Leita í fréttum mbl.is

Innlend úrvinnsla orkunnar

er grundvallarspurning til framtíðar.

Verði 3. orkupakkinn samþykktur af Sjálfstæðisflokknum eins og stefna virðist í, þá getur ýmislegt breyst hvað framtíðarorkunotkun landsmanna varðar.Það virðist sem þingmenn flokksins hafi tekið þá ákvörðun að engu skipti hvernig þessi pakki verði afgreiddur. Hvorki það hvort hann færi landsmönnum ávinning eða að hann skaði þá ekki beinlínis.

Undirritaður er hinsvegar þeirrar skoðunar, að taki einkaaðili ákvörðun um að leggja hingað sæstreng á sinn kostnað séum við Íslendingar komnir inn á orkumarkað Evrópusambandsins. Við getum ekki neitað honum að gera tilboð í að kaupa hér orku í samkeppni við landsmenn sem tæplega muni verða til lækkunar innlends orkuverðs.

Nota má raforku sem við framleiðum til að framleiða vetni innanlands. Þetta gerðum við í stórum stíl Aburðarverksmiðjunni sálugu í Gufunesi. 

Nýlega pantaði Strætó  marga vetnisvagna þar sem ný tækni hefur rutt sér til rúms í vetnisnotkun.  Hugsanlega er þetta byrjun á meiru.

Útflutningur á vetni er líklega mun auðveldari en á raforku um sæstreng. Héröð í Bretlandi munu ætla að vetnisvæðast þó Bretland fljóti á gaspolli.

3. orkupakkinn getur þannig skipt meira máli en sumir vilja  viðurkenna sem grundvallarmöguleika. jafnvel haft úrslitaáhrif á innlenda úrvinnslu orkunnar til framtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hollt er að lesa yfir færslu Bjarna Jónssonar um hvað 3.orkupakkinn þýðir í sögulegu samhengi.

Bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2230020/#comment3710670

Halldór Jónsson, 16.2.2019 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband