Leita í fréttum mbl.is

Konungsbók

eftir Arnald var ég að leggja frá mér.

Ég er nú yfirleitt ekki að lesa mikið bullusögur sem ég kalla allt annað en staðreyndabækur.En af því maður er lausbeislaður þessa daga þá datt ég í að lesa þetta í sólinni.

Satt að segja varð ég alveg klumsa yfir því hversu rosalega þekkingu höfundurinn hefur á fornbókmenntum alveg áður en hann fer að semja þessa ferlegu spennusögu sem fer víða um lönd og fléttast raunverulegum atburðum og persónum.

Ef þetta er ekki efni í spennumynd hjá Baltasar þá er ég illa svikinn. Ég fór svo að byrja að lesa Reykjavíkurnætur á eftir og finnst hún hundleiðinleg það sem af er í samanburði við Konungsbók sem líklega enginn leggur frá sér ókláraða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Konungsbók er snilldarverk eftir Arnald, ég hreifst mikið af henni, glæsilegur samsetningur.

Jón Valur Jensson, 22.3.2019 kl. 19:02

2 identicon

Sæll Halldór.

Svarthöfði (Indriði G.(Guðmundur)Þorsteinsson))
var frábær penni á sinni tíð svo Arnaldur á ekki
langt að sækja þessa gáfu sína.

Sá höfundur sem vekur mesta athygli mína
er hins vegar Auður Ava Ólafsdóttir.
Þar er mikið efni á ferð.

Húsari. (IP-tala skráð) 22.3.2019 kl. 19:24

3 Smámynd: Halldór Jónsson

les lítið af bullusögum þannig að eg þekki hana ekki

Halldór Jónsson, 22.3.2019 kl. 20:33

4 identicon

Sæll Halldór.

Er það nú ekki fulllangt gengið
að hrakyrða það sem þú kannast ekkert við!

Það er fleira til milli himins og jarðar
en Konungsbók Eddukvæða!

Húsari. (IP-tala skráð) 22.3.2019 kl. 22:03

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Já ég efasdt ekkert um það sem þú segir um þennan höfund. Ég var bara að segja að eg les sárasjaldan reyfara þannig að ég er menningarlaus á því sviði. ´g dáist aðþví fólki sem hefur þá hæfileika að gega samið sögur.

Halldór Jónsson, 22.3.2019 kl. 22:21

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Reykjavíkurnætur endu nú bara með því að vera í lagi

Halldór Jónsson, 23.3.2019 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband