Leita í fréttum mbl.is

Fundur í Kópavogi

hjá Sjálfstæðisfélagi Kópavogs var nú fyrir hádegi.

Þar flutti Jón Gunnarsson alþingismaður fróðlegt erindi um fyrirhugaðar vegaframkvæmdir og gjaldtöku. Jón sagði líka frá fundaröð Sjálfstæðisþingmanna um landið. Hann sagði að hvergi hafi menn viljað ræða 3. orkupakkann sem virtist því ekki vera sérstakt áhugamál Sjálfstæðisfólks. Sjálfum fyndist honum þetta mál skipta frekar litlu máli.

Júlíus Hafstein varaði við samþykkt 3. orkupakkans í ítarlegu máli  og vildi að við segðum okkur frá 1. og 2. pakkanum líka sem ekki hefðu gert neitt fyrir okkar þjóð. Fundarstjórinn, Sigurður Sigurbjörnsson, gerði ekki athugasemdir við máflutning ambassadorsins Júlíusar.

Undirritaður vildi gera athugasemd við þetta aðeins í þá veru að eftir samþykkt pakkans myndu Íslendingar ekki geta staðið gegn lagningu sæstrengs ef einhver vildi leggja hann til landsins á sinn kostnað. Hann bað því um orðið. Þá brá svo við að fundarstjórinn byrjaði með hávaða að banna honum að ræða 3. orkupakkann. Samskonar uppákoma varð á fundi vikunni áður þegar fundarstjóri byrjaði með samskonar truflanir í ræðu undirritaðs  sem eru auðvitað til þess fallnar að slá lítilfjörlega ræðumenn út af laginu.

Undirritaður gat ekki brugðist öðruvísi við en að hætta máli sínu. Yfirgaf hann fundinn skömmu síðar með þeim ásetningi að biðja ekki framar um orðið hjá þessum fundarstjóra sem þarna truflaði mál hans og ekki í fyrsta skiptið. Skiljanlegt er kannski að þessi fundarstjóri kæri sig lítt um ræðuhöld undirritaðs en hefur samt aldrei áður orðið fyrir slíku skipulögðu áreiti á opnum fundi í Sjálfstæðisflokknum þar sem mönnum er gefinn kostur á að tjá sig.

Af þessu ástæðum getur skrifari ekki skýrt frá endi fundarins en hann var fróðlegur fram að þessu.

Jón Gunnarsson á miklar þakkir skildar fyrir sína framgöngu í samgöngumálum og hvernig honum hefur tekist að vinna gjaldtökuhugmyndum á jafnréttisgrundvelli fylgis meðal þjóðarinnar.

Þessi fundur í Kópavogi var fjölmennur og fróðlegur í alla aðra staði en þessa uppákomu fundarstjórans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kva?, er þetta xD-fjélag kannski að verða eins og heilbrigðiskerfi Svandísar. Bara fyrir heilbrigt fólk. Þú bara settur á biðlista eins og sjúkur maður!

Ja hérna.

Halldór. Þú hefðir átt að taka humar með þér og troða honum í stuttbuxur staðarins og segja YouToo.

Fussu svei 

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 16.2.2019 kl. 13:52

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Alltaf litríkur ertu Gunnar

Halldór Jónsson, 16.2.2019 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband