30.3.2019 | 14:27
Aumingja Bára
þessi yfirlætislausi samkynhneigði öryrki sem stýrir útliti sínu þannig að hún er álíka óeftirtektarverð eins og skreytt jólatré með ljósum á Austurvelli í júní.
Hún er svo máttfarin og heilsuveil að hún varð að sitja í hjólastól á Austurvelli á mótmælafundi.
Hún staulast einhvernveginn ein inn á Klausturbar þar sem hún þekkir aðeins Sigmund Davíð í hópi þvílíkra gagnkynhneigðra klámkjafta að henni fer að ofbjóða. Þar kemur að því að henni fer að ofbjóða talið. Hún tekur ákvarðannir um að þetta þurfi hún að taka upp.
Svo lítið ber á fer hún að taka upp samræður þeirra á eldgamlan síma sem hefur líklega fremur stuttan endingartíma batteríis undir bunka af bæklingum.
Sjálf segist hún hafa komið inn til að fá sér einn kaffibolla sem hefur væntanlega kólnað eitthvað á öllum þeim tíma sem upptakan stóð yfir.
Eigendur Klaustursbarsins svíkjast að henni með því að taka allt atferli hennar á öryggismyndavélar.Þær sýna að hún situr í bíl sínum í stundarfjórðung fyrir utan barinn eins og ljónynja situr um gazelluhóp sem hún vaktar og ljósmyndar til undirbúnings inngöngu sinnar.
Síðan er hún á ferð og flugi án hjólastóls inn á barnum með pappíra, svarta kassa, heyrnartól og snúrur, hleypur inn og út úr myndsviði og er upptakan álíka löng og vera hennar samanlagt á barnum þannig að mikill hefur krafturinn verið í kláminu hjá dónunum úr því að henni tókst að hneykslast þegar i stað og ná því mestu á upptökutæki sín.
Alein og óstudd tæknimanneskja að leysa verkefni sem FBI og CIA hefðu talið sig eiga fullt í fangi með.
Svo lýsir Morgunblaðið þessu:
"Myndefni úr öryggismyndavélum er sagt benda til þess að framganga Báru Halldórsdóttur, sem tók upp samtal sex þingmanna á Klaustri Downtown bar hinn 20. nóvember 2018, hafi verið undirbúin.
Hún hafi því ekki komið á barinn fyrir tilviljun, eins og hún hefur haldið fram.
Bergþór Ólason alþingismaður sagði í samtali við Morgunblaðið að lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem voru á barnum, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs, hefði skoðað myndefni sem Persónuvernd aflaði vegna málsins. Af því mætti ýmislegt ráða um atburðarásina umrætt kvöld.
Á myndbandsupptöku sæist Bára sitja í bíl sínum utan við Klaustur bar klukkan 19.29 umrætt kvöld. Bílljósin lýstu inn í veitingasal Klausturs og á borðið þar sem þingmennirnir sátu.
Síðan slokknuðu bílljósin kl. 19.41 og Bára gekk inn á barinn.
Samkvæmt þessu sat hún fyrir utan barinn og virti fyrir sér aðstæður í að minnsta kosti tólf mínútur áður en hún fór inn.
Þegar hún steig út úr bílnum virðist hún hafa tekið mynd inn um glugga af þingmönnunum. Myndin birtist síðan á vefmiðlum en Bára hefur neitað því að hafa tekið myndina.
Þegar Bára kom inn á Klaustur virðist hún fyrst hafa farið á salernið, síðan inn á barinn kl. 19.48 og þaðan í innri salinn mínútu síðar þar sem þingmennirnir sátu. Þar settist hún við borð kl. 19.49 og lagði frá sér handtösku.
Hún fór úr jakkanum og sótti inn á sig svartan hlut og lagði við handtöskuna.
Svo sótti hún matseðil af næsta borði og fékk sér aftur sæti. Bára tók upp hvítan handfrjálsan búnað, heyrnartól, og lagði á töskuna kl. 19.50.
Hún tók svo búnaðinn til baka en þá virðist loða við hann svört snúra sem datt. Hún tók snúruna og stakk aftur fyrir töskuna.
Síðan setti hún handfrjálsa búnaðinn á sig og tengdi við símann.
Hún aftengdi handfrjálsa búnaðinn frá símanum kl. 20.01 en var áfram með hann í eyrunum. Svo tengdi hún handfrjálsa búnaðinn aftur við símann kl. 20.12. Mínútu síðar tók hún í töskuna og handlék snúru í eða við hana.
Þá sjást tveir svartir hlutir og snúrur undir töskunni. Bára hagræddi töskunni kl. 20.35 og þá sjást svört stykki og snúrur undir henni.
Bára tók í töskuna kl. 20.40 og tók upp svarta snúru eða hlut, setti upp gleraugu og leit undir bekkinn sem hún sat á og skimaði í kringum sig.
Síðan stóð hún upp, tók svartan hlut með sér og færði sig út fyrir myndsviðið. Hún kom til baka mínútu síðar án svarta hlutarins.
Síðan tók hún muni sína og tösku kl. 20.42 og þar með tvö svört stykki og snúrur undan henni.
Svo flutti hún sig út fyrir myndsviðið og kom ekki aftur inn í það.
Svo virðist sem Bára hafi setið eftir það eins langt frá þingmönnunum og mögulegt var.
Bergþór sagði að á upptökunni sæist að Bára hefði gjarnan haldið á símanum, horft á skjáinn og dregið fingur yfir hann.
Eftir kl. 20.40 hafi af og til sést til ferða Báru fram á bar eða í anddyri Kvosin Hotel sem er í sama húsi.
Þangað sótti hún tvívegis ferðabæklinga.
Svo sést þegar hún yfirgaf staðinn kl. 23.39.
Myndskeiðinu sem lögmaður fjórmenninganna hefur skoðað lauk kl. 23.52."
Þetta er allt saman auðvitað allt í samræmi við framburð þessa vesalings öryrkja sem svo margir eru að pirra.
Af hverju er fólk svona vont við vesalings öryrkjann?
Aumingja Bára.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 3419729
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Halldór Bára er atvinnu andspyrnuliði og í þessu tilfelli njósnari á heimsvísu. Mig minnir að ég hafi séð hana þegar Robert Spencer hélt fundin hér forðum.
Valdimar Samúelsson, 30.3.2019 kl. 15:10
Þetta er hárbeittur snilldar pistill Halldór
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.3.2019 kl. 15:28
"Jafnvel þó hann hefði rétt fyrir sér að þetta væri undirbúið" - Bára viðurkennir að þetta var undirbúið
Grímur (IP-tala skráð) 30.3.2019 kl. 15:55
Hárrétt athugað Grímur:
Bára viðurkennir að þetta var undirbúið.
Og meira en það, þetta var þræl-skipulögð aðför.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.3.2019 kl. 16:00
Það var sögufrægur skítakuldi við Stjórnarráðshúsið og á Austurvelli 1. desember og langdregnar athafnirnar þar útheimtu skjólklæðnað sem miðaðist við aðstöðu hvers og eins, allt frá Danadrottningu til Báru.
Sérkennilegt er að sjá hve mjög margir velta sér upp úr kynhneigð fólks í umræðum um það.
Ómar Ragnarsson, 30.3.2019 kl. 20:23
Ómar ragnarsson var Kynvillingurinn (eða hið sódómíska fljóð) að hlera danadrotningu?
"Það var sögufrægur skítakuldi við Stjórnarráðshúsið og á Austurvelli 1. desember og langdregnar athafnirnar þar útheimtu skjólklæðnað sem miðaðist við aðstöðu hvers og eins, allt frá Danadrottningu til Báru"
Sæll (IP-tala skráð) 30.3.2019 kl. 21:30
@ Ómar Ragnarsson.
Það er Bára sjálf sem segir að hún sé lesbískur öryrkji. Eigum við þá að segja að hún sé það ekki???? Hefur þú eitthvað á móti hennar eigin sjálfs lýsingu, hvað það varðar ????
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.3.2019 kl. 22:52
Góður pistill, Halldór. Alveg get ég trúað þessu, enda ekki einleikið, að manneskja, sem segist vera bláfátækur öryrki og með öllu peningalaus skuli hafa getað verið inni á veitingastað eða vínkrá allan þennan tíma og með allan þennan búnað með sér, og keypt sér veitingar, eins og ekkert sé sjálfsagðara, og hún hafi skítnóga peningana. Auðvitað hefur þetta verið þaulskipulagt og hún verið þarna í umboði einhvers eða einhverra, mjög líklega einhvers fjölmiðils, sem hefur verið í leit að fréttum, og viljað fá hana til að hlera, hvort þingmenn væru ekki að krúnka eitthvað um málin á Alþingi og bera saman bækur sínar um þau. Blaðamenn eru jú alltaf að fiska eftir einhverjum fréttum og hafa allar klær úti í því skyni. Þess vegna finnst mér alveg ljóst, að manneskjan hefur ekki verið þarna af eintómri tilviljun, heldur hefur einhver ráðið hana til að hlera samtöl þingmanna um einhver mál, sem voru til umræðu á þinginu, til þess að fjalla um í fjölmiðlinum. Það er alveg einboðið, finnst mér, og alvarlegt mál, verð ég að segja.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2019 kl. 23:07
Sæll Halldór - sem og þið önnur, gesta Verkfræðings !
Guðbjörg Snót: og þið önnur sum hver, sem teljast viljið til liðsmanna stjórnmálalegrar spillingar og siðblindu !
Hefðu málin horft öðru vísi við ykkur - ef uppljóstrarinn hefði verið vel stæður / eða auðugur Rafvirki - Vélvirki, eða þá einhver annarrs konar yrki í stað örykjans Báru Halldórsdóttur, sem jú:: varð það á, að bragða á Kaffisopa á Klausturs Barnum, að kvöldi þess 20 Nóvember s.l. ?
Kaffi veitingar eru jú: all víða til reiðu, á Börum landsins, m.a.
Hefði það - verið eitthvað fínna, í hugskotum ykkar ?
Ætli Báru: hafi ekki einfaldlega blöskrað, vinnubrögð þessarra SIÐBLINDINGJA, sem sátu að áfengis sumblinu, með einhverjum al- mesta hræsnara og loddara, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur að geyma, að meðtöldum mann leysum, eins og Bjarna bandítt Benediktssyni - Steingrími J. Sigfússyni - Katrínu Jakobsdóttur:: að ógleymdum Sigurði Inga Jóhannssyni t.d., sem ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, er að grafa kerfisbundið undan íslenzkum Landbúnaði þessa dagana (með hömlulausum innflutningi Hormóna bættra kjöt- og mjólkurvara, fyrirhugaðra í ríkari mæli en orðið er) m. a. ?
Viðhorf þín Guðbjörg Snót: endurspegla vel, viðhorf ykkar Háskólagenginna all margra, gagnvart því fólki, sem ekki hefur þrætt refilstigu snobb- stofnana, eins og Háskóla Íslands / sem annarra ámóta: augljóslega.
Til marks - um siðvillu flestra þingmanna reyndar, vitnar sú staðreynd, að þau skirrazt við að segja af sér þing mennzkunni, enda OFUR- launin freistandi til áframhalds iðjuleysis gagnvart RAUNVERULEGUM þörfum landsmanna, í stað stað þess, að standa MENNILEGA KEIK, gegn ásælni ESB og annarra þeirra, sem með innlendra og innfæddra Quislinga hér á landi, eru að liðsinna Brussel og Berlínar stjórum, til undirskrifta III. Orkupakkans svo nefnda, ásamt svo mörgu öðru drungalegu, sem:: reyndar þorri landsmanna hefur ekki hugmynd um, hvað í bígerð sé:: sbr. vinnubrögð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar - Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur (með áfergju áðurnefnds Bjarna Benediktssonar) auk ýmissa annarra Reglu systkina EES/ESB hérlendis, Guðbjörg Snót.
Eða: hvað býr annarrs, að baki hneyslunar þinnar, sem ýmissa annarra, á þjóðþrifaverki Báru Halldórsdóttur í Nóvember s.l., Guðbjörg Snót ?
Með - fremur þungum kveðjum af Suðurlandi, að þessu sinni /
Óskar Helgi Helgason
Sérhæfður fiskvinnzlumaður, og fyrrum Blikksmíða nemi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2019 kl. 01:23
.... hneykslunar: átti að satnda þar, vitaskuld.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2019 kl. 01:42
Þarftu ekki að fara í kirkju Óskar Helgi eða leita .þér hjálpar?
