29.3.2019 | 08:06
Veður Bjarni reyk?
hvað varðar 3. Orkupakkann þegar hann skrifar svo:
"Innleiðingin verður á öllum orkupakkanum gagnvart ESB:
Því fer víðs fjarri, að ein sameiginleg fréttatilkynning íslenzks ráðherra og eins framkvæmdastjóra ESB hafi nokkra lagalega skuldbindingu í för með sér fyrir Evrópusambandið (ESB).
Að undanskilja gerð nr 713/2009 við innleiðingu Alþingis á ESB-Orkubálki #3 hefur þess vegna ekkert lagalegt gildi gagnvart ESB.
Þetta þýðir, að ESB-gerð, sem brýtur gegn Stjórnarskrá að mati Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst, verður innleidd í lög á Íslandi samkvæmt Evrópurétti. ESB verður óbundið af þeim fyrirvara Alþingis að skilja gerð 713/2009 frá innleiðingu Orkubálks #3 í EES-samninginn.
Sæstrengsfjárfestar munu geta sótt um leyfi til Orkustofnunar fyrir sæstrengslögn til Íslands, eins og ekkert hafi í skorizt, þ.e. eins og enginn fyrirvari þessu lútandi hafi verið settur í íslenzk lög. Af munu hljótast málaferli, sem aðeins geta endað á einn veg.
Réttur vettvangur breytinga/aðlögunar fyrir EFTA-ríkin:
Að gera lögformlegt samkomulag við ESB um að fella niður heila gerð í heildstæðum ESB-lagabálki fyrir innleiðingu í einu EFTA-landi er ómögulegt á símafundi. Yfirlýsing samþykkt á símafundi hefur aðeins pólitíska þýðingu hér innanlands, en alls enga réttarlega þýðingu eða skuldbindingu fyrir ESB.
Eini rétti formlegi vettvangurinn fyrir slíka undanþágu eru samningaviðræður í Sameiginlegu EES-nefndinni, þar sem saman koma fulltrúar allra viðkomandi EFTA-landa og ESB. Breytingar, sem út úr slíkum samningaviðræðum kynnu að koma, þurfa síðan að hljóta samþykki Framkvæmdastjórnarinnar, Ráðherraráðsins og ESB-þingsins.
Við þessar aðstæður er ekkert til, sem hægt er með réttu að kalla orkupakka á íslenzkum forsendum. Með því er slegið ryki í augun á fólki með lögfræðilegum loftfimleikum hér innanlands.
Sæstrengurinn Ice-Link:
Í umræddri fréttatilkynningu ráðuneytanna (UR, ANR) 22.03.2019 stendur: Á sameiginlegum þingflokksfundi stjórnarflokkanna 20. marz sl. var ákveðið að draga til baka umsókn um sæstrengsverkefnið IceLink inn á fjórða PCI-listann (e. Projects of Common Interest). Hefur erindi þess efnis þegar verið sent. Núgildandi PCI-listi er nr 3, ekki nr 4, og gildir hann fram á árið 2020.
Hvers vegna var ekki óskað eftir að fjarlægja Ice-Link af núgildandi lista ? Það er vegna þess, að slík beiðni myndi engin áhrif hafa. Beiðni ríkisstjórnarinnar er ekki einu sinni nægjanleg til að forðast, að Ice-Link fari á nýja listann árið 2020. Þótt hann fari út af fjórða listanum, getur hann farið inn á fimmta listann 2022. Hvaða réttmætur hagsmunaaðili sem er, getur óskað eftir því við ACER/ESB, að Ice-Link eða t.d. Ice-Ire (sæstrengur til Írlands) fari inn á PCI #4, t.d. raforkufyrirtækið E´ON eða annar sæstrengsfjárfestir. Þótt beiðni ríkisstjórnar Íslands verði vafalaust vegin og metin, hefur hún ekki neitunarvald um málið.
Það er ekki sopið kálið, þótt í ausuna sé komið, því að í Kerfisþróunaráætlun ESB er gert ráð fyrir Ice-Link, og hann er einnig í samevrópskri heildaráætlun (energy corridors) fyrir orkuflutninga. Þar eru mörg samþykkt skjöl og formleg ferli, sem við eiga, svo að áhrif íslenzku ríkisstjórnarinnar eru takmörkuð. Þessi beiðni frá Íslandi dugar ekki endilega til að hindra, að strengurinn fari inn á PCI#4.
Hreinar línur:
Sú leið, sem ríkisstjórnin ætlar að fara í orkupakkamálinu, er ófær, af því að hún brýtur EES-samninginn og er þar með á skjön við Evrópurétt. Annaðhvort verður þingið að samþykkja Orkupakka #3, eins og hann kom frá Sameiginlegu EES-nefndinni, eða að hafna honum alfarið. Það er ekki hægt að samþykkja aðeins hluta af honum, en hafna eða fresta hinu.
Afleiðingin af þessu er sú, að hagsmunaaðilar, t.d. Vattenfall í Svíþjóð, geta kært ólögmætan gjörning Alþingis (að Evrópurétti) fyrir ESA, og þá mun þessi innleiðing hrynja, eins og spilaborg, og eftir mun standa í íslenzkri löggjöf Þriðji orkumarkaðslagabálkurinn án nokkurrar undantekningar, þ.á.m. sá hluti hans, sem 2 af 4 lagalegum ráðgjöfum utanríkisráðuneytisins töldu brjóta í bága við Stjórnarskrá Íslands.
Þar með virðist einnig myndast grundvöllur fyrir málshöfðun á hendur ríkinu fyrir íslenzkum dómstólum fyrir stjórnarskrárbrot.
Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur."
Fyrir mér er þetta einfalt:
3. Orkupakkinn fjallar um þá stefnu ESB að koma á viðskiptum með orku eins og með aðra vöru og þjónustu sem er megininntak ESB. Hvernig getum við verið að skuldbinda okkur til slíks samstarfs ef við ætlum ekki að lifa eftir því?
Til hvers erum við þá að vera í þessu EES samstarfi ? Bara til þess að njóta þess sem okkur passar en hafna hinu? Er það okkur sæmandi?
Hvaða hag höfum við af því að undirrita yfirlýsingu um að koma á evrópskum orkumarkaði ef við höfum ekki sannfæringu fyrir réttmæti þess markaðar?
Annaðhvort höfum við hagsmuni af því að selja orkuna hæstbjóðanda eða við höfum ekki hagsmuni af því þar sem almenningur gæti þurft að greiða hærra verð fyrir kílówattið meðan ríkissjóður ,þjóðarbúið og Landsvirkjun hagnast á meira því?
Almenningur og stóriðjan greiði meira til ríkisins sem selur orkuna.Samanlagður hagnaður af orkuframleiðslu verði meiri.
Hverjir eru þá kostir þess að stóriðja sé fremur staðsett hérlendis en erlendis? Hugsanlega margir. En hefur þeim þá ekki fækkað um einn sé orkan á sama verði?
Fylgja því þá ekki afgerandi kostir að unnið sé úr raforkunni á Íslandi fremur en annarsstaðar? Stóriðja, gagnaver, vetnisframleiðsla, áburður svo dæmi séu tekin?
Eru Bjarni Jónsson og fleiri að vaða reyk með því að leggja til að við samþykkjum ekki 3. orkupakkann né aðra slíka meðan kostir útflutnings raforku eru ekki augljósir?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Bjarni er ekkert að vaða reyk. Hann hefur bara ómakað sig við að kafa vel ofan í eðli þessa samnings og hvernig það eru embættismenn sem teyma okkur sífellt lengra út í foraðið. Það sem nú er að verða að veruleika, var samþykkt í EES nefndinni fyrir nokkrum árum, þar með að fara í Ice-link verkefnið. Að snúa ofan af öllum samþykktum EES nefndarinnar mörg ár aftur í tímann jafngildir uppsögn EES samningsins. Og hvað þá með aumingja Norðmennina sem stóla á okkur að samþykkja þessa orkutilskipun? Norðmenn selja alla sína olíu og núna umfram raforku til ESB. Þeir anda líka ofan í hálsmálið á ríkisstjórninni að samþykkja þetta svo það öðlist lagagildi.
