólk sé hrætt við útlendinga hvaðan kemur svona bull? Þessum þingmanni er heldur ekki ljós ábyrgð sín og það að hafa efann að leiðarljósi til verndar landi og þjóð.
Ég endurtek: við erum örþjóð. Í fimmtíu ár hef ég verið meðal útlendinga og er enn; ég hef lært mikið því að ég horfi, hlusta og spyr, því að ég tala nokkur tungumál. Reynslan er að varast beri of mikla fjölmenningu, hana upplifði ég á Balkanskaga, þar sem hver togar í sína siði og einkenni. Það vill nefnilega svo til að ekki eru öll dýrin í skóginum vinir, mennsk erum við öll, en langt í frá bræður og systur.
Stjórnvöld, hafið það í huga og farið milliveg, gleypið ekki svona við öllu. Þið munuð ekki ráða við fjölmenningarmálin þegar fram í sækir.
Við sitjum uppi með forseta landsins, forsætisráðherra og menntaelítu, sem segir okkur það nýjasta, sem er: Við verðum að deila fullveldinu með öðrum þjóðum og alþjóðastofnunum það er að vera frjálst ríki.
Hver fann upp þennan ömurlega frasa? Eitt er vitað: landamæralaus þjóð tapar landi sínu og einkennum og það mun verða því að börnum okkar er ekki kennt eða innrætt í uppeldinu að þau eigi sér land og haf til að elska og varðveita. Auðvitað má ekki innræta föðurlandsást því að þá gargar hin ofurmenntaða elíta popúlismi.
Því fer sem fer og það má bæta við að það henti stjórnvöldum að stjórnast yfir þjóð sem alin er upp á stofnunum ekki satt Svandís Svavars og VG? Og sé einhver ósammála eða óþekkur þá beitið þið bara einelti, það kunnið þið svo sannarlega á hinu háa, óhæfa Alþingi Íslendinga.
Sjáið þið ekkert athugavert við það að samfylkingarkona er sett fyrir nefnd sem á að taka fyrir siðferði pólitískra andstæðinga sinna? Og hún byrjar á að tilkynna okkur að þetta mál muni nú taka tímann sinn, auðvitað þarf að ná sér í laun, hvað annað! Ó, já, þið kunnið þetta.
Alþingi fær ekki mitt traust."
Ég hef ekki getað komið auga á kosti þess að Ísland skrifaði undir þessa yfirlýsingu í Marrakess. Ekki frekar en ég kem auga á kosti þess að skrifa undir 3. Orkupakkann á þeim forsendum að hann geti verið meinlaus fyrir okkur.
Til hvers eru stjórnvöld að skrifa undir samninga sem geta verið okkur skaðlausir en geta líka orðið okkur til tjóns. Fjölmörg ríki treystu sér ekki til að skrifa undir þennan gjörning í Marrakess.
Hversvegna skrifuðum við undir? Guðlaugur Þór hefur ekki svarað því.
Á meðan ég fæ ekki útskýringar og sannfæringu tek ég undir það sem Stefanía Jónasdóttir frá Sauðárkróki skrifar, sem þekkir þær þjóðir sem hvað mest stefna hingað óskyldu fólki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það er stórkostlegt að sjá greinar Stefaníu Jónasdóttur frá Sauðárkróki varðandi frjálsan innflutning ólíkra hópa til fámenni Íslendinga.
Hún bendir réttilega á að gefa matvæli og aðstoð til ókunnra landa erlendis, frekar en að fylla landið okkar af ólíku fólki. ESB hefur klúðrað ESB löndum af hreynu gáleysi og stjórnleysi. Síðasta gáfuspor ESB manna er að nota nýja innflytjendur frá alheimi til að uppfylla hinn nýja her Evrópu?. Við lifum í skrítnum heimi?.
Stefanía og allur almenningur hér heima hefði kosið það sama og Stefanía og Trump vestan hafs. HJÁLPA þeim heimavið
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 25.1.2019 kl. 13:26
Rétt Gísli
Halldór Jónsson, 26.1.2019 kl. 12:54
Stefanía hefur sagt sanna sögu sína erlendis frá í 10-20 ár. Þetta ætti að vera skyldulesning á ALÞINGI fyrir konur og karla.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 26.1.2019 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.