25.1.2019 | 17:46
Hver er glæpurinn?
sem er í því fólgin að drekka sig fullan og rövla einhverja vitleysu sem engar afleiðingar hefur nema móral?
Hvað er það í samanburði við að gera eitthvað óafturkræft sem hefur víðtækar afleiðingar.
Ómar Geirsson veltir þessu fyrir sér. Hann skrifar á sína síðu:
"
Hæðast að því að klámkjaftur á fyllerí gegni formennsku í nefnd.
Þó er runnið af manninum og hann iðrast.
Og hver er glæpur hans miðað við til dæmis forseta Alþingis?
Sem bláedrú samdi við bresku fjárkúgarana að hann myndi ekki halda uppi vörnum fyrir Íslands hönd.
Fyrir utan óheyrilega greiðslubyrði, frá 90 milljörðum uppí 110 milljarða á ári, skjalfest í gögnum Alþingis, Seðlabankans og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (svona fyrir lygarana sem afneita þessum tölum), þá afsalaði Steingrímur Joð Sigfússon öllu dómsvaldi til gerðardóms sem Hollendingar og bretar stýrðu.
Og eins og þau landráð væru ekki nóg, þá var ákvæði í ICEsave samningi vinstri stjórnar Steingríms og Jóhönnu, að ef einhver afborgun íslenska ríkisins, eða ríkisstofnana eins og Landsvirkjunar, félli í gjalddaga án þess að vera greidd, og skipti þá engu þó um hana yrði samið, þá félli allt ICEsave skuldabréfið á íslenska ríkið.
Samstundis.
Sem er áður óþekkt landráð í allri gjörvallri sögu vestrænna lýðræðisríkja.
Það var samt kosið, og lýðræðið hafði sinn gang.
Fyrst að Steingrímur, Katrín, Svanfríður og þau öll hin voru ekki ákærð fyrir landráð, og þjóðin, það er hluti hennar, tók ákvörðun að kjósa þau til áframhaldandi setu á Alþingi, þá eru þessi landráð grafin og gleymd.
Fortíð sem lögð er til hliðar.
Þess vegna er það svo aumt, að sjá þennan vinnumannaflokk breta, ráðast að lýðræðiskjörnum þingmönnum.
Og þeirra glæpur er fyllerísröfl.
Sem enginn vissi af nema vegna þess að auðnum langar í orkuauðlindir þjóðarinnar.
Landráð annars vegar.
Hlerað fyllerí hins vegar.
Lýðræðið sagði okkur að gleyma.
En eigum við að gleyma þegar vinnumennirnir eru aftur komnir í vinnu??
Við að svíkja þjóðina.
Við að færa þá einu auðlind sem ennþá er í almannaeigu, í vasa auðs og auðmanna.
Það var hægt að fyrirgefa.
En það er varla hægt lengur.
Kveðja að austan."
Já, í samanburði við það ef öll áform Steingríms Jóhanns, sem nú grætur krókódílatárum yfir siðferðisbresti stakra fyllibyttna á Klaustursbarnum, þá er lítið tjón af uppákomunni. Ekki þurfti tvær þjóðaratkvæðagreiðslur til að bjarga þjóðinni eftir það.
Við sitjum auðvitað uppi með annað tjón sem Steingrímur olli með afhendingu bankanna til vogunarsjóðanna sem varð meðverkandi í því að tíuþúsund misstu heimili sín. Þessi maður hreykir sér hátt núna af upphafinni sjálfsdýrkun á forsetastói Alþingis. Ferst honum?
Hvernig er glæpurinn sem framinn var á Klaustursbarnum í samanburði við atferli Steingríms Jóhanns í Hruninu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.1.2019 kl. 12:49 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Já, vel var ritað af austanmanni, en klaufalega ruglarðu honum saman við annan ágætan vin vorn Smára kennara og bæjarstjórnarmann á Norðfirði. Ómar Geirsson heitir höfundurinn góði, "miðaldra Austfirðingur og tveggja sona faðir" og stóð sig vel í Icesave-baráttunni og hefur engu gleymt.
Smári Geirsson, sem hvarf svo inn í bæjarstjórn Fjarðaþings um tíma og gerðist mikill álversmaður eins og þeir fleiri sósíalistarnir, hefur afrekað margt á fræðasviðinu sem rithöfundur og byggðarsögumaður og nýlega sem hvalveiðisögumaður (missti því miður af fyrirlestri hans þar um hér syðra) -- geðþekkur karakter og ritaði m.a. svolítið um afa minn á Norðfirði.
En hér er grein Ómars okkar á sínum stað:
Vinstri Grænir pota í lýðræðið.
Jón Valur Jensson, 25.1.2019 kl. 18:59
Algjörlega magnaður og sláandi pistill hjá Ómari Geirssyni.
Og minnir okkur á það að Steingrímur Joð situr sem forseti alþingis undir verndarvæng Sjálfstæðisflokksins.
Það er dapurt að vita fyrir okkur sem löngum studdu Sjálfstæðisflokkinn að svo illa sé komið fyrir gamla flokknum okkar að hann hefji Steingrím Joð og Katrínu og Svandísi Svavarsdóttur Gestssonar til æðstu vegtyllu. Hvað veldur því?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.1.2019 kl. 19:28
Í gegnum tíðina hafa ýmsir verið hugmyndaríkir við að finna refsingu þo engin sé glæpurinn
En ég bara sé enga möguleika fyri pólitíska andstæðinga klekkja þannig á Klausturmönnum nema virkja eineltisáætlun og leggja þá i einelti líkt og þeir gerðu í dag
Grímur (IP-tala skráð) 25.1.2019 kl. 19:29
Talandi um óafturkræfa gjörninga þá er vert að minnast á þau áform Svandísar Svavarsdóttur, ráðherra Vinstri grænna, þeirra sem vildu að við borguðum Icesave að fullu eftir að faðir hennar "samdi" um það við Breta, að téður ráðherra vill stórauka heimildar til lífláts ófæddra barna.
Fósturmorð eru óafturkræf, einstaklingar, framtíð þjóðarinnar teknir af lífi í móðurkviði án dóms og laga, hafa ekkert unnið sér til þeirra illvirkja sem fósturdeyðingar eru.
Fólk almennt gerir sér grein fyrir því hvernig þessar aftökur fara fram, en við myndum aldrei vilja að mestu glæðamenn þyrftu að undirgangast það sem þessi börn þurfa að þola, slíkur er hryllingurinn. En fólk vill ekki vita það, það yrði of viðkvæmt, of sárt.
Við höfum þegar misst yfir 40þúsund einstaklinga sem væru í dag gegnir þjóðfélagsþegnar, sumir þingmenn sem stæðu sig örugglega betur en þingheimur í dag. Sumir vísindamenn sem færðu þjóðfélag okkar áfram til framfara og svo mætti lengi telja.
Óafturkræfur gjörningur og nú vill ríkisstjórnin ganga enn lengra í þessum ófögnuði.
Guð forði okkur frá ríkisstjórn og þingheimi sem ber ekki meiri virðingu fyrir lífi þegna þessa lands.
Tómas Ibsen Halldórsson, 25.1.2019 kl. 19:34
Þessir ræflar iðrast náttúrlega ekki neitt. Eina sem hefði getað bjargað þeim hefði verið að segja af sér tafarlaust og sýna þannig að þau skömmuðust sín. En þingfararkaupið varð iðruninni yfirsterkara. Því fór sem fór og allt þetta lið er eitruð peð í þinginu og verður það fram að næstu kosningum þegar það dettur út og getur kannski allt í besta falli fengið vinnu í lélegri vídeóleigu með "bláar" á bakvið fyrir rétta kúnna!
Þorsteinn Siglaugsson, 25.1.2019 kl. 21:13
Ég vil taka hér sérstaklega undir kröftug, en réttsýn orð félaga míns Tómasar Ibsen Halldórssonar.
Jón Valur Jensson, 25.1.2019 kl. 23:45
Er Þorsteinn Siglaugsson flokksfélagi í Vg?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.1.2019 kl. 23:57
Nei, í "Sjálfstæðisflokknum" og mætir vel á fundum!
Jón Valur Jensson, 26.1.2019 kl. 01:23
Svo Steingrímur Joð er átrúnaðargoð Þorsteinn Siglaugssonar? Er hrifning hans jafn mikil með dóttur Svavars Gestssonar, samningamannsins sem vildi setja íslensku þjóðina á krossinn, fórnaði 10.000 heimilum þeirra, sem vill ríkisvæða heilbrigðiskerfið?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.1.2019 kl. 01:48
Það er athyglisvert að fylgjast með hvað mörgum finnst þeir verða meiri menn og konur við að velta sér upp úr saklausum óförum annarra.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 26.1.2019 kl. 08:48
Og ekki er nú minna aumkunarvert þegar greyið Gunnar Bragi fer að reyna að ljúga því til að hann muni ekkert sem fór þarna fram eftir að hafa áður, í viðtölum, lýst því að hann muni bara heilmargt af því.
Eins og mætur maður sagði: Þegar maður er kominn ofan í holu er réttast að hætta að moka.
En það geta ekki Klausturaparnir. Þeir halda bara áfram að grafa sér gröf og líður eflaust ekki á löngu þar til þeir koma út hinum megin
Þorsteinn Siglaugsson, 26.1.2019 kl. 11:56
Já Halldór, góð spurning. Hver er glæpurinn?
Kerlingar hálfviti sem liggur á hleri með rauðan hatt gerir sig náttúrulega bara ómerkilegri þegar hún þvaðrar undan rauðu húfunni því sem hún taldi sig heyra, líkt og Gróa á Leiti.
En þar sem þessi arftaki Gróu á leiti treysti ekki mynni sínu þá var hún mun betur útbúin heldur en sú gamla Gróa á Leiti sem átti ekki einu sinni rauða húfu og hvað þá upptakara.
En markmiðið var það sama, sem er að slefa út kjaftasögum misjafnlega staðföstum, en endilega með munslefu sem límir þær við viðkomandi sakleysing.
Hrólfur Þ Hraundal, 26.1.2019 kl. 14:03
Gróa á leiti = Bára á Efstaleiti?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.1.2019 kl. 15:07
Þorsteinn - það er nú auðvelt að ruglast í hver spurningin er þegar fréttamenn/yfirheyrsluaðilar hegða sér svona
http://www.ruv.is/spila/ruv/kastljos/20190124
Borgari (IP-tala skráð) 26.1.2019 kl. 17:14
Þeir skrópuðu í vinnunni til að fara á fyllerí. Það er glæpurinn.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.1.2019 kl. 17:58
Ég vona að þú sért hress, Halldór minn. Guð blessi þig, kempa.
Jón Valur Jensson, 27.1.2019 kl. 02:35
Takk fyrir það Jón Valur, ég er framar öllum vonum.
Halldór Jónsson, 27.1.2019 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.