25.3.2019 | 15:06
Er Vá fyrir dyrum?
þó að WOW hætti starfsemi?
Svo segir í Mbl.:
"Tap flugfélagsins WOW air nam 22 milljörðum króna í fyrra. Þar af var EBITDA félagsins (afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta) neikvæð sem nam 10 milljörðum króna. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Tap sem varð í tengslum við sölu fjögurra nýlegra Airbus-þota til Air Canada undir lok síðasta árs hafði mikil áhrif á afkomuna. Þar hafi munað mest um að tveir þotuhreyflar sem fylgdu með í sölunni hafi ekki staðist söluskoðun og að það hafi rýrt mjög söluandvirði vélanna. Hlutfallið neikvætt um 83%
Afleit afkoma félagsins veldur því að eigið fé félagsins er um þessar mundir neikvætt sem jafngildir rúmum 13,3 milljörðum króna. Það þýðir að eiginfjárhlutfall félagsins er neikvætt um 83%. Gera áætlanir félagsins ráð fyrir að enn muni staðan versna og að eigið fé verði neikvætt um mitt ár sem nemur 14 milljörðum króna. Það jafngildir því að eiginfjárhlutfall félagsins verði neikvætt um 87%. Sömu gögn sýna að í lok árs er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall félagsins verði neikvætt um 101%.
Isavia lánar til tveggja ára
Heimildir Morgunblaðsins herma að Isavia hafi komið til móts við erfiða stöðu WOW air og breytt kröfum vegna lendingargjalda, sem komnar voru yfir gjalddaga, í lán til tveggja ára. Nemur upphæð lánsins um 1,8 milljörðum króna og ber það 6% vexti. Lendingargjöld sem komin eru fram yfir gjalddaga bera alla jafna dráttarvexti, eða 10,25%. Skuldir WOW air nema um þessar mundir 20 milljörðum króna.
Ásamt skuldinni við Isavia er Arion banki stór lánardrottinn félagsins. Upplýsingar sem Morgunblaðið hefur undir höndum sýna að langtímalán sem bankinn hefur veitt standa í tæpum 1,6 milljörðum króna. Lánin eru öll veitt til þriggja ára. Tvö þeirra eru á gjalddaga á næsta ári en þriðja lánið var veitt á þessu ári og verður gert upp árið 2022.
Aðrir stórir lánveitendur WOW air eru flugvéla- og hreyflaleigufyrirtæki.
Stærsta skuldin er við Avolon eða jafnvirði 1,9 milljarða króna. Þá er einnig 1,6 milljarða skuld við flugvélaleigufélagið ALC sem á flestar þeirra þota sem WOW air notast við enn í dag. Skortir mjög lausafé Upplýsingar sem Morgunblaðið hefur séð sýna að þörf er á að minnsta kosti 10 milljarða innspýtingu í félagið á þessu ári, eigi það að eiga sér viðreisnar von. Sem stendur er lausafjárstaða félagsins neikvæð sem nemur ríflega 11 milljónum dollara...."
Til hvers stofnaði Skúli Mogensen WOW?
Til að hjálpa hnípinni þjóð í vanda sem vantaði ódýr flugsæti?Ekki ætlaði hann að græða eitthvað sjálfur?
Hvað olli stofnun WOW miklu tapi hjá Icelandair? Hvert fóru þeir peningar annað en til okkar almennings?
Margt slíkt má ímynda sér þegar umræðan er skoðuð.
Tapar þjóðin einhverju meira en þeir sem eiga núna inni fargjöld hjá flugfélagi sem ekki flýgur meira?
Á þjóðin miklar vonir um að fá lendingargjöldin greidd eftir 3 ár?
Á Aríon eftir að fá allt sitt og aðrir bjartsýnismenn?
Verður Skúli greyið ekki ósköp blánkur ef WOW hættir? Vorkennum við honum ekki alveg ægilega?
Verður samgöngubrestur hjá þjóðinni ef WOW hættir? Varla lengi miðað við þann aragrúa flugfélaga í heiminum.
Það er allstaðar skortur á hæfu flugfólki og ungt fólk er að læra til þeirra starfa unnvörpum.
Svo verður ekki Skúli Mogensen að sætta sig við að kærleikur hans til hinnar jarðbundnu íslensku þjóðar nái ekki lengra að sinni vegna skorts á peningum?
Eru ekki flest mannleg vandamál líka byggð á þessum fjárans blánkheitum allstaðar? Hjá Eflingu sem og víða annarsstaðar?Sami bardaginn hjá Sólveigu Önnu, Villa Birgis. og Skúla Mog.? Þetta helvítis krónu- og aurasuð alla daga?
Mér finnst ég sjálfur hafa alveg fengið minn skerf af slíku um dagana og aldrei fengið það sem mig vantaði þannig að samúð mín er með öllum þeim sem vantar aura.Blánkheit eru svakalega svekkjandi í mínum augum.
Auðvitað er Vá fyrir dyrum alla daga þegar peningana vantar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.