Leita í fréttum mbl.is

Bréf frá Gísla

Holgerssyni barst mér. Hann rifjar upp minningu um þekktan mann sem tengist umræðu um Víkurkirkjugarð.

Gísli skrifar:

"

BLESSAÐUR kæri Halldór Jónsson, verkfræðingur og blaðamaður um málefni ÍSLENDINGA og allt annað um “erfiðleika heimsins”.

 

Stutt frásögn af ARNES PÁLSSYNI mesta útileguþjófs ÍSLENDINGA.  Ég las þetta í smásögum frænda míns, Óskars Clausen, sem f. 7/2 1887 og d. 9/4 1980.  Sá hinn sami of stofnaði FANGAHJÁLPINA árið 1949.  Ég átta mig enn betur á smásögum hans í dag en áður.

 

ARNES PÁLSSON var fæddur á Seltjarnarnesi en ólst upp á Kjalarnesi með foreldrum sínum, sem ávallt sýndu honum mikla ástúð.  Hann var þjófóttur og sprettharður og aflaði sér peninga og verðmæta með auðveldum hætti.  Hann ól manninn á fjöllum og við hvannalindir oft með þekktu útilegufólki.  Hann kom sér vel við þá, sem gættu hans í fangelsum og lokuðum rýmum sýslumanna og þess opinbera. 

Hann átti gott til vina hjá bóndanum á Hofstöðum í Garðabæ.

Hann notaði hraunið á Álftanesi fyrir felustað peninga sinna.  Hann átti ávallt peninga fyrir nauðþurftum.

Hann vann vel fyrir sér hjá sýslumanninum á Bessastöðum við alhliða störf.

Hann fékk fullt frelsi frá Danska Kónginum og gekk um síðustu árin sem frjáls maður.

Hann gerðist niðursetukarl úti í Engey og dó þar 91 árs gamall 7. September 1805.

Hann var jarðaður 4 dögum síðar í Víkurkirkjugarði í Reykjavík við hlið Alþingishússins.

 

Þekktir ÍSLENDINGAR vilja nú friða þennan kirkjugarð og mótmæla byggingu hótels á sama stað. 

Fyrrverandi forseti frú Vigdís Finnbogadóttir og Friðrik Ólafsson skákmeistari voru þar í hópi mótmælenda.

Þessar línur eru skrifaðar til minnis úr smásögum frænda míns.

BLESSAÐUR

Gísli Holgersson.

 

Arnes var lengi á vist með Fjalla-Eyvindi auk þess sem hann lá einn úti við:

HVALVATN sem er í Hvalfjarðarstrandahreppi í Borgarfjarðarsýslu. Það er 4,1 km², dýpst 180 m og í 378 m hæð yfir sjó. Það er talið annað dýpsta stöðuvatn landsins á eftir Öskjuvatni. Útfall vatnsins er Botnsá, sem rennur til Hvalfjarðar. Akstursleiðin er úr Víðikerjum á Uxahryggjavegi. Umhverfi vatnsins er fagurt og stórbrotið. Í vatninu er bleikja. Rétt fyrir austan Hvalvatn eru Krókatjarnir. Þar er töluvert af bleikju, en sú veiði tilheyrir Þingvallahreppi. Norðan í Hvalfelli er hellir, þar sem Arnes útileguþjófur bjó í tvö ár. Vatnið er í landi Stóra Botns. Nú um sinn nýta eigendur veiðina sjálfir og selja ekki veiðileyfi. Vegalengdin frá Reykjavík er 75 km.

 

 

Það er ástæða til að minnast Arnesar,  sem eins íbúa Víkurkirkjugarðs Miðbæjarins og fallegt af Gísla að rifja hans lífshlaup upp 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband