11.2.2019 | 10:35
Mikið var
að formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson minnir á hvað hefur áunnist á vakt flokksins. Hann segir í Fréttablaðinu í dag:
"Við Íslendingar höfum náð framúrskarandi árangri á undanförnum árum. Myndin er skýr þegar við horfum á skuldastöðu heimilanna, sem er betri en hún var á uppgangsárunum fyrir fjármálahrunið, landsframleiðslu sem er sömuleiðis meiri en eins og hún gerðist best fyrir rúmum áratug, fjármálakerfið sem er heilbrigðara og sterkara, skuldir ríkisins sem hafa snarlækkað og stöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum en við erum nú í fyrsta skipti á lýðveldistímanum með meiri eignir en skuldir í öðrum löndum.
Sennilega hefur fáum dottið í hug að þetta yrði staðan áratug eftir að neyðarlögunum var komið á. Að við hefðum endurheimt allan beinan kostnað af hruninu, losað okkur við höftin og komist í þá stöðu með afnámi tolla og vörugjalda að vera eitt opnasta og frjálsasta hagkerfi heims.
Við höfum notið stöðugleika í verðlagi og lægri raunvaxta húsnæðislána en áður hafa sést. Myndin af efnahagsmálum Íslands í dag sýnir einnig afgang af viðskiptajöfnuði.
Í stuttu máli má segja að okkur hafi nær alla tíð gengið treglega að skapa gjaldeyristekjur fyrir því sem við höfum þurft að sækja til annarra landa. Til að tryggja jafnvægi í utanríkisviðskiptum voru því hér áður fyrr löng haftatímabil.
Gerbreytt staða birtist okkur að þessu leyti í dag. Síðastliðinn áratug eigum við jafn mörg ár með afgang af viðskiptum við útlönd og samtals frá lokum síðari heimsstyrjaldar.
Með þessu hefur orðið til myndarlegur óskuldsettur gjaldeyrisforði.
Auk þess að byggja gjaldeyrissköpunina á öflugum sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði hefur ferðaþjónustan nú bæst við sem afar öflug stoð í hagkerfinu og góður vöxtur er í margvíslegu rannsóknar- og þróunarstarfi, hugbúnaðargerð, lyfjaiðnaði og erfðarannsóknum svo dæmi séu nefnd.
Myndin sem við sjáum er því af nýjum efnahagslegum veruleika. Við búum við breytt, sterkara og fjölbreyttara hagkerfi sem við verðum að gefa svigrúm til að halda áfram að vaxa og dafna."
Ég hef haldið því fram að PR-mál Sjálfstæðisflokksins hafi verið í megnasta ólestri. Flokkurinn hafi vanrækt að minna kjósendur á hvað hann hefur til leiðar komið.
Mér hefur fundist að forysta flokksins hafi sinnt áminningum til kjósenda um hvað stefnumál flokksins snúast allt of lítið svo og að halda því á lofti sem flokkurinn hefur áorkað.Hógværð á ekki við í pólitík þegar glamrið er jafn hávært og nú er.
Mér hefur fundist að formaðurinn þyrfti að verja meiri tíma til slíkra hluta sem hann er mjög vel fær um að gera. Hugsanlega eru nú einhverjar breytingar í þessu að verða með ferðalagi hans og þingmanna um landið.
Engar framfarir hafa orðið á þessu landi öðruvísi en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að þeim komið. Afturfarir hafa hinsvegar orðið reglulega undir stjórn annarra flokka.
Sjálfstæðisflokkurinn er 90 ára á þessu ári. Hann sagði við stofnun sína ætla að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Nafn flokksins nægir til þess að skýra stöðu flokksins í fullveldismálum.
Þannig var Sjálfstæðisstefnan skilgreind í fáum orðum 1929.
Mikið var að eitthvað gerðist í því að minna fólk á hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó nýlega gert fyrir landsmenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Í sama Fréttablaði er grein eftir Guðmund Steingrímsson:
"Ég held að á ÍSLANDI gangi VOFA laus. Hún heitir ÓRÉTTLÆTI".
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 11.2.2019 kl. 11:40
Og samt er ekki hægt að sinna nauðsynlegri landhelgisgæslu. Einnig þarf að draga úr fjárframlögum til sýslumannsins á austurlandi, svo að tvö dæmi séu nefnd.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 11.2.2019 kl. 14:43
Alveg gleymist að það var að langmestu leyti eitt atriði, sem skóp grundvöll fyrir því að komast út úr hruninu, sem fylgdi stefnu þessa sama flokks 2007.
Það björgunarfyrirbæri heitir erlendur ferðamaður.
Ómar Ragnarsson, 11.2.2019 kl. 17:31
Hvorki makríllinn né túristarnir komu til okkar fyrir tilstuðlan stjórnmálaflokka, sama hvaða nafni þeir nefnast. Það er gott að efnahagslífið brosi við flestum og hér ríki almenn hagsæld, með skammarlegum undantekningum þó. Að telja stjórnmálaflokki sínum það til tekna, hve vel árar, ber vott um hroka og skilningsleysi.
Fullveldisafsalið heldur áfram á vakt Sjálfstæðisflokksins og meðreiðarsveinum hans í ríkisstjórninni. Þetta innihaldslausa montblaður formannsins megnar ekki með nokkru móti að draga dul á þá staðreynd og gerir orð hans að tómu frussi.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 11.2.2019 kl. 20:23
Getið þið ekki góðu herrar reynt að halda ykkur við staðreyndir einusinni og talað upp en ekki niður. Þið eruð eins og Hateressurnar í demokrataflokknum hennar Pelósíu.
Valdimar Samúelsson, 11.2.2019 kl. 20:41
Vinsamlegast bentu á staðreyndavillu, Valdimar.
Bestu kveðjur að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 11.2.2019 kl. 21:14
Þetta er eins og lesa sjálfhólsgreinaflokk Steingríms J. Sigfússonar, "Landið er að rísa" á tímum helferðarstjórnarinnar. Greinilegt að Steingrímur J. er farinn að hafa veruleg áhrif á ritstíl Bjarna, enda situr hann undir forseta stól hans, náð og miskunn, og með Kötu sem forsætisráðherra yfir sér.
Tek annars algjörlega undir athugasemd Halldórs Egils Guðnasonar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.2.2019 kl. 21:51
Halldór Egill. Ég er eins háfleygur og þú. Ef ég sé einhvað gott þá læt ég það fljóta umyrðalaust. :-)
Valdimar Samúelsson, 11.2.2019 kl. 22:45
Ég er alltaf að reyna að koma spurningu að einhversstaðar hjá bloggara,hún er hvað er/þýðir Nýfrjálshyggja.?
Helga Kristjánsdóttir, 12.2.2019 kl. 03:22
"Engar framfarir hafa orðið á þessu landi öðruvísi en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að þeim komið. Afturfarir hafa hinsvegar orðið reglulega undir stjórn annarra flokka."
Jahá....gleymir þú ekki að Sjálfstæðisflokkurinn var við stjórn áratugina á undan hruninu og er í meginatriðum arkitekt þess?...og reynir allt hvað hann getur til að fá kjósendur að gleyma þeim þætti. Sannarlega flokkur án ábyrgðar. Svo er ég sammála Ómari...ferðamaðurinn eigum við miklu að þakka góðu gengi...sjálstæðisflokkurin sem og aðrir flokkar komu þar hvergi nærri.
Ívar Ottósson, 12.2.2019 kl. 08:05
En hvar er Bjarni núna? Skammast hann sín svona mikið eftir þetta frumhlaup með bankastjóra Landsbankans ? Það má hann líka gera. Hef ákveðið að reka hann úr Róðhólsættinni. Hann er jú Engeyingur í öllu eðli og við Róðhólsingar viljum ekkert með hann og hans ættartré hafa. Ívar, voru það ekki sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem einkavæddu bankana og stofnuðu þar með til hrunaveislunnar ?
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 12.2.2019 kl. 09:36
Satt og rétt Jósef....skv. helmingaskiptisreglunni og þetta varð að uppskriftinni að hruninu. Og sæta þessir flokkar einhverri ábyrgð?
Ívar Ottósson, 12.2.2019 kl. 10:57
Eins og Gunnar Rögnvaldsson segir í pistli um Kína, þá er Bjarni yngri Benediktsson liberalisti og globalisti og sendisveinn grænnar fátæktar.
Því skil ég vel Halldór minn, að þú í lok pistils þíns kallir í örvæntingu þinni eftir gömlu grunngildum flokksins, því ekki er þau að finna hja Bjarna og puntudúkkunum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.2.2019 kl. 12:18
Er þetta nú ekki dæmigerð öfund,sem opinberast í uppnefninu puntudúkkum?
Helga Kristjánsdóttir, 12.2.2019 kl. 14:09
Stjórnmál fyrir fámenni 300 þúsund ÍSLENDINGA á að snúast um föðurlandsást og ómengað Landið okkar og alla framleiðslu. Hjálpum til erlendis með kunnáttu okkar og matargjöfum, sem eru meira virði en peningar. Við eigum ekki að fylla landið okkar af sömu depurð og ráðleysi, sem hvílir á ESB löndum og Norðurlöndum.
Hrópið um jafnræði kvenna og karla á Alþingi er vitfyrra, því við kjósendur viljum þá bestu til setu á virtu Alþingi. Fækkum um helming á Alþingi og kjósum föðurlandssinnaðan LEIÐTOGA, sem allt veit um banka og fjármál ríkisins. Hann má hafa góð laun, en verður gerður útlægur fyrir mistök.
Framsóknar og Sjálfstæðisflokkurinn auglýstu kosningaferð um landið á sama degi í MBL. Þarna er gott samstarf.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 12.2.2019 kl. 14:12
Það vekur athygli að engin þeirra vitringa sem hér tjá sig skuli minnast á þátt EES í bankahruninu. Það var samkomulagið um EES og fjórfrelsið sem því fylgdi sem skóp grundvöllinn fyrir hruninu. Síðan má segja að smáglæpamenn, með ofur-egó, hafi runnið á lyktina. Allt regluverkið sem umlukti bankakerfið hafði ekkert að segja gegn gullslikjunni sem huldi sjáöldur landans jafnt sem banksteranna.
Eins og kerlingin sagði: EES var það heillin.
Ragnhildur Kolka, 12.2.2019 kl. 14:49
Mikið rétt Ragnhildur, EES samningurinn skóp hinn fallvalta grunn fyrir hrunið.
Og nú stefnir forystan að því að innleiða þriðja orkupakka EES/ESB. Allt í nafni hins glóbalíska fjórfrelsis. Það setur að manni hroll.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.2.2019 kl. 15:54
Stundum er myndin af Barna upp á veg eða hún er í annan tíma sett undir rúm.
"Gerbreytt staða birtist okkur að þessu leyti í dag. Síðastliðinn áratug eigum við jafn mörg ár með afgang af viðskiptum við útlönd og samtals frá lokum síðari heimsstyrjaldar, segir vinur minn Halldór,en er þetta rétt?
Þrátt fyrir aukningu fjárstreymis inn í landið, eru margar stoðir að hrynja. Stoðir sem voru byggðar upp t.d á síðustu öld. Þrátt fyrir innstreymi fjármagns eru burðarvirki að hruni kominn, vegna lélegrar fjármálastjórnar sjálfstæðisflokksins. Það sem nú er að hruni komið var einmitt byggt upp m.a. af sjálfstæðisflokknum.
Hvað er að hrynja:
Aðbúnaður aldraðra er illa komið vegna fjárskorts og er staða þeirra mála hræðileg.
Þar má fyrst nefna löggæslu landsins sem hefur ekki lengur tök á að veita borgurum eðlilega vermd vegna fjárskorts.
Landhelgisgæslu sem getur ekki sinnt lögskipum verkefnum sökum fjárskorts.
Innan tíðar stöðvast sjúkrabifreiðar vegna vanstjórnar og fjárskorts.
Mörgu væri hægt að bæta við, en ekki má gleyma spillingunni. Hvað er verið að sýna okkur innan ú bankageiranum. Spillt sjálftökulið.
Sjálftökuliðið í stjórnmálaflokkunum. Sjálftökulið.
Ég held að það sé best að hafa myndina af Bjarna undir rúmi.
Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 12.2.2019 kl. 17:42
Bjarni Benediktsson form Sjálfstæðisflokksins lýsir hamingju sinni á eigin verkum og flokksins undanfarin ár.Þó mótmæla margir. Reykjavíkurborg fer í lágflugi varðandi stjórn og skipulagsleysis. Konurnar flissa og mótmæla öllum aðfinnslum - þetta er allt svo "skemmtilegt".
Alþingi gengur undir stjórnun Demokrata í ESBlöndum og vilja vera fremstir í Loftslagsmálum,rafmagnsbílum og gjaldfærðum vegum frá höfuðborginni til að létta undir með ferðamönnum, "öldruðum og öryrkjum". Alþingis menn aka og fljúga um á kostnað almennings, svo eitthvað sé nefnt.
Demokratar í USA vilja nú losna við beljufret og flugvélar vegna LOFTSLAGSMÁLA til að unga fólkið lifi lengur. President Donald J.TRUMP,HETJAN vestanhafs hafnar þessum óskum Demokrata og vill láta kjósa um málið.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 14.2.2019 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.