Það sem þarf að gera er að segja upp EES samningnum og semja upp á nýtt. En ég er ekki að sjá grasrót sjálfstæðisflokksins taka svo róttæka ákvörðun. Miklu líklegra að þið samþykkið froðubúninginn sem búið er að pakka málinu í. Og fatta svo eftir nokkur ár að þið voruð öll blekkt.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.3.2019 kl. 11:12
Mögulega svo
Halldór Jónsson, 29.3.2019 kl. 15:14
VEÐUR BJARNI REYK?. VONANDI EKKI-varðandi ORKUPAKKA 3 og fleira, sem glutrast varðandi "sameign" ÍSLENDINGA. Landshlutar,Blávatnsár,Firðir og FOSSAR eru seldir erlendum AUÐKÝFINGUM. Fyrrum XD kjósendur fylkja EKKI lengur liði.
Rafmagnið úr BÆJARLÆKNUM frá gáfubræðrunum á KVÍSKERJUM vakti athygli í ÖRÆFASVEIT og á öllu Landinu stuttu eftir 1900. Eigandinn í ÞAKGILI setti upp eigin orku úr bæjarlæknum. Okkar næstu skref eru hugsanlega VIFTUR á hvern bæ og hús.
SAMEIGINLEGA EIGUM VIÐ ÍSLENDINGAR AÐ GREIÐA ALLAN KOSTNAÐ VIÐ SÆSTRENGINN AÐ VIÐBÆTU VATNSRÖRI FYRIR HEITT EÐA KALT VATN til viðbótar. MEÐ VATNINU GREIÐUM VIÐ ALLAN KOSTNAÐ AF SÆSTRENGNUM Á 20 ÁRUM OG VERÐUM SAMEIGINLEGA ÖLL RÍK MEÐ "ÓDÝRT" RAFMAGN OG HITA FRÁ OKKAR EIGIN ORKUVERUM.
SEGJUM OKKUR FRÁ GETULEYSI OG REGLUFARGANI ESB, EES OG SCHENGEN.. ÞAÐ GENGUR EKKI AÐ EIGA LANDAMÆRI VIÐ MIÐJARÐARHAFI FYRIR FÁMENNI OKKAR ÍSLENDINGA.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 29.3.2019 kl. 15:47
Á síðasta landsfundi voru línurnar lagðar með eftirfarandi samþykkt: „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.“ Samþykktinni var beint gegn þriðja orkupakkanum. Þeir sem halda því fram að þessi samþykkt hafi verið sett fram af einhverju handahófi og tengist ekki þriðja orkupakkanum skulu skýra sitt mál.
Halldór Jónsson, 29.3.2019 kl. 16:21
Slagkraftur Sjálfstæðisflokksins er að engu orðinn, verði 3. orkupakkinn látinn rúlla gegnum Alþingi. Við sem fram að þessu höfum treyst forystu flokksins megum líka skammast okkar svolítið. Þetta fallega, gáfaða unga fólk sem vonir okkar voru við bundnar, voru úlfar í sauðagæru og Trojuhestar andskotans. Flokkur sem afnemur málfrelsi félaga sinna, skellir skollaeyrum við grasrótinni, er ekki í góðum málum. Þar verður engum öðrum um kennt en afvegaleiddri forystu, í yfirþyrmadi sjálfsánægju með eigin gjörðir og algera viðurstyggð á gildum flokksins sem þau lugu að okkur að þau stæðu fyrir. Leynikratapakk er sennilega réttnefni á núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins!.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 30.3.2019 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.