Halldór Jónsson, 31.3.2019 kl. 07:33
Komið þið sæl - á ný !
Halldór !
Af hverju: skyldi ég fara í kirkju, án forsendna ?
Og við hverju - ætti ég að leita mér hjálpar ?
Ég veit ekki betur: en öll skynfæri mín séu í lagi:: þó að heyrnin mætti vera betri á öðru eyra, Verkfræðingur góður.
En - mikið er álit þitt Halldór minn, á lýðskrumaranum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og ótótlegum söfnuði hans, Á HVERJU SEM GENGUR.
Þyrftu ekki ýmsir annarra: að leita sér hjálpar, Halldór minn ? ? ?
Sömu kveðjur - sem áður, engu að síður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2019 kl. 11:48
Stóra spurningin, sem illa hefur gengið að svara, er þessi: Hafi þetta allt verið planað af Báru, hvernig vissi hún þá að akkúrat þessir menn myndu viðhafa þann klámskjaft sem þeir gerðu? Ef ekki er hægt að útskýra þetta er samsæriskenningin fallin. Nema þá að henni verði breytt þannig, að Bára hafi áður sagt þeim hvað þeir ættu að segja. En þá eru þeir auðvitað sjálfir þátttakendur í samsærinu gegn sér!
Þorsteinn Siglaugsson, 31.3.2019 kl. 14:47
En kannski er Bára orkupakki í dulargervi?
Þorsteinn Siglaugsson, 31.3.2019 kl. 14:48
Komið þið sæl - sem fyrr !
Þorsteinn Siglaugsson !
Afar sterkir punktar: af þinni hálfu.
Hætt er við - að aðdáendum Klámhunda Klausturs Bars flokks Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar (Miðflokksins kúnstuga) skjöplizt á Skötunni, í hugsanlegum afsökunum sínum, til þess að bera blak af ENN 1 tilrauninni, til þess að réttlæta tilveru þessa manngerða Skrímzla safnaðar, sem að baki Sigmundar Davíðs býr:: einhvers al- mesta flóns í íslenzkri samtíma stjórnmála sögu / og:: var af nægu að taka þar fyrir, svo sem.
Hafðu beztu þakkir Þorsteinn: fyrir þitt innslag, á hinni merku síðu eins bezta Verkfræðings, í okkar samtíma, hvað þessa umfjöllun varðar, m.a. !
Ekkert síðri kveðjur - hinum fyrri, og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2019 kl. 15:07
Er ekki bara drullusokkurinn Jóhannes bara að gera enn eina aðförina að Sigmundi Davíð eins og hann gerði þar áður?
Halldór Jónsson, 31.3.2019 kl. 17:55
Það er athyglisvert að Þorsteinn Siglaugsson telur ástæðu til að sjá hliðstæðu milli afstöðu Miðflokksins til þriðja orkupakkans og Klaustur hlerananna.
Það skyldi þá aldrei vera að Þorsteinn viti eitthvað það meira hverra erinda Bára gekk og að undirlagi hverra???
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.3.2019 kl. 19:09
Furðuleg umræða. Flestir hér spila með fórnarlambi allra fórnarlamba Sigmundi Davíð. Þorsteinn er með þetta en í stað þess að ræða að sem hann skrifar að þá halda menn áfram í getgátum, drulla yfir Báru og gera aukaatriðin að aðalmálinu.
Hvernig gat Bára vitað að þetta fólk yrði þarna á þessum tíma og myndi svo missa sig í baktalinu.
Brynjar (IP-tala skráð) 31.3.2019 kl. 19:47
Smjörkliípa Brynjars er hlægileg. Það eru þingmenn og ráðherrar hins svo kallaða "Sjálfstæðisflokks sem eru með allt niðrum sig, og þeir afhjúpa sig nú sjálfir hvað þriðja orkupakkann varðar og sem laumu ESB sinnar jomnir úr skápnum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.3.2019 kl. 20:23
Ein lítil leiðrétting:
Vitaskuld eru þingmenn "Sjálfstæðisflokksins" ekki "jomnir", heldur komnir nú út úr skápnum, sem ESB sinnar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.3.2019 kl. 20:30
Mér þykir dálaglegt að sjá hvernig síðuhöfundur lepur hér upp eftir frétt úr Móra-blaðinu, sem aftur hefur þetta eftir [Klausturs]þingmanni sem hefur sínar upplýsingar eftir lögmanni sínum.
ERGO; Þríbjörn kýs að miðla upplýsingum sem ekki eru einfaldlega réttar.
Báran einstaka hefur þó það fram yfir höfund, blaðamanninn og þingmanninn að hafa séð myndbandið sem allt snýst um, ekki hinir.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 31.3.2019 kl. 21:27
Nú fer þetta fyrst að verða spennandi.
Hvers vegna var setið fyrir þeim,"Klaustursystkinum"?
Höfðu þau haldið fleiri slíka fundi áður, sem "óviðkoamdi aðilar" höfðu komist á snoðir um?
Og höfðu slíkir fundir líka verið svolítið skrautlegir?
Þetta er efni í meiri háttar spennuþátt.
Hörður Þormar, 31.3.2019 kl. 22:10
Það er alkunna að Klausturbarinn er staður þar sem þingmenn og ráðherrar allra flokka fá sér í tána.
Af hverju hefur t.d. Gulla utanríkisráðherra verið sleppt við upptökur á slarkkvöldi þar????
Hví skyldi ekki það sama ganga yfir alla?
Getur það verið að það sé v.þ.a. hann þjónar Brusselvaldinu algjörlega sem það óskar eftir, eða finnst kannski efni um hann sem notað yrði gegn homonum ef hann styddi þriðja orkupakkann ekki ?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.3.2019 kl. 23:20
Ein lítil leiðrétting:
"Homonum" átti vitaskuld að vera honum, t.d. Gulla.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.3.2019 kl. 23:22
Henni var nær að gefa sig fram. Það kemur sér verst fyrir hana sjálfa í þjóðfélagi þar sem glæpamennska og níðingsháttur þrífst góðu lífi. Heimska er ólæknaleg en gefur síðuritara engu að síður tækifæri til að níðast á smælingjanum.
DJS (IP-tala skráð) 1.4.2019 kl. 07:51
Sæll Halldór.
Nú ber að fagna fréttum af því
að margnefnd Bára er gengin í klaustur, - Karmelklaustrið
í Hafnarfirði.
Helstu gróðurhús í nágrenninu hafa tæmst enda ástæða til
að þær systur í Hafnarfirði fagni vel og innilega.
Að sögn príorinnu þá er Karmel nafn á fjalli í Palestínu sem rís við strendur Miðjarðarhafsins.
Við þessi tímamót þá er ástaða til að fagna með fagnendum.
Aðspurð hafði Bára þetta að segja um þennan viðburð:
tímalaust ef menn kjósa svo.""
Húsari. (IP-tala skráð) 1.4.2019 kl. 10:21
Þeir hljóta að fyllast miklu stolti
þessir vitleysingar sem kusu þennan
yfirlætislausa samkynhneigða öryrkja
sem mann ársins.
Sigurður Kristján Hjaltested, 1.4.2019 kl. 10:25
Bára er George Soros í dulargervi
Þorsteinn Siglaugsson, 1.4.2019 kl. 10:30
Þar kom að því, að Þorsteinn sagði brandara :-)
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.4.2019 kl. 10:51
Þar kom að því að Símon Pétur skildi að brandari væri brandari
Þorsteinn Siglaugsson, 1.4.2019 kl. 12:14
Alveg sama hvernig þið skammist, atið fóli saur og rífist yfir og um Báru þá eru aðalatriðin þessi:
1. Kráarþingmennirnir áttu að vera í sölum Alþingis- í vinnunni.
2. Þeir viðhöfðu svívirðileg orðaníð um ákveðnar persónur.
3. Þeir gerðu grín að ákveðnum hópum samfélagins.
4. Þeir höguðu sér eins og aumingjar eftir að upp komst.
5. Þeir reyndu að koma sök á aðra, meira að segja reiðhjól.
6. Þeir reyna enn að bera í bætifláka fyrir sjálfa sig.
7. Þeir vilja umræðuna frá aðalatriðunum, ljótu samtali.
8. Þeir hafa brotið siðareglur alþingismanna.
Að mínu mati þurfa menn að líta í spegill og athuga hvort eitthvað þuri að laga í eigin fari.
Það skiptir engu hvort upptakan var skipulögð eða tilviljanakennd, kráarþingmennirnir eiga þau viðbjóðslegu orð sem viðhöfð voru það verður aldrei af þeim tekið. Hreinn viðbjóður!
Lifið heil.
Kveðja, Helga Dögg
Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2019 kl. 16:21
Það á auðvitað að standa ,,fólki" ekki fóli...eins og stendur í athugasemdinni.
Kveðja, Helga Dögg
Helga Dögg Sverrisdóttir, 1.4.2019 kl. 16:24
Kjaftæði Helga Dögg!
Enginn nema hræsnari lætur sem viðkomandi
sé heilagri en allt annað breiskt mannfólk.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.4.2019 kl. 22:20
Komið þið sæl - enn: og aftur !
Símon Pétur frá Hákoti !
Heyr á endemi: ágæti drengur.
Nafna mín - Helga Dögg Sverrisdóttir fer einungis með STAÐREYNDIR í sinni upprifjun þess viðbjóðs, sem 6menningar Klaustur Bars Klámsins viðhöfðu, þann 20. XI. 2018.
Hvað: kemur þér til Símon Pétur / tiltölulega skikkanlegum og ærlegum drengnum, að verja Skólpræsa vinnubrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og þessa lýðs, sem honum fylgir að málum - Í FULLKOMINNI BLINDNI, og með luralegum skriðdýra hætti, Símon minn ?
Mætti halda: miðað við tignun sumra á þessum Kögunar svindls arfþega (Sigmundi Davíð) að þar færi ígildi sjálfs Krists, eða þá þeirra Bhúdda og Lao- tse jafnvel, sé mið tekið af sefjun sums fólks, í kringum þetta erkifífl.
Eða - hvern fjandann á maður að halda, annarrs: Símon minn Pétur ? ? ?
Fjarri því lakari kveðjur: eftir sem áður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.4.2019 kl. 22:53
Ef þú telur alla þingmenn vera heilaga menn, fyrir utan þá Klausturmenn, þá býðurðu bara Bjarna Vafning, Steingrími Joð kolakyndara, Sigurði dýralækni og hrelli starfsfólks Fiskistofu, en sérstökum vini Vegamálastjóra, Smára Afghanista vélbyssumanni og allri frambjóðendahjörð SS. Viðreisn og allri jórtrandi samfylktu brusselsku hjörðinni hans Loga í sal þinna heilögu Kuomintang. Mikið verður þín mikla fylking aumkvunarverð í heilagleika þeim sem þú virðist telja hana.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.4.2019 kl. 00:40
En með fjarri því lökum kveðjun til þín ágæti Óskar. Og eiginlega bara þó nokkuð góðum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.4.2019 kl. 00:43
.... skoðum málin: í HEILDAR samhenginu, Símon minn.
Það er eins - og þorri þingliðsins þoli ekki áralangar meðgjafir og spozlur þáverandi Kjaradóms / hvað þá: hinna seinni tíma Kjararáðs (arftakans, sáluga).
Burt séð frá: hinni eiginlegu hryllingsbúð alþingi (sem jú: hefur verið okkur til tjóna fremur en raunverulegs gagns), að þá virðist, sem þingmenn hafi ekki þolað meðlætið, frá fyrri kjörum sínum, sem miðuðust víst við Menntaskóla kennaralaun er mér sagt:: og máttu aldeilis vel við una á sínum tíma en, ......... sjaldan launar Kálfurinn ofeldið Símon minn, sem vinnubrögð sem AGALEYSI all- flestra þingmanna sýna okkur - því miður, upp á hvern einasta dag.
Færzla nöfnnu (Helgu Daggar Sverrisdóttur) - stendur algjörlega ÓHÖGGUÐ og ÓBJÖGUÐ, hvað:: sem þér eða öðrum kann að þykja þar um, Símon Pétur.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.4.2019 kl. 00:56
Helga Dögg fer með staðreyndir sýnist mér. Og þið takið allir skemmtilega á málinu og þar fyrir hafið þið þakkir mínar og góðar óskir.Tilveran mín væri nokkuð litlausari án ykkar.
Halldór Jónsson, 2.4.2019 kl. 08:14
Öll vildi ég sagt hafa en ekki allir.
Halldór Jónsson, 2.4.2019 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.